Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor? 26. ágúst 2010 06:00 Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar