Álver eru engin skyndilausn Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. júlí 2011 08:00 Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun