Dýpkum ekki kreppuna 29. október 2008 04:00 Sérfræðingar alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hafa kynnt áform um aðhaldssama stjórn peningamála til að koma á stöðugleika í gengi krónunnar. Aðgerðir sem leiða til vaxtahækkunar eru dæmigerð viðbrögð IMF við fjármálakreppu, þrátt fyrir mörg dæmi um að vaxtahækkun dýpki kreppur. Vaxtahækkun við núverandi aðstæður mun bitna hart á fyrirtækjum og almenningi í landinu. Í fyrirlestri sem dr. Erling Steigum prófessor hélt nýlega við HÍ kom fram að vextir hefðu verið of háir í fjármálakreppunni sem reið yfir Noreg í byrjun tíunda áratugarins. Hátt vaxtastig dýpkaði kreppuna í Noregi, fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota og atvinnuleysi jókst meira en ella. Norsk stjórnvöld hækkuðu auk þess skatta til að koma á jafnvægi í ríkisrekstrinum sem jók enn frekar á samdráttinn. Gripið er til vaxtahækkunar í þeirri veiku von að hækkunin dragi úr fjármagnsútstreymi og þar með enn frekari gengislækkun. Suður-Kórea fékk lán frá IMF árið 1997 með skilyrðum sem leiddu m.a. til hækkunar vaxta og skatta. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir enn frekari gengislækkun wonsins sem lækkaði um 49% gagnvart Bandaríkjadollar. Lönd eins og Síle og Malasía takmörkuðu markvisst útstreymi fjármagns í stað þess að hækka vexti í kjölfar banka- og gjaldeyriskreppu á tíunda áratugnum. Fjármálakreppan varð ekki jafn djúp í þessum löndum og í vaxtahækkunarlöndunum. Fjármálakreppan á Íslandi er mun alvarlegri en Norðurlöndin og Asíulöndin fóru í gegnum á tíunda áratugnum, sem sést meðal annars á stærð lánsins frá IMF og samstarfslöndum. Reiknað er með að lánið sé um 50% af vergri landsframleiðslu (VLF) en lánið til Suður Kóreu nam aðeins um 10% af VLF landsins. Því er ljóst að kreppan verður mun dýpri hér á landi en í þessum löndum og því þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að skilyrði um aðhaldssama peningastjórn IFM dýpki hana ekki. Reynsla annarra landa sýnir að takmarkanir á útstreymi fjármagns í formi hafta eða skattlagningar er vænlegri til árangurs en vaxtahækkun. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða sem auka ekki enn frekar örvæntingu almennings. Höfundur er hagfræðingur við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í spíks gúdd hingliss Fyrir nokkru bárust út þau tíðindi af hinum umsvifamikla franska utanríkisráðherra Bernard Kouchner, að hann hefði lýst því yfir í viðtali við blaðið „Haaretz", að Íranar myndu aldrei eignast kjarnorkuvopn því áður en til nokkurs slíks kæmi myndu Ísraelsmenn „éta Íran". 29. október 2008 05:30 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sérfræðingar alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hafa kynnt áform um aðhaldssama stjórn peningamála til að koma á stöðugleika í gengi krónunnar. Aðgerðir sem leiða til vaxtahækkunar eru dæmigerð viðbrögð IMF við fjármálakreppu, þrátt fyrir mörg dæmi um að vaxtahækkun dýpki kreppur. Vaxtahækkun við núverandi aðstæður mun bitna hart á fyrirtækjum og almenningi í landinu. Í fyrirlestri sem dr. Erling Steigum prófessor hélt nýlega við HÍ kom fram að vextir hefðu verið of háir í fjármálakreppunni sem reið yfir Noreg í byrjun tíunda áratugarins. Hátt vaxtastig dýpkaði kreppuna í Noregi, fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota og atvinnuleysi jókst meira en ella. Norsk stjórnvöld hækkuðu auk þess skatta til að koma á jafnvægi í ríkisrekstrinum sem jók enn frekar á samdráttinn. Gripið er til vaxtahækkunar í þeirri veiku von að hækkunin dragi úr fjármagnsútstreymi og þar með enn frekari gengislækkun. Suður-Kórea fékk lán frá IMF árið 1997 með skilyrðum sem leiddu m.a. til hækkunar vaxta og skatta. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir enn frekari gengislækkun wonsins sem lækkaði um 49% gagnvart Bandaríkjadollar. Lönd eins og Síle og Malasía takmörkuðu markvisst útstreymi fjármagns í stað þess að hækka vexti í kjölfar banka- og gjaldeyriskreppu á tíunda áratugnum. Fjármálakreppan varð ekki jafn djúp í þessum löndum og í vaxtahækkunarlöndunum. Fjármálakreppan á Íslandi er mun alvarlegri en Norðurlöndin og Asíulöndin fóru í gegnum á tíunda áratugnum, sem sést meðal annars á stærð lánsins frá IMF og samstarfslöndum. Reiknað er með að lánið sé um 50% af vergri landsframleiðslu (VLF) en lánið til Suður Kóreu nam aðeins um 10% af VLF landsins. Því er ljóst að kreppan verður mun dýpri hér á landi en í þessum löndum og því þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að skilyrði um aðhaldssama peningastjórn IFM dýpki hana ekki. Reynsla annarra landa sýnir að takmarkanir á útstreymi fjármagns í formi hafta eða skattlagningar er vænlegri til árangurs en vaxtahækkun. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða sem auka ekki enn frekar örvæntingu almennings. Höfundur er hagfræðingur við HÍ.
Í spíks gúdd hingliss Fyrir nokkru bárust út þau tíðindi af hinum umsvifamikla franska utanríkisráðherra Bernard Kouchner, að hann hefði lýst því yfir í viðtali við blaðið „Haaretz", að Íranar myndu aldrei eignast kjarnorkuvopn því áður en til nokkurs slíks kæmi myndu Ísraelsmenn „éta Íran". 29. október 2008 05:30
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar