Við og „hinir“ 29. október 2008 05:30 Menntamálaráðherra hvatti alla skólastjórnendur í tölvupósti fyrir stuttu til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: „Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðastaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti." Þetta eru orð í tíma töluð. Mikilvægasti auður þessarar þjóðar er mannauðurinn, auðurinn sem liggur í okkur öllum, menntun okkar, dugnaði, bjartsýni, ráðdeild og samstöðu. Þann auð þurfa börnin okkar og unglingar að erfa. Flest eiga þau vísan stuðning vina, fjölskyldu og umhyggjusamra kennara. Skólarnir á öllum skólastigum eru ásamt fjölskyldunum hornsteinar og verndarar þessa auðs. Viðkvæmustu börnin þarfnast mestrar verndar. Börn með sérþarfir eru þarna á meðal. Ef þau eiga ekki fjölskyldur og vini sem geta haldið utan um þau og stutt þau er þeim vandi á höndum. Að aðgreina slík börn langtímum saman frá jafnöldrum, jafnvel þótt í góðu skyni sé, getur orkað letjandi á sjálfsmat þeirra og sjálfsvirðingu. Þau geta upplifa sig sem „hin", öðruvísi og minna virði en allur þorri jafnaldra. Á undanförnum áratugum hefur Ísland vakið athygli víða um heim fyrir það að skólarnir okkar sinna mun stærra hlutfalli nemenda með sérþarfir í almennum skólum og bekkjum en víðast í nágrannalöndum okkar. Ný íslensk rannsókn á viðhorfum kennara til nemenda með þroskaskerðingu sýnir að kennarar láta sér mjög annt um þá nemendur. Þegar álag á skólana eykst þarf að styðja vel við kennara og gera þeim kleift að vinna betur saman, svo þeir geti sett styrk sinn og hæfileika í púkkið án þess að brenna út. Menntamálaráðherra minnir á það í tölvupósti sínum að skólinn þurfi að „vera griðastaður nemenda". Það merkir að skólinn kappkosti að öllum nemendum líði vel, umhverfið sé tryggt og jákvætt, og að þeir finni að virðing sé borin fyrir þeim, að hlustað sé á þá, og þeim gefist kostur á að læra hvort tveggja námsefnið og leikreglur lýðræðis og jákvæðra samskipta. Ef ekki tekst nægilega að styðja kennara er hætta á að umhyggja og samviskusemi kennara snúist upp í vanmátt og þeir leiti leiða til að fjarlægja „erfið börn", börnin sem sum hver hafa meðferðis greiningu, og sem allra helst þarfnast stuðnings, vináttu og hlutdeildar í námi og samfélagi skólans og bekkjarins. Hingað flykktust útlendingar til starfa á ofanverðri 20. öld og allt fram á þetta ár. Margir munu hverfa annað, einkum einhleypir karlmenn. En margar fjölskyldur verða hér áfram. Þessu fólki þurfa skólarnir að sinna af alúð og bestu fáanlegri þekkingu. Ef það mistekst þá eru líkur á að börnin og ungmennin flosni úr tengslum við samfélagið eða nái ekki að tengjast því. Þetta er raunin í mörgum evrópskum stórborgum. Slíkt ungviði á erfitt um vik að afla sér virðingar nema þá helst í einsleitum götugengjum, finnur sig utanveltu og óvelkomið. Slíkt brýtur í sundur friðinn og kyndir undir fordómum. Skólarnir eru einu stofnanir samfélagsins sem geta unnið á móti þessu. Skólarnir eru því mikilvægasta tæki okkar til að efla sjálfsvirðingu þegnanna, virðingu fyrir öðrum og fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis. Skólinn okkar er skóli margbreytileikans. Hann getur verið auðlegð sem veitir okkur öllum víðari sýn á mann og heim. Það að eiga trú á sjálfan sig, eiga vini og hlutdeild í skólanum, er forsenda þess að nemendum líði vel, séu vongóðir og nýti hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Ég tek undir með menntamálaráðherra í tölvupósti til skólastjórnenda: „Íslenska menntakerfið er sterkt og gegnir lykilhlutverki í að skapa auðlegð velmenntaðra einstaklinga sem móta munu íslenska framtíð." Leggjumst, með biskupinum, á árar þekkingar og siðvits og tökum ekki við hlutverki „hinna", hvorki sem einstaklingar né þjóð. Sjálfsvirðing er grunnur þess að aðrir virði okkur og forsenda þess að við höfum sjálfstraust til að takast á við erfiðar brekkur. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hvatti alla skólastjórnendur í tölvupósti fyrir stuttu til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: „Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðastaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti." Þetta eru orð í tíma töluð. Mikilvægasti auður þessarar þjóðar er mannauðurinn, auðurinn sem liggur í okkur öllum, menntun okkar, dugnaði, bjartsýni, ráðdeild og samstöðu. Þann auð þurfa börnin okkar og unglingar að erfa. Flest eiga þau vísan stuðning vina, fjölskyldu og umhyggjusamra kennara. Skólarnir á öllum skólastigum eru ásamt fjölskyldunum hornsteinar og verndarar þessa auðs. Viðkvæmustu börnin þarfnast mestrar verndar. Börn með sérþarfir eru þarna á meðal. Ef þau eiga ekki fjölskyldur og vini sem geta haldið utan um þau og stutt þau er þeim vandi á höndum. Að aðgreina slík börn langtímum saman frá jafnöldrum, jafnvel þótt í góðu skyni sé, getur orkað letjandi á sjálfsmat þeirra og sjálfsvirðingu. Þau geta upplifa sig sem „hin", öðruvísi og minna virði en allur þorri jafnaldra. Á undanförnum áratugum hefur Ísland vakið athygli víða um heim fyrir það að skólarnir okkar sinna mun stærra hlutfalli nemenda með sérþarfir í almennum skólum og bekkjum en víðast í nágrannalöndum okkar. Ný íslensk rannsókn á viðhorfum kennara til nemenda með þroskaskerðingu sýnir að kennarar láta sér mjög annt um þá nemendur. Þegar álag á skólana eykst þarf að styðja vel við kennara og gera þeim kleift að vinna betur saman, svo þeir geti sett styrk sinn og hæfileika í púkkið án þess að brenna út. Menntamálaráðherra minnir á það í tölvupósti sínum að skólinn þurfi að „vera griðastaður nemenda". Það merkir að skólinn kappkosti að öllum nemendum líði vel, umhverfið sé tryggt og jákvætt, og að þeir finni að virðing sé borin fyrir þeim, að hlustað sé á þá, og þeim gefist kostur á að læra hvort tveggja námsefnið og leikreglur lýðræðis og jákvæðra samskipta. Ef ekki tekst nægilega að styðja kennara er hætta á að umhyggja og samviskusemi kennara snúist upp í vanmátt og þeir leiti leiða til að fjarlægja „erfið börn", börnin sem sum hver hafa meðferðis greiningu, og sem allra helst þarfnast stuðnings, vináttu og hlutdeildar í námi og samfélagi skólans og bekkjarins. Hingað flykktust útlendingar til starfa á ofanverðri 20. öld og allt fram á þetta ár. Margir munu hverfa annað, einkum einhleypir karlmenn. En margar fjölskyldur verða hér áfram. Þessu fólki þurfa skólarnir að sinna af alúð og bestu fáanlegri þekkingu. Ef það mistekst þá eru líkur á að börnin og ungmennin flosni úr tengslum við samfélagið eða nái ekki að tengjast því. Þetta er raunin í mörgum evrópskum stórborgum. Slíkt ungviði á erfitt um vik að afla sér virðingar nema þá helst í einsleitum götugengjum, finnur sig utanveltu og óvelkomið. Slíkt brýtur í sundur friðinn og kyndir undir fordómum. Skólarnir eru einu stofnanir samfélagsins sem geta unnið á móti þessu. Skólarnir eru því mikilvægasta tæki okkar til að efla sjálfsvirðingu þegnanna, virðingu fyrir öðrum og fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis. Skólinn okkar er skóli margbreytileikans. Hann getur verið auðlegð sem veitir okkur öllum víðari sýn á mann og heim. Það að eiga trú á sjálfan sig, eiga vini og hlutdeild í skólanum, er forsenda þess að nemendum líði vel, séu vongóðir og nýti hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Ég tek undir með menntamálaráðherra í tölvupósti til skólastjórnenda: „Íslenska menntakerfið er sterkt og gegnir lykilhlutverki í að skapa auðlegð velmenntaðra einstaklinga sem móta munu íslenska framtíð." Leggjumst, með biskupinum, á árar þekkingar og siðvits og tökum ekki við hlutverki „hinna", hvorki sem einstaklingar né þjóð. Sjálfsvirðing er grunnur þess að aðrir virði okkur og forsenda þess að við höfum sjálfstraust til að takast á við erfiðar brekkur. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar