Ísland og ESB – leiðin fram undan Árni Þór Sigurðsson skrifar 2. júlí 2011 06:00 Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar