Úreltar lausnir byrgi ekki sýn Rögnvaldur J. Sæmundsson og Örn D. Jónsson skrifar 1. október 2010 06:00 Milli áranna 1990 og 1995 fór árlegur útflutningur á hugbúnaði úr nánast engu í 800 milljónir króna. Á sama tíma tvöfaldaðist útflutningur á fiskvinnsluvélum og rafeindavogum; sala lyfja og stoðtækja meira en tífaldaðist. Samtals var útflutningur hátæknigreina árið 1995 aðeins um 1% af gjaldeyristekjum. Árið 2006 skiluðu þær um 6% af gjaldeyristekjum og útflutningur á hugbúnaði losaði 6 milljarða króna. Ársvelta tölvuleikjafyrirtækisins CCP var orðin vel yfir 5 milljarða króna árið 2009. Og auðvelt að benda á fleiri þekkingarfyrirtæki sem eru orðin eða stefna í að verða stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Á sama tíma var ársvelta eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, HB Granda, um 20 milljarðar. Þessi grein er síðasta af þremur greinum okkar um tengsl atvinnustefnu og nýsköpunar. Markmið okkar er að benda á þá þverstæðu sem felst í því að hvetja til aukinnar auðlindanýtingar um leið og tækifæri blasa við til alþjóðlegra samkeppnishæfrar nýsköpunar.Þrátt fyrir bólu og hrun lifir vísir að alþjóðlegri nýsköpunÁ 20. öld þróaðist Ísland frá því að vera eitt af fátækustu ríkjum Evrópu í að vera eitt af þeim ríkustu sé tekið mið af þjóðartekjum á íbúa. Í kjölfar uppbyggingar á norrænu velferðarkerfi, útfærslu landhelginnar, markvissra fjárfestinga í sjávarútvegi, fríverslunarsamninga og allvíðtækrar einkavæðingar var hagkerfi landsins við upphaf 21. aldar eitt það opnasta í heimi, menntun að eflast, víðtæk fyrirtækjatengsl til staðar í mörgum atvinnugreinum, vísir að alþjóðlega samkeppnishæfri nýsköpun og góður aðgangur að erlendu fjármagni. Nokkrum árum síðar hrundi bankakerfið. Allt fram á miðjan áttunda áratuginn snerist nýsköpun á Íslandi fyrst og fremst að taka upp nýjungar að erlendri fyrirmynd. Vendipunkturinn varð þegar hægt var að umbreyta sjávarútvegstengdri þekkingu og verkfærni í þekkingu til framleiðslu á alþjóðlega samkeppnishæfum lausnum. Frumkvöðlar í sjávarútvegi opnuðu dyrnar og fljótlega fór að bera á svipuðum sprotum í öðrum atvinnugreinum, s.s. Össur sem nýtti sér nýjungar í efnistækni til þróunar stoðtækja. Fjölþætt menntun erlendis tók að skila sér í hagnýtum verkefnum á sviði útflutings. Í stað þess að styrkja þennan vísi að alþjóðlegri nýsköpun hafði einkavæðing og útrás bankanna þveröfug áhrif. Þrátt fyrir erfiða stöðu hafa á síðstu árum þróast allmörg þekkingarfyrirtæki sem hafa vaxið innan sérhæfðra markaða á alþjóðavettvangi og hafa nær allar sínar tekjur erlendis frá. Þessi fyrirtæki voru mörg hver ósýnileg þegar öll athyglin beindist að uppgangi fjármálakerfisins og stórtækra alþjóðlegra fjárfestinga. Í dag hafa mörg þeirra víðtæka möguleika til vaxtar en skortur á starfsfólki er að verða aðkallandi á sumum sviðum. Uppbygging á grunngerð netheima skapar fjölmörg ný tækifæriStærstu fyrirtæki heims segja oft til um þá grunngerð samfélagsins sem er að byggjast upp á hverjum tíma. Á 20 öldinni voru það olíufyrirtæki og bílaframleiðendur. Í lok aldarinnar var tölvutækni að breytast í upplýsingatækni og Microsoft var stærsta fyrirtæki heimsins. Nú er upplýsingatæknin orðin að netheimum og Google, sem var stofnað 1998, að verða eitt öflugasta fyrirtæki heims. YouTube var stofnað 2005 (nú í eigu Google), Wikipedia 2001, Skype 2006, Facebook 2004. Öll þessi fyrirtæki hafa fleiri hundruð milljónir notenda um allan heim og eru mikilvægur hluti af daglegu lífi margra Íslendinga, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Fimm árum eftir stofnun fésbókarinnar vísaði forseti Íslands til undirskrifta á þeim vettvangi sem meginröksemd fyrir að hafna niðurstöðu meirihluta Alþingis í IceSave-deilunni. Í netheimum er uppbygging í fullum gangi, bæði á grunngerð og framboði á þjónustu. Þar eru fjölmörg verkefni fyrir handverksfólk á sviði tækni og lista því svipað og í raunheimum þarf tækni, notagildi og fagurfræði að spila saman ef vel á að vera. Hugmyndir flæða á milli net- og raunheima sem hafa gangkvæm áhrif hver á annan. Fámenni eyríkisins takmarkar ekki stærð markaðarins, flutningskostnaður er óverulegur og lítil sem engin fjárfesting í tækjum og búnaði. Það sem þarf er fólk sem skilur þarfirnar og hefur sérþekkingu og færni til að uppfylla þær. Hér er aðalatriðið að nú þegar er búið að leggja til meginforsendurnar hér á Íslandi til þess að taka þátt í þessari uppbyggingu; menntakerfi og starfsvettvang. Ekki þarf stórfelldar fjárfestingar með lánsfjármagni sem ekki er til. Menntakerfið er hluti þeirra samgæða sem almenn sátt er um og starfsvettvangurinn byggir á grunngerð Internetsins sem er að mestu til staðar. Flöskuhálsinn er í flestum tilfellum fólkið. Úreltar lausnir mega ekki byrgja sýnHér er komið að þeirri alvarlegu þverstæðu sem bent hefur verið á í greinunum tveimur sem þegar hafa verið birtar. Að litið sé á að samfélagið sé á tæknistigi millistríðsáranna og að ríkisvaldið þurfi að hafa frumkvæðið með því að leggja fram fjármuni til að búa til atvinnutækifæri. Að það sé talið árangursríkt að þróa og efla starfsgreinar með óhagkvæmum fjárfestingum sem skili fáum störfum. Að hægt sé að ganga stöðugt lengra í nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda í nafni sjálfbærni. Á sama tíma virðast blasa við ótakmörkuð tækifæri til óefnislegrar og alþjóðlegrar nýsköpunar sem er mannaflsferk, aflar gjaldeyristekna og þarfnast lítils lánsfjármagns. Tækifæri sem horfa til framtíðar frekar en til fortíðar. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda í atvinnumálum á næstu misserum er að standast þrýsting um gamaldags lausnir á núverandi vanda þjóðarinnar. Þar dugar ekki að vísa til fagurra orða í stefnuyfirlýsingu um nýsköpun og sjálfbærni. Það þarf að standa við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Milli áranna 1990 og 1995 fór árlegur útflutningur á hugbúnaði úr nánast engu í 800 milljónir króna. Á sama tíma tvöfaldaðist útflutningur á fiskvinnsluvélum og rafeindavogum; sala lyfja og stoðtækja meira en tífaldaðist. Samtals var útflutningur hátæknigreina árið 1995 aðeins um 1% af gjaldeyristekjum. Árið 2006 skiluðu þær um 6% af gjaldeyristekjum og útflutningur á hugbúnaði losaði 6 milljarða króna. Ársvelta tölvuleikjafyrirtækisins CCP var orðin vel yfir 5 milljarða króna árið 2009. Og auðvelt að benda á fleiri þekkingarfyrirtæki sem eru orðin eða stefna í að verða stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Á sama tíma var ársvelta eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, HB Granda, um 20 milljarðar. Þessi grein er síðasta af þremur greinum okkar um tengsl atvinnustefnu og nýsköpunar. Markmið okkar er að benda á þá þverstæðu sem felst í því að hvetja til aukinnar auðlindanýtingar um leið og tækifæri blasa við til alþjóðlegra samkeppnishæfrar nýsköpunar.Þrátt fyrir bólu og hrun lifir vísir að alþjóðlegri nýsköpunÁ 20. öld þróaðist Ísland frá því að vera eitt af fátækustu ríkjum Evrópu í að vera eitt af þeim ríkustu sé tekið mið af þjóðartekjum á íbúa. Í kjölfar uppbyggingar á norrænu velferðarkerfi, útfærslu landhelginnar, markvissra fjárfestinga í sjávarútvegi, fríverslunarsamninga og allvíðtækrar einkavæðingar var hagkerfi landsins við upphaf 21. aldar eitt það opnasta í heimi, menntun að eflast, víðtæk fyrirtækjatengsl til staðar í mörgum atvinnugreinum, vísir að alþjóðlega samkeppnishæfri nýsköpun og góður aðgangur að erlendu fjármagni. Nokkrum árum síðar hrundi bankakerfið. Allt fram á miðjan áttunda áratuginn snerist nýsköpun á Íslandi fyrst og fremst að taka upp nýjungar að erlendri fyrirmynd. Vendipunkturinn varð þegar hægt var að umbreyta sjávarútvegstengdri þekkingu og verkfærni í þekkingu til framleiðslu á alþjóðlega samkeppnishæfum lausnum. Frumkvöðlar í sjávarútvegi opnuðu dyrnar og fljótlega fór að bera á svipuðum sprotum í öðrum atvinnugreinum, s.s. Össur sem nýtti sér nýjungar í efnistækni til þróunar stoðtækja. Fjölþætt menntun erlendis tók að skila sér í hagnýtum verkefnum á sviði útflutings. Í stað þess að styrkja þennan vísi að alþjóðlegri nýsköpun hafði einkavæðing og útrás bankanna þveröfug áhrif. Þrátt fyrir erfiða stöðu hafa á síðstu árum þróast allmörg þekkingarfyrirtæki sem hafa vaxið innan sérhæfðra markaða á alþjóðavettvangi og hafa nær allar sínar tekjur erlendis frá. Þessi fyrirtæki voru mörg hver ósýnileg þegar öll athyglin beindist að uppgangi fjármálakerfisins og stórtækra alþjóðlegra fjárfestinga. Í dag hafa mörg þeirra víðtæka möguleika til vaxtar en skortur á starfsfólki er að verða aðkallandi á sumum sviðum. Uppbygging á grunngerð netheima skapar fjölmörg ný tækifæriStærstu fyrirtæki heims segja oft til um þá grunngerð samfélagsins sem er að byggjast upp á hverjum tíma. Á 20 öldinni voru það olíufyrirtæki og bílaframleiðendur. Í lok aldarinnar var tölvutækni að breytast í upplýsingatækni og Microsoft var stærsta fyrirtæki heimsins. Nú er upplýsingatæknin orðin að netheimum og Google, sem var stofnað 1998, að verða eitt öflugasta fyrirtæki heims. YouTube var stofnað 2005 (nú í eigu Google), Wikipedia 2001, Skype 2006, Facebook 2004. Öll þessi fyrirtæki hafa fleiri hundruð milljónir notenda um allan heim og eru mikilvægur hluti af daglegu lífi margra Íslendinga, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Fimm árum eftir stofnun fésbókarinnar vísaði forseti Íslands til undirskrifta á þeim vettvangi sem meginröksemd fyrir að hafna niðurstöðu meirihluta Alþingis í IceSave-deilunni. Í netheimum er uppbygging í fullum gangi, bæði á grunngerð og framboði á þjónustu. Þar eru fjölmörg verkefni fyrir handverksfólk á sviði tækni og lista því svipað og í raunheimum þarf tækni, notagildi og fagurfræði að spila saman ef vel á að vera. Hugmyndir flæða á milli net- og raunheima sem hafa gangkvæm áhrif hver á annan. Fámenni eyríkisins takmarkar ekki stærð markaðarins, flutningskostnaður er óverulegur og lítil sem engin fjárfesting í tækjum og búnaði. Það sem þarf er fólk sem skilur þarfirnar og hefur sérþekkingu og færni til að uppfylla þær. Hér er aðalatriðið að nú þegar er búið að leggja til meginforsendurnar hér á Íslandi til þess að taka þátt í þessari uppbyggingu; menntakerfi og starfsvettvang. Ekki þarf stórfelldar fjárfestingar með lánsfjármagni sem ekki er til. Menntakerfið er hluti þeirra samgæða sem almenn sátt er um og starfsvettvangurinn byggir á grunngerð Internetsins sem er að mestu til staðar. Flöskuhálsinn er í flestum tilfellum fólkið. Úreltar lausnir mega ekki byrgja sýnHér er komið að þeirri alvarlegu þverstæðu sem bent hefur verið á í greinunum tveimur sem þegar hafa verið birtar. Að litið sé á að samfélagið sé á tæknistigi millistríðsáranna og að ríkisvaldið þurfi að hafa frumkvæðið með því að leggja fram fjármuni til að búa til atvinnutækifæri. Að það sé talið árangursríkt að þróa og efla starfsgreinar með óhagkvæmum fjárfestingum sem skili fáum störfum. Að hægt sé að ganga stöðugt lengra í nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda í nafni sjálfbærni. Á sama tíma virðast blasa við ótakmörkuð tækifæri til óefnislegrar og alþjóðlegrar nýsköpunar sem er mannaflsferk, aflar gjaldeyristekna og þarfnast lítils lánsfjármagns. Tækifæri sem horfa til framtíðar frekar en til fortíðar. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda í atvinnumálum á næstu misserum er að standast þrýsting um gamaldags lausnir á núverandi vanda þjóðarinnar. Þar dugar ekki að vísa til fagurra orða í stefnuyfirlýsingu um nýsköpun og sjálfbærni. Það þarf að standa við þau.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun