Nýsköpun í ferðaþjónustu 27. ágúst 2010 06:30 Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun