Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? 1. október 2010 06:00 Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar