Framtíð orkugeirans Hörður Arnarson skrifar 1. júlí 2011 06:00 Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar