Háskólarannsóknir á tímum kreppu og hlutverk háskóla 1. október 2010 10:32 Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Við teljum að þessi tímamót kalli á umræðu um hlutverk íslenskra háskóla. Í þessum greinaflokki munum við beina sjónum okkar að rannsóknarhlutverki háskóla. Háskólar eru fyrst og fremst mennta- og rannsóknastofnanir. Hlutverk þeirra er að stunda rannsóknir og mennta fólk og þjálfa til sérhæfðra starfa. Menntunin er tvenns konar. Annars vegar grunn- eða starfsmenntun og hins vegar rannsóknarmenntun, doktorsnám, en það felur í sér þjálfun í að takast á við viðfangsefni sem enginn hefur glímt við áður. Doktorsnámið felst í rannsóknastörfum og fer fram undir handleiðslu kennara sem hafa reynslu af rannsóknavinnu. Kennararnir aðstoða nemana við að móta og setja fram tilgátur sem síðan eru prófaðar með rökleiðslu, tilraunum eða greiningu á gögnum. Markmið rannsóknastarfa er að leita svara við hinu óþekkta og þjálfa ungt fólk í að beita þekkingu sinni. Öflugt vísindastarf er háskólum og vísindastofnunum afar mikilvægt. Með því fæst einkum þrennt: i) Kennarar stofnunarinnar verða betur tengdir við það nýjasta í fræðunum og geta því betur miðlað nýjustu þekkingu til nemenda sinna; ii) Stofnunin nýtur trausts í samfélaginu enda vitað að þar eru vísindamenn sem þekkja til tiltekinna málaflokka og geta talað um þá af hlutleysi og þekkingu; iii) Með öflugu vísindastarfi skapast möguleikar á rannsóknatengdri nýsköpun en það er sú nýsköpun sem gefur mestan arð. Úr grunnrannsóknum verður til ný þekking sem er forsenda nýsköpunar sem getur leitt af sér viðskiptahugmyndir og atvinnutækifæri. Um þetta eru ótal dæmi, stór og smá. Slík þekkingarsköpun ásamt menntun ungs fólks er því hið óumdeilda og verðmæta samfélagslega hlutverk háskóla. Um allan heim eru gæði háskóla metin út frá rannsóknavirkni þeirra. Á þessu eru fáar undantekningar. Hér á landi hafa nýlega verið sett lög sem skilgreina hlutverk háskóla víðar en víðast er gert. Í lögunum segir: „Hann [háskólinn] miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar." Þann 26. júní sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem hún nefndi „Hlutverk og ábyrgð háskóla". Þar leggur hún til að háskólar beini sjónum sínum í auknum mæli að samfélagslegu hlutverki sínu, frekar en að einblína á að efla gæði kennslu og rannsókna. Við erum ósammála ráðherra um þetta. Að andvaraleysi og skortur á samræðu háskólafólks við samfélagið hafi átt veigamikinn þátt í hruninu er að okkar mati heldur ekki rétt ályktun. Miklu nær væri að spyrja hvort háskólasamfélagið hafi ekki verið of veikt til að bregðast við umhverfinu. Geta háskóla til að sinna samfélagslegu hlutverki sínu er í beinu sambandi við rannsóknavirkni þeirra. Það er lítið mark takandi á háskóla sem ekki tekur rannsóknahlutverk sitt alvarlega. Slíkur háskóli getur ekki haft þau áhrif á samfélag sitt sem allar þjóðir leitast eftir: hlutlausa, faglega umfjöllun, rannsóknatengda nýsköpun og almenna eflingu þekkingar. Allir geta verið sammála um það að sú þekking sem verður til í háskólum þarf að nýtast eins og kostur er við að bæta samfélagið. En það er ekki og á ekki að vera á ábyrgð háskólanna einna að það gerist. Vísindamenn eru ekki ráðnir til háskóla til að fræða almenning eða þjóna samfélaginu á annan hátt en að sinna sínu grunnhlutverki, þ.e. mennta háskólanema og stunda vísindi. Þeir eru þó ávallt reiðubúnir til að upplýsa og fræða þegar eftir því er leitað eins og sjá má daglega í fjölmiðlum landsins. Að leggja aukna áherslu á önnur hlutverk háskólamanna þegar ljóst er að rannsóknarinnviðir eru veikir og litlu fjármagni er veitt til kennslu mun að öllu óbreyttu rýra starf háskóla.Nú eiga Íslendingar sjö háskólastofnanir. Engin þeirra kemst á blað yfir fimm hundruð fremstu háskólastofnanir heims, hvað þá hærra. Fjöldi háskóla á Norðurlöndunum eru á lista yfir bestu menntastofnanir heims og því ekkert sem útilokar að Ísland nái árangri hvað þetta varðar. Til að svo megi verða þarf að efla háskólana, einkum hvað rannsóknir og gæðamat varðar. Þetta kallar á endurskipulagningu og uppstokkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Við teljum að þessi tímamót kalli á umræðu um hlutverk íslenskra háskóla. Í þessum greinaflokki munum við beina sjónum okkar að rannsóknarhlutverki háskóla. Háskólar eru fyrst og fremst mennta- og rannsóknastofnanir. Hlutverk þeirra er að stunda rannsóknir og mennta fólk og þjálfa til sérhæfðra starfa. Menntunin er tvenns konar. Annars vegar grunn- eða starfsmenntun og hins vegar rannsóknarmenntun, doktorsnám, en það felur í sér þjálfun í að takast á við viðfangsefni sem enginn hefur glímt við áður. Doktorsnámið felst í rannsóknastörfum og fer fram undir handleiðslu kennara sem hafa reynslu af rannsóknavinnu. Kennararnir aðstoða nemana við að móta og setja fram tilgátur sem síðan eru prófaðar með rökleiðslu, tilraunum eða greiningu á gögnum. Markmið rannsóknastarfa er að leita svara við hinu óþekkta og þjálfa ungt fólk í að beita þekkingu sinni. Öflugt vísindastarf er háskólum og vísindastofnunum afar mikilvægt. Með því fæst einkum þrennt: i) Kennarar stofnunarinnar verða betur tengdir við það nýjasta í fræðunum og geta því betur miðlað nýjustu þekkingu til nemenda sinna; ii) Stofnunin nýtur trausts í samfélaginu enda vitað að þar eru vísindamenn sem þekkja til tiltekinna málaflokka og geta talað um þá af hlutleysi og þekkingu; iii) Með öflugu vísindastarfi skapast möguleikar á rannsóknatengdri nýsköpun en það er sú nýsköpun sem gefur mestan arð. Úr grunnrannsóknum verður til ný þekking sem er forsenda nýsköpunar sem getur leitt af sér viðskiptahugmyndir og atvinnutækifæri. Um þetta eru ótal dæmi, stór og smá. Slík þekkingarsköpun ásamt menntun ungs fólks er því hið óumdeilda og verðmæta samfélagslega hlutverk háskóla. Um allan heim eru gæði háskóla metin út frá rannsóknavirkni þeirra. Á þessu eru fáar undantekningar. Hér á landi hafa nýlega verið sett lög sem skilgreina hlutverk háskóla víðar en víðast er gert. Í lögunum segir: „Hann [háskólinn] miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar." Þann 26. júní sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem hún nefndi „Hlutverk og ábyrgð háskóla". Þar leggur hún til að háskólar beini sjónum sínum í auknum mæli að samfélagslegu hlutverki sínu, frekar en að einblína á að efla gæði kennslu og rannsókna. Við erum ósammála ráðherra um þetta. Að andvaraleysi og skortur á samræðu háskólafólks við samfélagið hafi átt veigamikinn þátt í hruninu er að okkar mati heldur ekki rétt ályktun. Miklu nær væri að spyrja hvort háskólasamfélagið hafi ekki verið of veikt til að bregðast við umhverfinu. Geta háskóla til að sinna samfélagslegu hlutverki sínu er í beinu sambandi við rannsóknavirkni þeirra. Það er lítið mark takandi á háskóla sem ekki tekur rannsóknahlutverk sitt alvarlega. Slíkur háskóli getur ekki haft þau áhrif á samfélag sitt sem allar þjóðir leitast eftir: hlutlausa, faglega umfjöllun, rannsóknatengda nýsköpun og almenna eflingu þekkingar. Allir geta verið sammála um það að sú þekking sem verður til í háskólum þarf að nýtast eins og kostur er við að bæta samfélagið. En það er ekki og á ekki að vera á ábyrgð háskólanna einna að það gerist. Vísindamenn eru ekki ráðnir til háskóla til að fræða almenning eða þjóna samfélaginu á annan hátt en að sinna sínu grunnhlutverki, þ.e. mennta háskólanema og stunda vísindi. Þeir eru þó ávallt reiðubúnir til að upplýsa og fræða þegar eftir því er leitað eins og sjá má daglega í fjölmiðlum landsins. Að leggja aukna áherslu á önnur hlutverk háskólamanna þegar ljóst er að rannsóknarinnviðir eru veikir og litlu fjármagni er veitt til kennslu mun að öllu óbreyttu rýra starf háskóla.Nú eiga Íslendingar sjö háskólastofnanir. Engin þeirra kemst á blað yfir fimm hundruð fremstu háskólastofnanir heims, hvað þá hærra. Fjöldi háskóla á Norðurlöndunum eru á lista yfir bestu menntastofnanir heims og því ekkert sem útilokar að Ísland nái árangri hvað þetta varðar. Til að svo megi verða þarf að efla háskólana, einkum hvað rannsóknir og gæðamat varðar. Þetta kallar á endurskipulagningu og uppstokkun.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun