Sönn íslensk furðusaga Júlía Margrét Alexadersdóttir skrifar 4. október 2010 06:00 Fyrir um þremur árum vaknaði ég einn morguninn upp við þá undarlegu tilfinningu að talfæri mín væru andsetin. Málstöðvarnar höfðu fundið drekasvæði blótsyrða í heilabúinu. Lindir, sem ég hafði aldrei vitað að geymdu slík kjaftyrði, galopnuðust, og í nokkra mánuði var brunnur ófétisorða ótæmandi. Meðan ég romsaði út úr mér blótsyrðabunum, með neðanmálsathugasemdum þar sem ummælin voru útlistuð frekar, urðu staflar blóts og ragns til heima í stofu, nýyrði, sem lýstu fíflmennsku og fávitaskap af stakri nákvæmni. Stundum var nóg fyrir mig að sjá einhvern borða kleinu við vitlaust tilefni til að ég byrjaði. Fyrrverandi nágranni minn, eldri maður, þurfti að gangast undir heilauppskurð fyrir mörgum árum. Hann sagði mér að daginn sem hann vaknaði á spítalanum eftir aðgerð, hefði hann skyndilega hafið upp raust sína - á lýtalausri ensku. Áður hafði hann varla kunnað stakt orð í tungumálinu. Flökkusögur með svipuðu innihaldi hafa rekið á fjörur hérlendis, til dæmis var nýlega sagt frá stúlku í Kóreu í fjölmiðlum, sem vaknaði úr löngu dái, talandi reiprennandi þýsku. Ég hef lagt við hlustir þegar ég rekst á svona frásagnir í seinni tíð, eftir undarlega reynslu af eigin fúkyrðaflaumi. Ég fór að vísu ekki í heilauppskurð né fell ég í dá. Mínar málstöðvar umturnuðust þegar ég var ólétt og kannski er það ástæðan. Það er jú ýmislegt sem getur gerst á meðgöngu, háralitur breytist, sumir fá allt í einu ótal freknur og af hverju ætti maður ekki að geta vaknað upp í sama stuði og Richard Pryor. Sem betur fer gengu þessi umskipti að mestu leyti til baka. Það er að segja, innra með mér sveima að vísu heilu farþegaþoturnar troðfullar af glaðværum afbragðs fúkyrðafarþegum, sem halda að þeir séu á leið til Rífa kjaft del sol, en ég veit betur. Ég loka bara munninum og brosi. Ef einstaka farþegi dettur úr farrýminu bið ég nærstadda bara um að halda fyrir eyrun á mannfólki undir tólf ára og hafa mig afsakaða. Og hvað má svo af öllu þessu læra. Jú, til dæmis er það rangt að krullhærðar konur, undir 163 cm á hæð (já, hæðin skiptir máli, margir halda að fólk undir 165 cm á hæð sé alltaf í góðu skapi og starfi í mesta lagi léttlynt á verkstæði jólasveinsins), sem líta út eins og prúðar og ljúfar lady-ur á leið í lautartúr, séu endilega með góðan munnsöfnuð. Hitt er að flökkusögur eru stundum sannar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun
Fyrir um þremur árum vaknaði ég einn morguninn upp við þá undarlegu tilfinningu að talfæri mín væru andsetin. Málstöðvarnar höfðu fundið drekasvæði blótsyrða í heilabúinu. Lindir, sem ég hafði aldrei vitað að geymdu slík kjaftyrði, galopnuðust, og í nokkra mánuði var brunnur ófétisorða ótæmandi. Meðan ég romsaði út úr mér blótsyrðabunum, með neðanmálsathugasemdum þar sem ummælin voru útlistuð frekar, urðu staflar blóts og ragns til heima í stofu, nýyrði, sem lýstu fíflmennsku og fávitaskap af stakri nákvæmni. Stundum var nóg fyrir mig að sjá einhvern borða kleinu við vitlaust tilefni til að ég byrjaði. Fyrrverandi nágranni minn, eldri maður, þurfti að gangast undir heilauppskurð fyrir mörgum árum. Hann sagði mér að daginn sem hann vaknaði á spítalanum eftir aðgerð, hefði hann skyndilega hafið upp raust sína - á lýtalausri ensku. Áður hafði hann varla kunnað stakt orð í tungumálinu. Flökkusögur með svipuðu innihaldi hafa rekið á fjörur hérlendis, til dæmis var nýlega sagt frá stúlku í Kóreu í fjölmiðlum, sem vaknaði úr löngu dái, talandi reiprennandi þýsku. Ég hef lagt við hlustir þegar ég rekst á svona frásagnir í seinni tíð, eftir undarlega reynslu af eigin fúkyrðaflaumi. Ég fór að vísu ekki í heilauppskurð né fell ég í dá. Mínar málstöðvar umturnuðust þegar ég var ólétt og kannski er það ástæðan. Það er jú ýmislegt sem getur gerst á meðgöngu, háralitur breytist, sumir fá allt í einu ótal freknur og af hverju ætti maður ekki að geta vaknað upp í sama stuði og Richard Pryor. Sem betur fer gengu þessi umskipti að mestu leyti til baka. Það er að segja, innra með mér sveima að vísu heilu farþegaþoturnar troðfullar af glaðværum afbragðs fúkyrðafarþegum, sem halda að þeir séu á leið til Rífa kjaft del sol, en ég veit betur. Ég loka bara munninum og brosi. Ef einstaka farþegi dettur úr farrýminu bið ég nærstadda bara um að halda fyrir eyrun á mannfólki undir tólf ára og hafa mig afsakaða. Og hvað má svo af öllu þessu læra. Jú, til dæmis er það rangt að krullhærðar konur, undir 163 cm á hæð (já, hæðin skiptir máli, margir halda að fólk undir 165 cm á hæð sé alltaf í góðu skapi og starfi í mesta lagi léttlynt á verkstæði jólasveinsins), sem líta út eins og prúðar og ljúfar lady-ur á leið í lautartúr, séu endilega með góðan munnsöfnuð. Hitt er að flökkusögur eru stundum sannar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun