Fjölgum störfum á Íslandi Orri Hauksson skrifar 5. október 2010 06:00 Upplýsingafulltrúi BSRB, Kolbeinn Óttarsson Proppé, víkur sterkum orðum að undirrituðum og Samtökum iðnaðarins í grein hér í blaðinu. Taldi hann okkur reyna að varpa rýrð á opinbera starfsmenn og beita til þess talnablekkingum. Hvorugt á við rök að styðjast. Samtök iðnaðarins hafa bent á það undanfarið að stórfelld kreppa og atvinnuleysi hefur ríkt í mörgum iðngreinum undanfarin þrjú ár en á meðan gefa opinber gögn til kynna að störfum í opinbera geiranum hafi fjölgað umtalsvert síðustu árin. Kolbeinn dregur í efa samanburðarhæfni tiltekinna talna Hagstofunnar milli ára, sem við höfum vitnað í, og byggir sínar stóryrtu ávirðingar á Samtök iðnaðarins þar á. Þetta réttlætir varla ásakanir á hendur Samtaka iðnaðarins um lygar og blekkingar enda snýst boðskapur okkar ekki um hver sé hárnákvæmur fjöldi opinberra starfsmanna á hverjum tímapunkti. Kolbeinn bendir réttilega á að nýlega hafi verið breytt um starfaflokkunarkerfi hjá Hagstofunni. Þannig kunna fjöldatölur starfsmanna í opinbera geiranum að undanförnu að vera mældar með örlítið mismunandi aðferðum eftir því sem tíminn líður. Þetta er hins vegar aukaatriði. Samtök iðnaðarins hafa engan ásetning um að bera á borð rangar tölur eða túlka þær á misvísandi hátt. Lykilatriðið er að óheyrilegur fjöldi starfa hefur tapast og samdráttur í þjóðarbúskapnum er mikill. Enn sem komið er hefur kreppan bara í takmörkuðu mæli birst þeim sem starfa í opinbera geiranum. Benda má á frétt Stöðvar 2 frá sl. sunnudagskvöldi, en þar kom fram að atvinnuleysi meðal þeirra sem störfuðu hjá hinu opinbera er um 2%, á meðan atvinnuleysi af almennum vinnumarkaði er um 9%. Þar kom einnig fram að sl. 10 ár hafi opinberum starfsmönnum fjölgað um 47%. Þessar tölur er tæpast hægt að draga í efa og eru til marks um að einkageirinn er að axla þyngstu byrðarnar vegna kreppunnar í formi mikils atvinnuleysis og minnkandi atvinnu. Vissulega stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir erfiðleikum enda er umtalsverður niðurskurður fram undan sem óhjákvæmilega mun valda fækkun starfa í þeim geira. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða að störfum í landinu þurfi að fækka. Samtök iðnaðarins hafa síður en svo horn síðu opinberra starfsmanna. Við erum öll Íslendingar, verkefnið er að fjölga störfum varanlega í landinu og gefa vinnufúsum höndum viðnám fyrir krafta sína, hvað sem vinnuveitandinn heitir í hverju tilviki. Atvinnulífið og heimilin greiða skattana sem hið opinbera ver til rekstrar síns í dag. Skuldir hins opinbera verða að sköttum á morgun. Hinn almenni vinnumarkaður og hið opinbera geta unnið ágætlega saman að því að draga úr kostnaði hins opinbera en fjölga um leið störfum í landinu og skjóta sterkari stoðum undir efnahag landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingafulltrúi BSRB, Kolbeinn Óttarsson Proppé, víkur sterkum orðum að undirrituðum og Samtökum iðnaðarins í grein hér í blaðinu. Taldi hann okkur reyna að varpa rýrð á opinbera starfsmenn og beita til þess talnablekkingum. Hvorugt á við rök að styðjast. Samtök iðnaðarins hafa bent á það undanfarið að stórfelld kreppa og atvinnuleysi hefur ríkt í mörgum iðngreinum undanfarin þrjú ár en á meðan gefa opinber gögn til kynna að störfum í opinbera geiranum hafi fjölgað umtalsvert síðustu árin. Kolbeinn dregur í efa samanburðarhæfni tiltekinna talna Hagstofunnar milli ára, sem við höfum vitnað í, og byggir sínar stóryrtu ávirðingar á Samtök iðnaðarins þar á. Þetta réttlætir varla ásakanir á hendur Samtaka iðnaðarins um lygar og blekkingar enda snýst boðskapur okkar ekki um hver sé hárnákvæmur fjöldi opinberra starfsmanna á hverjum tímapunkti. Kolbeinn bendir réttilega á að nýlega hafi verið breytt um starfaflokkunarkerfi hjá Hagstofunni. Þannig kunna fjöldatölur starfsmanna í opinbera geiranum að undanförnu að vera mældar með örlítið mismunandi aðferðum eftir því sem tíminn líður. Þetta er hins vegar aukaatriði. Samtök iðnaðarins hafa engan ásetning um að bera á borð rangar tölur eða túlka þær á misvísandi hátt. Lykilatriðið er að óheyrilegur fjöldi starfa hefur tapast og samdráttur í þjóðarbúskapnum er mikill. Enn sem komið er hefur kreppan bara í takmörkuðu mæli birst þeim sem starfa í opinbera geiranum. Benda má á frétt Stöðvar 2 frá sl. sunnudagskvöldi, en þar kom fram að atvinnuleysi meðal þeirra sem störfuðu hjá hinu opinbera er um 2%, á meðan atvinnuleysi af almennum vinnumarkaði er um 9%. Þar kom einnig fram að sl. 10 ár hafi opinberum starfsmönnum fjölgað um 47%. Þessar tölur er tæpast hægt að draga í efa og eru til marks um að einkageirinn er að axla þyngstu byrðarnar vegna kreppunnar í formi mikils atvinnuleysis og minnkandi atvinnu. Vissulega stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir erfiðleikum enda er umtalsverður niðurskurður fram undan sem óhjákvæmilega mun valda fækkun starfa í þeim geira. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða að störfum í landinu þurfi að fækka. Samtök iðnaðarins hafa síður en svo horn síðu opinberra starfsmanna. Við erum öll Íslendingar, verkefnið er að fjölga störfum varanlega í landinu og gefa vinnufúsum höndum viðnám fyrir krafta sína, hvað sem vinnuveitandinn heitir í hverju tilviki. Atvinnulífið og heimilin greiða skattana sem hið opinbera ver til rekstrar síns í dag. Skuldir hins opinbera verða að sköttum á morgun. Hinn almenni vinnumarkaður og hið opinbera geta unnið ágætlega saman að því að draga úr kostnaði hins opinbera en fjölga um leið störfum í landinu og skjóta sterkari stoðum undir efnahag landsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun