Gefðu oss Guð, meira þras! 27. ágúst 2010 06:00 Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð!
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun