Fleiri fréttir

Samkeppnishæft skattkerfi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti mikla skammadembu yfir atvinnurekendum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um skattamál í gær. Það fer ekki á milli mála að verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur er á milli fjármálaráðherrans og samtaka atvinnurekenda um það hvernig skattaumhverfi fyrirtækja á að vera, þar með talið hvað rétt sé að skattarnir séu háir.

Samgöngumiztök

Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum.

Um baktjöld þagnar háskólamanna

Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið.

Óréttlætið er líka óhagkvæmt

Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þ

Kirkjustarf í anda Krists

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst.

Ríkisstjórn áfölskum forsendum

Ég hafði óbilandi trú á þessari ríkisstjórn þegar hún tók við völdum. „Mér blæðir það í augum sem Íslendingi" hvað aðgerðarleysi hennar í málefnum heimilanna hefur verið algjört. Þau komust til valda algjörlega á fölskum forsendum. Ég er svo yfir mig gáttaður á getuleysi þessarar ríkisstjórnar, slæm var stjórnin sem var fyrir en þessi stjórn er að slá öll met í verkleysi og vankunnáttu.

Af atvinnusköpun og fjöldamorðum

Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði.

Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða?

Tryggvi Felixson skrifar

Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List).

„Þegar eftirlitið vantar“

Lúðvíg Lárusson skrifar

Kveikjan að greininni er vegna skýrslunnar um vistheimilin að Jaðri, Silungapolli og Reykjahlíð. Brynja, fréttakona Kastljóssins, ræddi við Rósu Ólöfu um dvöl hennar í Reykjahlíð og spurði hvernig hún telji stöðuna í dag. Rósa Ólöf svaraði að vegna fátæktar eru börn enn í dag látin axla ábyrgð langt umfram getu sína. Enn má spyrja hvort ofbeldi, kynferðislegt sem andlegt sé enn við lýði í dag.

Lækin tifa létt um skráða heima

Mannkyn hefur nú fengið eina aðferð í viðbót til að tjá tilfinningar sínar. Fésbókin, Snjáldra eða bara Feisið býður notendum sínum upp á að láta í ljósi velvild eða samþykki með því að líka við viðkomandi einstakling eða efni. Þessi þóknun eða aðdáun felst í því að smella á orðið LIKE sem finnst alls staðar þar sem einhver tjáning á sér stað á síðunni og gefa þannig til kynna velþóknun sína á málefnum, ljósmyndum, skoðunum, athugasemdum við skoðanir og þannig mætti lengi telja. Sumir verða jafnvel háðir þess háttar viðurkenningu, setja inn margar skoðanir, myndir eða myndbönd á dag og eru svo allan daginn að athuga hvað fólki finnst um það.

Krónan sem kúgunartæki

Þorvaldur Gylfason skrifar

Færeyingar og Danir hafa í reyndinni notað evruna sem gjaldmiðil frá upphafi 1999, án þess að færeyskir útvegsmenn eða aðrir hafi séð ástæðu til að kvarta undan því fyrirkomulagi. Danir hafa kosið að negla gengi dönsku

Nám kennara og börn með ADHD

Ingibjörg Karlsdóttir skrifar

Í námi kennara hérlendis er takmörkuð umfjöllun um ADHD (athyglisbrest og ofvirkni). Kennarar almennt hafa því við útskrift ekki nauðsynlega þekkingu á viðeigandi kennsluaðferðum sem skila árangri í vinnu með börnum með ADHD og skyldar raskanir. Umsjónarkennarar bera þó meginábyrgð á

Nauðsynlegur orðhengilsháttur

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa?

Slembilukkunnar lof

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys.

Því að lifa í friði langar jú alla til

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa sagt skálmöld í miðborg Reykjavíkur um nætur stríð á hendur; ofbeldi af öllum toga: kynferðisbrotum, barsmíðum og hótunum.

Meðferðarheimili og löggjöfin

Vegna þess sem komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið um að eftirspurn eftir plássum á meðferðarheimilum væri minni en framboð og MST-meðferðarkerfið talið vera m.a. skýring á því, er nauðsynlegt að opna aðeins inn á þá umræðu hér. Til að byrja með er vert að benda á það að

Laun varaborgarfulltrúa

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa.

Atvinnutækifærin sem bíða

Við Íslendingar þurfum nú að ná sátt um atvinnuuppbyggingu og stuðla að varanlegum og fjölbreyttum störfum fyrir bæði það fólk sem misst hefur vinnuna en ekki síður það unga fólk sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á komandi árum. Það er affarasælast fyrir okkur að leggja kapp á að skapa störf og tekjur og brúa þannig bilið í ríkisfjármálum fremur en að sýna andvaraleysi í atvinnumálum og hækka skatta. Þetta eru engin ný sannindi en þau eiga vel við nú.

Glatað tækifæri?

Ólafur Stephensen skrifar

Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm.

Hressingarskálinn við Austurvöll

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég verð stundum alveg gáttaður á aðgerðum stjórnmálamanna. Það er þó ekki vegna þess að ég hafi ekki skilning á þeirra æðsta takmarki sem er jú lýðhylli. Ég veit vel, rétt eins og þeir sjálfir, að án fylgis koma þeir engu til leiðar frekar en bensínlaus bíll.

Hræðsluáróður um ORF Líftækni

Eiríkur Sigurðsson skrifar

Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum.

Atvinnustefna og nýsköpun

Örn D. Jónsson og Rögnvaldur Sæmundsson skrifar

Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um atvinnustefnu í kjölfar hruns bankakerfisins. Flestir eru á því að stjórnvöld eigi að grípa til aðgerða til þess að forðast atvinnuleysi og flýta endurreisn. Reynslan sýnir að hvorugu markmiði er hægt að ná á árangursríkan hátt án nýsköpunar.

Sannleikurinn mun gera yður frjálsa

Þorkell Helgason skrifar

Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga.

Erfið staða á Alþingi

Pétur Gunnarsson skrifar

Alþingismenn glíma nú við það verkefni að vinna úr þingsályktunartillögum þingmannanefndar sem kennd er við Atla Gíslason. Leikreglurnar sem fylgt er voru ákveðnar þegar rannsóknarnefnd Alþingis var sett á laggirnar af ríkisstjórninni sem var við völd haustið 2008. Vonir um að Alþingi gæti náð sátt um úrvinnslu skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru farnar veg allrar veraldar.

Guð vors lands

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Er þjóðsöngur Íslendinga úreltur? Ýmsir félagsfræðingar, t.d. Robert Bellah, hafa sýnt að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemnings- og samstöðuhlutverki, heldur líka trúarlegu hlutverki. Gildir einu hvort sem texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Þetta hlutverk varðar helgun og fullgildingu þjóðar.

Óþol og áræði

Sverrir Jakobsson skrifar

Það er sérkennileg tilfinning að keyra á leyfðum hámarkshraða eftir hraðbraut í Reykjavík og horfa á hvern bílinn á fætur öðrum æða fram úr. Ekki er það gert til þess að komast hraðar á áfangastað því að undantekningarlaust rekst maður á alla þessa bíla aftur á næstu

Skinhelgi kirkjunnar

Reynir Harðarson skrifar

Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum. Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð“. Þannig hljóðar hluti nýlegrar bloggfærslu Egils Helgasonar, sem hann kallar „Jól hjá

Alþingi niðurlægt

Hjörtur Hjartarson skrifar

Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi,

Vindsperringur viðskiptalífsins

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga?

Holan dýpkar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Með hverju álitinu sem kemur fram um lögmæti kaupa Magma Energy á meirihlutanum í HS orku virðist ríkisstjórnin hverfa dýpra ofan í holuna sem hún hefur grafið í Magma-málinu.

Bara ef ljótan væri algild

Sólveig Gísladóttir skrifar

Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa.

Orð öreigans

Sverrir Hermannsson skrifar

Hinn 20. nóvember 2007 átti fréttamaður Stöðvar 2, Sigmundur Ernir, viðtal við Finn fátæka Ingólfsson.

Mannréttindi tryggð

Eygló Harðardóttir skrifar

Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum.

Er Facebook hættuleg?

Þorbjörg Marinósdóttir skrifar

Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar.

Kögunarhóll: Uppgjörið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Er rétt að ákæra ráðherra vegna athafna eða athafnaleysis? Hafi hann brotið gegn skýru refsiákvæði er svarið já. Leiki vafi þar á er svarið nei.

Þögnin rofin

Ólafur Stephensen skrifar

Ótrúlega margir þolendur kynferðisafbrota hafa ekki sagt til þeirra sem gerðu á hlut þeirra fyrr en löngu síðar og jafnvel aldrei. Ótrúlega margir hafa byrgt afar þungbæra reynslu af alvarlegum glæp innra með sér. Sumir hafa orðið fyrir öðru áfalli þegar þeir hafa sagt frá glæpnum, en jafnvel fjölskylda og vinir hafa ekki trúað þeim eða þá ráðlagt þeim að þegja áfram og gera málið ekki opinbert. Sumir hafa haft kjark til að leita

Alkemistinn

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Það er rétt hjá Andra Snæ Magnasyni að það getur oft verið gagnlegt til að varpa ljósi á hlutina að tala um þá á útlensku. Prófið til dæmis að segja erlendum viðmælanda ykkar frá því að gnægð náttúruauðlinda sé slík á Íslandi (hlutfallslega) að landið sé eitt ríkasta land heims. Segið sama manni að við eigum við stórkostlega efnahagslega erfiðleika að stríða og það sé hópur fólks sem ekki vilji nýta þessar auðlindir til hagsbóta fyrir alla

Ráðuneyti ekki lögð niður

Ásmundur Einar Daðason skrifar

Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti.

Ráðherrar og níumenningarnir

Birna Gunnarsdóttir skrifar

Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur

Málaflokkur á tímamótum

Guðbjartur Hannesson skrifar

Töluverð umræða hefur orðið um þjónustu við fatlaða í kjölfar nýútkominnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um efnið. Sumir kalla skýrsluna áfellisdóm yfir skipulagi og framkvæmd þjónustunnar og draga jafnvel þá ályktun að ekki sé tímabært að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga. Þetta get ég ekki tekið undir. Þvert á móti eigum við að horfa fram á við og nýta uppbyggilega gagnrýni til góðra verka.

Sjá næstu 50 greinar