Fleiri fréttir

Forysta, frumkvæði, fórnfýsi

Á síðasta ári bárust björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1500-2000 beiðnir um aðstoð. Það eru að meðaltali 3-4 útköll á degi hverjum, allan ársins hring. Þessum útköllum sinna sjálfboðaliðar sem taka tíma frá fjölskyldu og atvinnu til að aðstoða samborgara í neyð.

Voru lög brotin?

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Óhætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækkun stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur.

Eftir atvikum

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið.

Jafnvægið raskaðist

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Margir kasta grímunni í kreppunni. Sjónvarpsstöð Baugsfeðga gerði þriðjudaginn 28. október skoðanakönnun um Davíð Oddsson. Niðurstöður voru kynntar svo, að 90% vildu Davíð burt. Þegar að var gáð, höfðu aðeins 40%, 800 af 2.000, svarað, svo að könnunin var ómarktæk vegna lágs svarhlutfalls. Í raun var niðurstaðan, að 36% (90% af 40%) vildu Davíð burt. Það er minna en búast mátti við eftir látlausar árásir Baugsmiðla á Davíð. Útrásarmenn reyna að kenna Davíð um eigið verk: Þeir stofnuðu til óhóflegra skulda.

Fréttamat á óvissutímum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fjölmiðlar eru oft gagnrýndir fyrir að flytja fremur ótíðindi en fréttir af öllu því góða sem gerist í samfélaginu. Þetta er að mörgu leyti rétt því yfirleitt telst það fréttnæmara sem út af ber en hitt sem gengur sinn vanagang, jafnvel þótt eftirtektarvert sé og til eftirbreytni.

Síðustu forvöð: Bókin

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípamynd af Íslandi.

Ég, auðkýfingur

Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar

Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan.

Tækifærin á Íslandi

Margir horfa í forundran á þá skyndilegu breytingu sem orðið hefur á undirstöðum íslensks atvinnulífs. En við megum ekki leggja árar í bát. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að sjá þau tækifæri sem landið býður upp á og standa saman í því að nýta þau. Við þurfum að spyrja okkur á hvaða sviðum við getum sótt fram. Hvernig getum við vegið upp á móti samdrættinum í bankastarfsemi og vöruinnflutningi? Ég er ekki í vafa um hvert svarið er. Það er ferðaþjónusta. Ég hef lengi verið sannfærður um að Íslendingar geti, á örfáum árum, tvöfaldað tekjur sínar af ferðamennsku.

Veruleikinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ágreiningur hefur verið um peningastefnuna um hríð. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði fyrir rúmum tveimur árum að ávinningur af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Bankastjórnin var staðföst í því að halda uppi fölsku gengi og fölskum lífskjörum með því að dæla inn erlendu lánsfé á háum vöxtum.

Reservoir Dogs

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Sannarlega var að óreyndu útilokað að spá þeirri almennu fíkn í tíðindi af efnahagsmálum sem raunin hefur verið. Á meðan flest lék í lyndi svæfði mig að minnsta kosti umfjöllun um verðbréf og vísitölur ætíð á augabragði.

Hróp úr eyðimörkinni

Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna við þá bláköldu staðreynd að hugmyndakerfi frjálshuga kapítalista sé hrunið eins og spilaborg! Sú lífshyggja að markaðurinn og samkeppnin leysi öll mál farsællega hefur beðið skipbrot.

Í spíks gúdd hingliss

Einar Már Jónsson skrifar

Fyrir nokkru bárust út þau tíðindi af hinum umsvifamikla franska utanríkisráðherra Bernard Kouchner, að hann hefði lýst því yfir í viðtali við blaðið „Haaretz", að Íranar myndu aldrei eignast kjarnorkuvopn því áður en til nokkurs slíks kæmi myndu Ísraelsmenn „éta Íran".

Við og „hinir“

Menntamálaráðherra hvatti alla skólastjórnendur í tölvupósti fyrir stuttu til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: „Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðastaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti.“

Dýpkum ekki kreppuna

Sérfræðingar alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hafa kynnt áform um aðhaldssama stjórn peningamála til að koma á stöðugleika í gengi krónunnar. Aðgerðir sem leiða til vaxtahækkunar eru dæmigerð viðbrögð IMF við fjármálakreppu, þrátt fyrir mörg dæmi um að vaxtahækkun dýpki kreppur. Vaxtahækkun við núverandi aðstæður mun bitna hart á fyrirtækjum og almenningi í landinu.

Uppgjörstímabil að hefjast af þunga

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Um miðja síðustu viku hófst uppgjörstímabil þriðja ársfjórðungs í Kauphöll Íslands með því að Nýherji skilaði inn ársreikningi sínum, fyrst skráðra fyrirtækja líkt og svo oft áður. Í gær bættist svo Össur í hópinn.

Atkvæðið er vopn almennings

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Bið og óöryggi hefur einkennt líf þjóðarinnar þessar októbervikur. Bið eftir upplýsingum og óöryggi vegna þess að þær berast ekki. Boðað er að hlutir skýrist á morgun eða eftir helgi og fátt eitt gerist. Sagt er að aðrir hlutir komist í lag á morgun eða eftir helgi og í ljós kemur að þeir komast ekki í lag. Þarna nægir að nefna gjaldeyrisviðskiptin og stöðu peningamarkaðssjóða.

Töffarinn og nördinn

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þetta líf er svo skrykkjótt og ófyrirsjáanlegt að jafnvel gengi krónunnar virðist vera taminn flokksgæðingur í samanburði. En samt sem áður hefði ég átt að hafa séð fyrir hvernig færi fyrir bönkunum. Lífið var nefnilega búið að kenna mér eina lexíu en svo hef ég greinilega fallið þegar spurt var út í hana til prófs.

Fólk framtíðarinnar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það er margt sem maður sleppir núna og saknar ekki. Fattar allt í einu að maður hefur jafnvel verið að kaupa eitt og annað sem mann langar ekki einu sinni í," sagði vinur minn á sautjánda ári, þegar ég spurði hvernig hann og skólafélagar hans upplifðu ástandið í þjóðfélaginu.

Nýr dagur

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Sólin reis upp í morgun á sínum tíma. Lífið gengur sinn vanagang. Ný vinnuvika er hafin. Við erum litlu nær um stöðu okkar. Eftirsjá og óvissa setja mark sitt á daginn. Bara ef við… En það þýðir lítið að sýta. Kapítalisminn reyndist stórgallað forrit, en vissum við það ekki? Hversu marga lukkuriddara höfum við séð falla sem hreyktu sér hvað hæst? Hversu oft höfum við séð hrungjarna stólpa standa um hríð og hverfa síðan á ruslahaug sögunnar?

Flatskjár og platskjár

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nokkuð er nú talað um að við þurfum öll að líta í eigin barm. Sagt er að við höfum öll dáð svo mjög útrásarvíkingana að við séum jafnvel á einhvern hátt samsek - ekki síst þau okkar sem varð það á að kaupa sér flatskjássjónvarp sem ævinlega er talað um eins og einhvers konar hástig óráðsíu Íslendinga, gott ef ekki sambærilega dellunni í auðmönnunum.

Get ég fengið reikninginn?

Þráinn Bertelsson skrifar

Ráðvillt ríkisstjórn hefur nú stjáklað fram og aftur í nokkrar vikur eins og kvíga með kálfssótt. Ástæðan er að gullgerðin brást en bullgerð tók við. Gullgerðarmenn eru flúnir úr landi en bullgerðarmennirnir sitja eftir.

Dauf viðbrögð á ögurstundu

Guðni Ágústsson skrifar

Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna.

Prinsessan á bauninni

Gerður Kristný skrifar

Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér.

Evrópusambandið er fyrir heimilin

Jón Kaldal skrifar

Hvað ef?“ er forskeytið á ýmsum spurningum sem brenna á vörum fólks þessa dagana. Ein sú allra stærsta af því tagi er: Hvað ef Ísland hefði verið komið í Evrópusambandið og gjaldmiðill okkar evra en ekki króna? Hvernig væri staðan þá?

Sjálfbær jöfnuður

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Það er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissulega höfum við horft á fjármálakerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar.

Köld rökhyggja

Þorsteinn Pálsson skrifar

Mörg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrifi hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir.

Íslenskt, já takk!

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku.

Allt fyrir ekkert

Helgi Hjörvar skrifar

Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eftirsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins.

Tími til að breyta

Nú, rétt eins og fyrir tæpum 19 árum, horfum við á þjóðskipulag byrja að hrynja til grunna. Þá byrjaði hrun sovétkommúnismans með falli Berlínarmúrsins sem var táknmynd þess þjóðskipulags. Hrun íslensku bankanna markar upphafið á falli nýfrjálshyggjunnar, sem er þjóðskipulag græðgi og sérhagsmuna. En hún fellur ekki ein, heldur tekur hún ævisparnað stórs hluta Íslendinga, sparnað sem átti að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld, með sér í gröfina. Við syrgjum því ekki nýfrjálshyggjuna, heldur allt það sem hún tók frá okkur.

Kæri Davíð

Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra.

Þjóð í þoku

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Íslenska þjóðin er í frjálsu falli og nær ekki lendingu, ekki fyrr en hún fær að vita hver raunveruleg staða þjóðarbúsins, og heimilanna, er. Ráðherrar hafa talað um að staðan sé slæm, jafnvel verri en þeir héldu, en ekki er skýrt hversu slæm hún er.

Ekki einkamál Íslendinga

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þegar Ísland lendir í stórfelldum kröggum, eru þær ekki einkamál Íslendinga. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar nú á erlendri aðstoð að halda, og okkur er flestum engin mikils háttar minnkun að því. Sælla er að gefa en þiggja, satt er það, en nú þurfum við að þiggja liðsinni annarra.

Einangrunarsinnar og ESB

Fyrir ári síðan bar mikið á þeim rökum íslenskra bankamanna að ef landið væri hluti af ESB og myntbandalagi Evrópuþjóða væri öryggi íslensku bankanna með öðrum hætti.

Veðrið

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld.

Heilbrigðari starfsgrunnur lífsnauðsyn

1. Þorsteinn Þorsteinsson, markaðsstjóri RÚV ohf., segir orðrétt í Markaðnum 16. júlí, í mótsvari við staðhæfingu um að RÚV ohf. njóti forgjafar á samkeppnismarkaði vegna ríkisinnheimtu á afnotagjöldum:

Að segja satt og rétt frá

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur“.

Skýrir kostir

Þorsteinn Pálsson skrifar

Árin fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum deildu menn um grundvallarhugmyndir er lutu að peningamálastjórn landsins. Ríkisstjórnir þeirrar tíðar fundu hins vegar ekki réttan tíma til að taka ákvarðanir til lengri framtíðar. Eftir að kreppan skall á voru menn uppteknir við skammtímaviðbrögð. Lag til að ákveða langtímastefnu í peningamálum kom aldrei. Niðurstaðan var sú að þjóðin sat uppi með hafta- og millifærslukerfi með fjölgengi í þrjá áratugi.

Að sigra heiminn

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir.

Kavíar í kvöldmatinn

Einar Már Jónsson skrifar

Um daginn hringdi ég til vinkonu minnar sem býr í smábæ í Suður-Frakklandi; bóndi hennar er yfirmaður í fyrirtæki sem hefur mikil umsvif í Austur-Evrópu og ræður yfir alls kyns verksmiðjum á víð og dreif frá Hvíta-Rússlandi til Svarta-Hafsins, og var ég orðinn dálítið kvíðinn yfir velferð fjölskyldunnar í þeirri kreppu sem virðist ætla að vaða yfir allt.

Ránfuglar

Ólafur F. Magnússon skrifar um borgarmál Ránfuglar/ Valur er á veiðum,/ vargur í fuglahjörð,/ veifar vængjum breiðum,/vofir yfir jörð.Þessi orð skáldsins, Jónasar Hallgrímssonar, í ljóðinu „Óhræsið“, koma mér í hug þessa dagana, þegar höfundar einkavinavæðingar ríkisbankanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, bera víurnar í þær eignir almennings, sem þeir hafa ekki enn náð að sölsa undir sjálfa sig og einkavinina.

Viðspyrnan

Jón Kaldal skrifar

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf.

Auðmagnið

Sverrir Jakobsson skrifar

Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis.

IMF og stórslysa-kapítalisminn

Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl.

Steingrímur og Davíð

Gunnar Tómasson skrifar um seðlabankastjóra Fyrrverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson og höfundur snæddu saman hádegisverð á Hótel Holti daginn eftir að fréttir bárust að Steingrímur væri á leið út úr pólitík inn í Seðlabankann. Hvorugur minntist á það mál yfir hádegisverðinum.

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Magnús Jóhannesson skrifar um umhverfismál Í umróti þeirra hremminga sem orðið hafa á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna daga hafa komið fram raddir hjá ýmsum um að nú væri þjóðráð að slaka á umhverfiskröfum svo sem vegna atvinnurekstrar. Hefur í því sambandi sérstaklega verið nefnt að draga verulega úr eða jafnvel fella alveg niður kröfur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Þegar ábyrgir aðilar þ.á m. forystumaður öflugra hagsmunasamtaka í landinu og yfirmaður norrænnar stofnunar sem Ísland á aðild að og fjallar mikið um umhverfismál í sínum störfum nefna þetta opinberlega, er rétt að staldra aðeins við og rifja upp tilgang og stöðu mats á umhverfisáhrifum á Íslandi.

Sjá næstu 50 greinar