Háskólar í mótun 1. október 2010 06:00 Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun