Oft var þörf en nú er nauðsyn 31. ágúst 2010 06:00 Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til?
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar