Pólitískt skipað í stöður? Margrét Björnsdóttir skrifar 4. október 2010 06:00 Ef stjórnmálamenn hefðu átt að læra eitthvað af hruninu, þá var það, að velja ekki í embætti samkvæmt flokkspólitískum sjónarmiðum. Embættismennirnir Davíð Oddsson, Finnur Ingólfsson og Páll Gunnar Pálsson voru allir skipaðir í embætti út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en ekki hæfni. Allir áttu þeir þátt í að reisa íslensku þjóðinni bálköst í formi einkavædds bankakerfis, með liðónýtu slökkviliði. Ögmundur Jónasson, sem í liðinni viku tók þátt í því leikriti að skipa pólitískan aðstoðarmann Jóns Bjarnasonar í eftirsótt embætti í ráðuneyti Jóns, sagði; „ráðningin er á mína ábyrgð, ég svara einn fyrir það," þegar hann var spurður í Fréttablaðinu sl. laugardag um hverjir hafi lagt mat á hæfi hinna þrettán umsækjenda. Á Eyjunni bætir hann síðan við: „Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur." Hann vildi þó ekki svara því hverjir í ráðuneytinu lögðu mat á hæfi umsækjendanna. Frekari skýringar telur hann sig ekki skulda íslenskum almenningi. Er þetta ekki sama leikritið og þegar Árni Mathiesen var látinn skipa son Davíðs Oddssonar í dómaraembætti, í stað Björns Bjarnasonar, þvert á niðurstöður valnefndar? Ráðherra er vanhæfur vegna tengsla við tiltekinn umsækjanda og flokksbróðir beggja tekur hlutverkið að sér, til að tryggja hlutleysi. Hver tekur mark á svona? Af hverju í ósköpunum er ekki drifið í því að samþykkja fyrirliggjandi tillögur um ráðningar hjá hinu opinbera, sem koma eiga í veg fyrir svona. Með skipan óháðra valnefnda og verulega eða algera takmörkun á möguleikum til pólitískrar íhlutunar, eins og loks var gert sl. vetur varðandi ráðningar dómara. Af hverju eru ekki settar reglur sem heimila ráðherrum að ráða sér tímabundið pólitískt valda upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir þurfa á þeim að halda, eru stöðugt að ráða sér einhverja slíka, án þess að hafa til þess lagaheimildir og fá reglulega bágt fyrir hjá umboðsmanni Alþingis, ákúrur í fjölmiðlum og uppskera fyrirlitningu hjá þrautpíndum íslenskum almenningi. Nú er hafin önnur umferð hjá Íbúðalánasjóði, mögulega til að reyna að koma Framsóknarkandídatinum í embættið. Vonandi hlutast nýr ráðherra til um ráðningarferli sem tryggir, að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn. Íslenskt samfélag er að liðast í sundur m.a. vegna vantrausts á stjórnmálamönnum, flokkspólitískar ráðningar eru olía á þann eld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ef stjórnmálamenn hefðu átt að læra eitthvað af hruninu, þá var það, að velja ekki í embætti samkvæmt flokkspólitískum sjónarmiðum. Embættismennirnir Davíð Oddsson, Finnur Ingólfsson og Páll Gunnar Pálsson voru allir skipaðir í embætti út frá flokkspólitískum sjónarmiðum, en ekki hæfni. Allir áttu þeir þátt í að reisa íslensku þjóðinni bálköst í formi einkavædds bankakerfis, með liðónýtu slökkviliði. Ögmundur Jónasson, sem í liðinni viku tók þátt í því leikriti að skipa pólitískan aðstoðarmann Jóns Bjarnasonar í eftirsótt embætti í ráðuneyti Jóns, sagði; „ráðningin er á mína ábyrgð, ég svara einn fyrir það," þegar hann var spurður í Fréttablaðinu sl. laugardag um hverjir hafi lagt mat á hæfi hinna þrettán umsækjenda. Á Eyjunni bætir hann síðan við: „Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur." Hann vildi þó ekki svara því hverjir í ráðuneytinu lögðu mat á hæfi umsækjendanna. Frekari skýringar telur hann sig ekki skulda íslenskum almenningi. Er þetta ekki sama leikritið og þegar Árni Mathiesen var látinn skipa son Davíðs Oddssonar í dómaraembætti, í stað Björns Bjarnasonar, þvert á niðurstöður valnefndar? Ráðherra er vanhæfur vegna tengsla við tiltekinn umsækjanda og flokksbróðir beggja tekur hlutverkið að sér, til að tryggja hlutleysi. Hver tekur mark á svona? Af hverju í ósköpunum er ekki drifið í því að samþykkja fyrirliggjandi tillögur um ráðningar hjá hinu opinbera, sem koma eiga í veg fyrir svona. Með skipan óháðra valnefnda og verulega eða algera takmörkun á möguleikum til pólitískrar íhlutunar, eins og loks var gert sl. vetur varðandi ráðningar dómara. Af hverju eru ekki settar reglur sem heimila ráðherrum að ráða sér tímabundið pólitískt valda upplýsingafulltrúa og sérfræðinga. Þeir þurfa á þeim að halda, eru stöðugt að ráða sér einhverja slíka, án þess að hafa til þess lagaheimildir og fá reglulega bágt fyrir hjá umboðsmanni Alþingis, ákúrur í fjölmiðlum og uppskera fyrirlitningu hjá þrautpíndum íslenskum almenningi. Nú er hafin önnur umferð hjá Íbúðalánasjóði, mögulega til að reyna að koma Framsóknarkandídatinum í embættið. Vonandi hlutast nýr ráðherra til um ráðningarferli sem tryggir, að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn. Íslenskt samfélag er að liðast í sundur m.a. vegna vantrausts á stjórnmálamönnum, flokkspólitískar ráðningar eru olía á þann eld.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun