Fleiri fréttir

Væri hér vinstri stjórn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ef hér væri vinstri stjórn myndi Póstur og sími vera tekinn af Bakkabræðrum. Þá gætum við hringt í Símann þegar eitthvað bilar án þess að hlusta í hálftíma á þungarokk rofið af og til með „þú ert númer áttahundruð í röðinni, viltu nokkuð vera að bíða lengur?“ Okkur fyndist kannski Póstur&Sími ekkert rosalega sexí en við hefðum samt aftur á tilfinningunni að þetta væri okkar fyrirtæki en við ekki þegnar þess.

Kreppa er jafnréttisteppa

Gerður Kristný skrifar

Mánudaginn 25. október, eftir aðeins tvær vikur, halda íslenskar konur kvennafrídag og minnast um leið kvennafrísins mikla fyrir 35 árum. Klukkan 14.25 þennan dag leggja því vonandi sem flestar okkar niður vinnu og sýna þar með hvað vinnuframlag okkar er samfélaginu mikilvægt. Tímasetningin er engin tilviljun því samkvæmt fróðum freyjum hafa íslenskar konur þegar unnið fyrir laununum sínum kl. 14.25 og ættu því í raun alltaf að geta stimplað sig út á þessum tíma. Konur eiga nefnilega enn langt í land með að ná sömu launum og karlar.

Tími óvinsælda

Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn.

Hvað getum við gert?

Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórnar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð.

Meira um Landsdóm og réttlætiskennd

Settur saksóknari komst að þeirri niðurstöðu eftir að skýrsla RNA lá fyrir að ekki væri „að svo stöddu tilefni til að efna til sakamálarannsóknar“ á hendur þremur fyrrv. bankastjórum Seðlabankans né forstjóra FME. Þessir virðast því vera lausir allra mála.

Sýndarlýðræði

Pawel Bartozsek skrifar

Árið 1971 er merkilegt ár í íslenskri kosningasögu. Það er eina skiptið á lýðveldistímanum sem kjósendum tókst að koma ríkisstjórn frá í almennum kosningum, með þeim hætti að stjórnin tapaði völdum og stjórnarandstaðan tók við. Í öðrum kosningum, hafa ríkisstjórnir haldið velli, og þá sjaldan sem þær hafa fallið hafa menn stoppað upp í stjórnarsamstarfið eða skipt út hluta stjórnarinnar.

Fæðingarorlof er grunnþjónusta

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fæðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.

Leitin að ljúfa október

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Mér hefur alltaf þótt vænt um október. Þá ná haustlitirnir hámarki í allri sinni dýrð, uppnámið sem skapast í septem­ber þegar nýjar skorður eru settar á daglegt líf eftir upplausn sumarleyfa er að baki og veturinn blasir við, fullur af bókum og tónlist, kertaljósi og notalegum kulda.

Brugðist við gagnrýni

Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar.

Stjórnlagaþings- og landsdómssull

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið.

Ísland – hvað nú?

Róbert Marshall skrifar

Það fór ekki á milli mála að mótmælendum á Austurvelli á mánudag var heitt í hamsi. Þeir köstuðu öllu lauslegu að Alþingishúsinu; eggjum, grjóti og varaþingmanninum Óla Birni Kárasyni.

Hvað á þetta að þýða!

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra var fyrirsögn fréttar á Vísir.is í gær. Svo ég vitni nánar í fréttina átti á fundinum að ræða aðgerðir til að koma til móts við skuldavanda heimilanna! Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar mætti en í Fréttablaðinu í gær var haft eftir forsætisráðherranum á forsíðunni að stjórnarandstaðan hefði víst ekki tekið vel í samstarf.

Ekki meir, ekki meir

Svavar Gestsson skrifar

Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd?

Réttlætiskennd misboðið

Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning".

Enn um nýja stjórnarskrá

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnarskráin, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944, var sniðin eftir dönsku stjórnarskránni og er enn í meginatriðum samhljóða henni.

Samvinna um skuldavanda og atvinnu

Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu.

Nýja orkustefnu strax!

Björk Guðmundsdóttir skrifar

Þann 17. september kom út skýrsla nefndarinnar um orku- og auðlindamál sem átti m.a. að fjalla um sölu HS Orku til Magma. þetta eru mjög áhugaverðar 93 blaðsíður sem væri vel hægt að nota sem upphaf á stefnu þjóðarinnar í umhverfismálum og umgengni á auðlindunum, bæði til sjávar og lands. Þegar skýrslan kom út voru nefndarmenn spurðir hvort skúffan í Svíþjóð væri lögleg eða ekki.

Varðandi vinnuframlag Ásbjörns Óttarssonar - opið bréf

Úlfur Eldjárn skrifar

Kæri Ásbjörn. Það hefur kannski farið fram hjá þér að þegar listamannalaun eru veitt hafa ákveðin verkefni verið lögð til grundvallar umsókninni. Svíkist listamaðurinn um að vinna þessi verkefni eru launin tekin af honum.

