Gull í kóngssorpinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. október 2010 06:00 Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frekar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherrum þessara þjóða, nú á niðurskurðartímum, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu. Þó ég hafi ekki áhuga á þessum lýð hef ég ekki komist hjá því að sjá uppskrúfaðar samkundur hans. Þá finn ég svo til við að sjá svo stóran hóp af veruleikafirrtu fólki að ég reyni að sannfæra mig um að þarna eigi sér stað grímuball sem stofnað hafi verið til af gamansemi. Þó kemst ég ekki heldur hjá því að bera vott af lotningu fyrir tveimur persónum úr þessum ankannalega hópi. Fyrstan skal þar nefna Jóhann Karl Spánarkonung. Ástæðurnar fyrir lotningunni eru tvær. Í fyrsta lagi má segja að hann hafi unnið fyrir því að vera einhvers konar þjóðarleiðtogi. Í örðu lagi virðist vera lífsmark með karli og sker hann sig þannig úr í þessu þurrprumpuliði. Jóhanni Karli fórst það nefnilega vel úr hendi að koma á lýðræði hér á Spáni eftir valdatíma Francos en best stóð hann sig þegar herinn gerði valdaránstilraun árið 1981. Þá komu vopnaðir byssubrandar inn í þingið í miðri atkvæðagreiðslu sem sjónvarpað var um allt land. Sögðu þeir undir dynjandi byssuhvelli að nú væri herinn búinn að taka völdin. Kóngur ávarpaði þá þjóð sína og bað hana ekki örvænta, engin stjórn tæki við fyrr en kóngur kvittaði upp á slíkt og það stæði ekki til. Valdaræningarnir treystu sér ekki til að koma kóngi fyrir kattarnef né áttu þeir mótleik við neitun hans. Ekki heyri ég oft talað um Jóhann Karl hér í hversdagslegu spjalli. En þó hef ég heyrt þær getgátur að valdaránstilraunin hafi verið spuni úr smiðju hans, til þess ætluð að koma þeim skilaboðum á framfæri að Spáni yrði ekki hnikað frá lýðræðisátt. Reynist þetta satt má margfalda þessa lotningu mína með tveimur. Eins er sagt að kóngsi eigi það til að stinga varðsveit sína af, dressa sig upp í leður og fara um óáreittur á mótorfák sínum um spænskar sveitir. Það rennur sem sagt í honum bláa blóðið. Hin undantekningin er Mary krónprinsessa Dana en um þá lotningu mína verður ekki fjölyrt hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frekar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherrum þessara þjóða, nú á niðurskurðartímum, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu. Þó ég hafi ekki áhuga á þessum lýð hef ég ekki komist hjá því að sjá uppskrúfaðar samkundur hans. Þá finn ég svo til við að sjá svo stóran hóp af veruleikafirrtu fólki að ég reyni að sannfæra mig um að þarna eigi sér stað grímuball sem stofnað hafi verið til af gamansemi. Þó kemst ég ekki heldur hjá því að bera vott af lotningu fyrir tveimur persónum úr þessum ankannalega hópi. Fyrstan skal þar nefna Jóhann Karl Spánarkonung. Ástæðurnar fyrir lotningunni eru tvær. Í fyrsta lagi má segja að hann hafi unnið fyrir því að vera einhvers konar þjóðarleiðtogi. Í örðu lagi virðist vera lífsmark með karli og sker hann sig þannig úr í þessu þurrprumpuliði. Jóhanni Karli fórst það nefnilega vel úr hendi að koma á lýðræði hér á Spáni eftir valdatíma Francos en best stóð hann sig þegar herinn gerði valdaránstilraun árið 1981. Þá komu vopnaðir byssubrandar inn í þingið í miðri atkvæðagreiðslu sem sjónvarpað var um allt land. Sögðu þeir undir dynjandi byssuhvelli að nú væri herinn búinn að taka völdin. Kóngur ávarpaði þá þjóð sína og bað hana ekki örvænta, engin stjórn tæki við fyrr en kóngur kvittaði upp á slíkt og það stæði ekki til. Valdaræningarnir treystu sér ekki til að koma kóngi fyrir kattarnef né áttu þeir mótleik við neitun hans. Ekki heyri ég oft talað um Jóhann Karl hér í hversdagslegu spjalli. En þó hef ég heyrt þær getgátur að valdaránstilraunin hafi verið spuni úr smiðju hans, til þess ætluð að koma þeim skilaboðum á framfæri að Spáni yrði ekki hnikað frá lýðræðisátt. Reynist þetta satt má margfalda þessa lotningu mína með tveimur. Eins er sagt að kóngsi eigi það til að stinga varðsveit sína af, dressa sig upp í leður og fara um óáreittur á mótorfák sínum um spænskar sveitir. Það rennur sem sagt í honum bláa blóðið. Hin undantekningin er Mary krónprinsessa Dana en um þá lotningu mína verður ekki fjölyrt hér.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun