Rafmagnsvespur á göngustígum Alma R. R. Thorarensen skrifar 7. júlí 2011 08:30 Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar