Fleiri fréttir

Á hærra plani

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg.

Bændasamtökin og aðrétturnar

Ingimundur Bergmann skrifar

Hvenær tekur maður við „aðréttum" og hvenær tekur maður ekki við „aðréttum", það er vandinn, að minnsta kosti ef maður er í forsvari fyrir íslenska bændastétt.

Fyrningarleiðin svikin

Björgvin Guðmudsson skrifar

Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda.

Persónukjör til efri deildar Alþingis

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir.

Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga?

Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta?

Orðsending til Ögmundar

Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn."

Berlín

Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín.

Úreltar lausnir byrgi ekki sýn

Rögnvaldur J. Sæmundsson og Örn D. Jónsson skrifar

Milli áranna 1990 og 1995 fór árlegur útflutningur á hugbúnaði úr nánast engu í 800 milljónir króna. Á sama tíma tvöfaldaðist útflutningur á fiskvinnsluvélum og rafeindavogum; sala lyfja og stoðtækja meira en tífaldaðist.

Samgöngur og veggjöld

Nú eru um tvö ár síðan Hrunið skall á okkur Íslendingum. Þá fór meira og minna allt þjóðfélagið í baklás og ennþá er margt í frosti, sérstaklega allt sem snýr að mannvirkjagerð. Það sem hefur verið í gangi í mannvirkjum er að klára verk eins og Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn og Tónlistarhús, en ekkert stórverk er hafið eftir hrun og óvíst er hvenær eitthvað gerist í þeim málum.

Umræða um lúpínu og líffjölbreytni og svar við gagnrýni

Í greinum sínum í Fréttablaðinu 4. september og 25. september gagnrýnir Snorri Baldursson greinar mínar í sama blaði frá 26. ágúst og 2. september þar sem ég mótmæli áformum umhverfisráðherra um herferð gegn lúpínu og skógarkerfli hér á landi. Gagnrýni mín beinist að þeim forsendum sem gefnar eru fyrir herferðinni. Annars vegar hvernig Ríó-samningurinn um líffjölbreytni er túlkaður og hins vegar þeirri staðhæfingu að lúpína og skógarkerfill séu framandi tegundir og raunveruleg ógn við meinta líffjölbreytni hér á landi í skilningi samningsins.

Háskólar í mótun

Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna.

Iðnskólavandi

Gestur Gunnarsson tæknifræðingur skrifar

Opinber rannsókn er það eina sem getur komið þessum góða skóla á rétta braut.

Að leita, finna og styðja svo

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum.

Dugleg-fasismi 2

Charlotte Böving skrifar

Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um "dugleg-fasisma", sem er útbreiddur hér á landi. Um það hvernig við ölum börnin okkar upp við það frá unga aldri að vera dugleg. Sem í sjálfu sér væri kannski ekki alslæmt, ef við notuðum orðið duglegur bara þegar eitthvað væri raunverulega þess virði að hrósa fyrir.

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings?

Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.

Með húsvernd upp úr lægð

Menningararfur þjóðarinnar getur haft miklu hlutverki að gegna í áætlunum um enduruppbyggingu samfélagsins. Minjavarsla í víðum skilningi snýst ekki aðeins um fortíðina heldur getur átt stóran hlut í endurreisn samfélagsins til framtíðar. Auðvelt er að sýna fram á að fjárfesting í menningararfinum er umhverfisvæn, sjálfbær og mælanlega árangursrík lausn á niðursveiflu. Endurbætur á eldri byggingum skapa hlutfallslega fleiri störf en nýbyggingar, sé miðað við kostnað, auk þess sem sögulegar byggingar liggja hjörtum íbúa nær en nýbyggingar og gefa góða staðarímynd. Fólki líður vel í sögulegu umhverfi.

Af geðveiki og vangefni

Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn.

Samræða um nýja stjórnarskrá

Þorvaldur Gylfason skrifar

Haustið 1946 birti tímaritið Helgafell tvær ritgerðir um stjórnarskrármál, aðra eftir Ólaf Jóhannesson, síðar forsætisráðherra, og hina eftir Gylfa Þ. Gíslason, síðar menntamálaráðherra. Þeir voru þá báðir um þrítugt. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var þá aðeins tveggja ára, en ástand þjóðlífsins var lævi blandið að loknu stríði og vakti vangaveltur um stjórnskipun landsins. Gefum Ólafi og Gylfa orðið.

Veistu muninn á venjulegri líkamsrækt og jóga?

Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja stunda reglulega þjálfun og það getur oft verið erfitt að velja á milli margra góðra kosta. Flest okkar höfum við prófað ýmislegt og valið svo það sem hentar okkur best. Stundum finnum við eitthvað sem við höldum okkur við í lengri tíma og stundum viljum við skipta eða bæta við okkur og prófa eitthvað nýtt. Það er auðvitað mismunandi hvaða hreyfing okkur finnst skemmtileg og eins er mismunandi hvað hentar okkur á hverjum tíma. Stundum viljum við fjör og hraða hreyfingu og stundum viljum við rólegri æfingar samhliða því að auka styrk og liðleika og í leiðinni losa okkur við streitu. Við þurfum flest á því að halda að læra betur að njóta augnabliksins, gefa okkur tíma til að vera á stað og stund og draga þannig úr álagi og streitu.

Málefnaleg afstaða

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokkslínum fremur en eigin sannfæringu.

Ísland og þúsaldarmarkmiðin

Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag.

Ódrengilegt og pólitískt vitlaust

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna.

Lausnir fyrir Iðnskólann

Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum.

Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar

Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga.

Hallærislegur útlendingur

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eftir að hafa búið um nokkra hríð á Spáni hættir mér til að gleyma því hversu hallærislegur ég er í augum margra heimamanna. Geng ég þó aldrei í sokkum og sandölum en slíkur útgangur er eitt aðalsmerki hallærislegra útlendinga.

Þrískipting valdsins

Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt.

Árangur AGS-samstarfs

Árni Páll Árnason skrifar

Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu.

Rök Bjarna Benediktssonar

Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir.

Kjósendur opnir fyrir nýjungum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ýmsar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnarsamstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkisstjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana.

Landráð fyrir draumastarfið

Sif Sigmarsdóttir skrifar

"Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér.

Ósinn og uppsprettan

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Í eina tíð var ég formaður í hreyfingu stjórnmálaflokks í þorpi vestur á landi. Það stóð ekki lengi, en var afar áhugaverð lífsreynsla. Í litlu þorpi eru allir stórir. Einhverju sinni var aðalfundur rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var farið yfir tillögur um frambjóðendur, en þetta var áður en prófkjörin tóku völdin.

Púslmynd af brjóstakrabbameini

Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar

Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið.

10% mannréttindi, 90% forréttindi

Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra.

Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja

Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis.

Sjópróf á gullskipinu?

Sverrir Björnsson skrifar

Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi.

Óhemjur og ofát

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það voru matardagar í Smáralind um helgina. Þar var keppt. Samkvæmt frétt á visir.is gekk þessi hátíð eiginlega út á keppni – í matargerð og meira að segja áti. Þarna var Íslandsmót matreiðslumanna og framreiðslu

Sjá næstu 50 greinar