Síðasta tækifæri pólitíkusanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóð­félaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni.

Sáttameðferð við hjónaskilnaði

Leifur Runólfsson skrifar

Að skilja við maka er jafnstór ef ekki stærri ákvörðun en að ganga í hjúskap. Þegar fólk ákveður að enda hjúskap, þá lýkur stórum kafla í lífi viðkomandi aðila og tengdum aðilum.

Aularnir halda áfram í keiluskorun á Alþingi

Friðrik Indriðason skrifar

Vissir alþingismenn ætla að láta mótmælin fyrir utan Alþingi í vikunni sem vind um eyrun þjóta. Hlusta sennilega ekki á annað en eigið lýðskrum í ræðustól. Reyna hvað þeir geta að „skora keilur“ í hugum dyggra flokksmanna.

Nú er nóg komið

Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir skrifar

Enn er niðurskurðarhnífnum beint að Suðurnesjum, nú með mun óvægnari hætti en fyrr. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gert að spara 400 milljónir eða sem svarar 25% af

Hreinsunardeild réttlætisins

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund.

Hvað er að óttast?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegsmál verða einn erfiðasti málaflokkurinn. Andstæðingar ESB-aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norðmenn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu.

Gull í kóngssorpinu

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frekar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherrum þessara þjóða, nú á niðurskurðartímum, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu.

Beðið um vantrauststillögu

Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda.

Fjölgum störfum á Íslandi

Orri Hauksson skrifar

Upplýsingafulltrúi BSRB, Kolbeinn Óttarsson Proppé, víkur sterkum orðum að undirrituðum og Samtökum iðnaðarins í grein hér í blaðinu. Taldi hann okkur reyna að varpa rýrð á opinbera starfsmenn og beita til þess talnablekkingum.

Stalín eða stjórnarskráin?

Sverrir Jakobsson skrifar

Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008.

Þverbrestur þingsins

Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð.

Kosið um álver og stjórnlagaþing?

Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk.

101 Öxará

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrarnesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með fimm ára drengjum okkar.

Sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherranna

Ólafur Arnberg skrifar

Nú hefur ofur Jón sjávarútvegsráðherra stigið fram enn einu sinni til bjargar lítilmagnanum og bíður nú til leigu 400 tonna skötuselskvóta á sama verði og í fyrra, en það var 120 kr á kg og lætur nærri að vera 30% af brúttó söluverði á slægðum skötusel upp úr sjó sem er raunhæft leiguverð aflaheimilda og er þá sama við hvaða fisktegund er átt. Við sölu afla frá skipi tekur útgerðin 30% af óskiptu sem í daglegu tali heitir kostnaðarhlutdeild.

Atlaga að mannréttindum

Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Í upphafi þessa bréfs vil ég biðjast afsökunar á því að það kann að vera harðorðara en títt er með slík bréfkorn. Og ég afsaka mig með því að þær tilfinningar sem stuðla að skrifum þessum eru svo gífurleg reiði og sorg yfir skammsýni ráðamanna að engu tali tekur. Og nú er mælirinn fullur.

Siðað samfélag

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Alþingishúsið og dómkirkjan við Austurvöll eru ekki kuldalegar og yfirlætisfullar byggingar eins og fylltu Borgartúnið í Bólunni. Þær spjátra sig ekki. Þær segja ekki: Sjáið stærðina, sjáið valdið, auðinn, ósnertanleikann - hér uppi erum við, þarna niðri eruð þið.

Pólitískt skipað í stöður?

Margrét Björnsdóttir skrifar

Ef stjórnmálamenn hefðu átt að læra eitthvað af hruninu, þá var það, að velja ekki í embætti samkvæmt flokkspólitískum sjónarmiðum. Embættismennirnir Davíð Oddsson, Finnur Ingólfsson og Páll Gunnar Pálsson voru allir skipaðir í embætti út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en ekki hæfni. Allir áttu þeir þátt í að reisa íslensku þjóðinni bálköst í formi einkavædds bankakerfis, með liðónýtu slökkviliði.

Sönn íslensk furðusaga

Júlía Margrét Alexadersdóttir skrifar

Fyrir um þremur árum vaknaði ég einn morguninn upp við þá undarlegu tilfinningu að talfæri mín væru andsetin. Málstöðvarnar höfðu fundið drekasvæði blótsyrða í heilabúinu.

SI lýgur með tölum

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum.

Peningarnir eru ekki til

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann.

(Önnur) vanhæf ríkisstjórn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óþægilegar minningar frá mótmælunum í janúar í fyrra hafa vafalaust sótt á marga er fréttir bárust af mótmælaaðgerðum á Austurvelli við setningu Alþingis í gær.

Ekki misþyrma Jóni með leiðindum

Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum.

Sjá næstu 50 greinar