Um lýðræði og sannfæringu 1. júlí 2011 06:00 Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun