Álver eru engin skyndilausn Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. júlí 2011 08:00 Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar