Hreinsunardeild réttlætisins Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 6. október 2010 06:00 Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun