Fleiri fréttir

Rökin fyrir fækkun þingmanna

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa.

Rafmagnsvespur á göngustígum

Alma R. R. Thorarensen skrifar

Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni.

Ógagnleg upphlaup

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands.

Við kaupum ekkert hér!

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

"Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. "Nei, takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við "en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum.

Ber að neðan

Sigga Dögg skrifar

Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta.

Samvinnuhreyfingar árið 2012

Skúli Skúlason skrifar

Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa valið árið 2012 alþjóðlegt ár tileinkað samvinnuhreyfingum um allan heim. Samvinnufélög eru ýmist fyrirtæki í atvinnurekstri eða samtök með rík samfélagsleg markmið.

„Mjög sláandi“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót.

Góð einkunn ekki málið

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund.

„Mikilvægasta rannsókn allra tíma“

Lýður Guðmundsson skrifar

Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina "réttlátu reiði í samfélaginu“ eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu.

Að selja hugmyndir

Ingvar Hjálmarsson skrifar

Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hugmyndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, einhverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hugmyndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur.

Tæknileg fitubrennsla

Bergþór Bjarnason skrifar

Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu.

Vídeóleigulýðræðið

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri.

Það sem við vitum ekki

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur.

Úti í móa

Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki.

Hagsmunir fórnarlambanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni.

Drekinn!

Orri Hauksson skrifar

Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týndist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum.

Tveir öflugir háskólar

Baldur Þórhallsson skrifar

Eitt mikilvægasta verkefnið fram undan er að efla rannsóknir og kennslu á háskólastigi. Það verður ekki gert nema með sameiningu háskóla landsins.

Uppáhaldssynir og olnbogabörn

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. "Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka,“ sagði bæjarstjórinn stoltur. "Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum.“

Íþróttasjálfurinn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk.

Álfasumarið mikla

Gerður Kristný skrifar

Þegar ég var blaðamaður á Tímanum var ég eitt sinn send í Hafnarfjörðinn þar sem því var fagnað að komið væri út kort yfir álfana í bænum. Hver einasti fjölmiðill sunnan heiða virtist hafa sent fulltrúa sinn og því var þarna samankomin nokkur hersing. Við vorum leidd inn í rútu og svo var farið í ökuferð um Hafnarfjörð. Fremst stóð sjáandinn, sem fenginn hafði verið til að útbúa kortið, með hljóðnema í hönd og sagði setningar á borð við: „Hér til hægri er álfafjölskylda sem veifar okkur“ og „Lítið síðan til vinstri. Í þessu hrauni býr gamall álfur einn síns liðs“.

Við erum Danmörk

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlægingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni.

Deilan um „óreiðumannastefnuna“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið.

Ráðherrann og fyrirspyrjandinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli.

Ísland og ESB – leiðin fram undan

Árni Þór Sigurðsson skrifar

Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla.

Samningaviðræður hafnar

Stefán Haukur Jóhannesson skrifar

Á mánudaginn 27. júní síðastliðinn urðu tímamót í því ferli sem hófst þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá hófust eiginlegar aðildarviðræður um fyrstu fjóra samningskaflana. Viðræðurnar fóru vel af stað því þegar á fyrsta degi var lokið viðræðum um tvo kafla, menntun og menningu, og um vísindi og rannsóknir.

Dómskerfi nr. 2

Pawel Bartoszek skrifar

Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö.

Maðurinn í myndinni

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið.

Gervihnattapólitík

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda.

Hið íslenska réttlæti 110%?

Frestur til að sækja um 110% skuldaaðlögun hjá bönkunum rann út nú um mánaðamótin. Verði ekkert frekar að gert í lánamálum heimilanna, munu fjármálastofnanir, í skjóli stjórnvalda, komast upp með að leiðrétta aðeins þann hluta skuldavandans sem að þeim snýr, að undanskilinni 20% vaxtaleiðréttingu Landsbankans sem þó gengur ekki nægilega langt að mati Hagsmunasamtaka heimilanna þótt slík almenn vaxtaendurgreiðsla sé vissulega skref í rétta átt.

Um lýðræði og sannfæringu

Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum.

Framtíð orkugeirans

Hörður Arnarson skrifar

Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins.

Um sandsíli

Það eru orðin nokkur ár síðan ég stundaði rannsóknir á sandsílum við Ísland og hef ekki fylgst nákvæmlega með rannsóknunum á þeim undanfarin ár en ég er mjög hugsi yfir því ástandi sem virðist vera á stofnum þeirra.

Sjá næstu 50 greinar