Allt fyrir ekkert Helgi Hjörvar skrifar 24. október 2008 06:00 Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eftirsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins. Skýrasta dæmið um þetta voru auðvitað samskipti okkar við bandaríska herinn. Annað skýrt dæmi er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - EES samningurinn. Þegar hann var gerður og allt fram á þennan dag hafa fjölmargir málsmetandi Íslendingar keppst við að skýra hann þannig að þar höfum við fengið allt fyrir ekki neitt. Þ.e.a.s. að við fáum í gegnum samninginn aðgang að mörkuðunum sem sé hið eftirsóknarverða en sleppum við þátttöku í stofnanahlutanum, skrifræðinu og kostnaðinum. En eins og jafnan er þetta sjálfsblekking, enda bara börn sem trúa því að hægt sé að fá allt fyrir ekki neitt. Með því að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi. Okkar litla samfélag varð hluti af markaði hundraða milljóna manna og tileinkaði sér leikreglur þess stóra markaðar og alþjóðavæddist með undraskjótum hætti, af því kappi sem aðeins Íslendingar geta sýnt. Og það var gaman. Lærdómsrík er lýsing Stefan Zweig í Veröld sem var á Vínarborg í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar töldu menn sig hafa fundið hið endanlega samfélag alþjóðaviðskipta og frjálsrar verslunar, unnu í bönkum á daginn en voru í óperunni á kvöldin og höfðu helst áhyggjur af tryggingum og því að leggja inn á söfnunarreikninga fyrir kornabörn. Í reynsluleysi okkar höfðum við svipaðar ranghugmyndir 100 árum síðar og töldum okkur geta spilað á evrópska markaðnum en þyrftum hvorki á evrunni né Evrópusambandinu að halda því við værum að fá allt fyrir ekki neitt. Evruvæðing atvinnulífsins, amatörismi Seðlabankans og vanmáttur ríkisstjórnarinnar afhjúpa nú þegar kreppir að hve tilfinnanlega við höfum einangrað okkur. Engum blandast nú hugur um að við hefðum þurft öfluga mynt, stuðning sterkra stofnana, raunverulegan seðlabanka og aðild að samfélagi þeirra þjóða er mynda markað okkar, Evrópusambandið, til að takast á við það flóð sem á okkur skall. Það er nefnilega ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt og það er ástæða fyrir því að yfir markaði skipuleggja menn stofnanir, skrifræði, öryggisventla og pólitíska stjórn. Því með reglulegum hætti bresta markaðir. Við höfum nú sótt eitt dýrasta námskeið sögunnar um þessi grundvallaratriði. Lærum af þeim og byggjum nýtt Ísland upp í samfélagi við þær þjóðir sem við viljum deila mörkuðum með. Því það er líka auvirðilegt gildismat að vilja græða á aðild að markaði, en sniðganga samfélagsstofnanir hans. Svolítið eins og að vera fullfrískur á sósíalnum. Sæmir okkur ekki og sem aldrei fyrr þurfum við nú að gæta sóma okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eftirsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins. Skýrasta dæmið um þetta voru auðvitað samskipti okkar við bandaríska herinn. Annað skýrt dæmi er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - EES samningurinn. Þegar hann var gerður og allt fram á þennan dag hafa fjölmargir málsmetandi Íslendingar keppst við að skýra hann þannig að þar höfum við fengið allt fyrir ekki neitt. Þ.e.a.s. að við fáum í gegnum samninginn aðgang að mörkuðunum sem sé hið eftirsóknarverða en sleppum við þátttöku í stofnanahlutanum, skrifræðinu og kostnaðinum. En eins og jafnan er þetta sjálfsblekking, enda bara börn sem trúa því að hægt sé að fá allt fyrir ekki neitt. Með því að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi. Okkar litla samfélag varð hluti af markaði hundraða milljóna manna og tileinkaði sér leikreglur þess stóra markaðar og alþjóðavæddist með undraskjótum hætti, af því kappi sem aðeins Íslendingar geta sýnt. Og það var gaman. Lærdómsrík er lýsing Stefan Zweig í Veröld sem var á Vínarborg í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar töldu menn sig hafa fundið hið endanlega samfélag alþjóðaviðskipta og frjálsrar verslunar, unnu í bönkum á daginn en voru í óperunni á kvöldin og höfðu helst áhyggjur af tryggingum og því að leggja inn á söfnunarreikninga fyrir kornabörn. Í reynsluleysi okkar höfðum við svipaðar ranghugmyndir 100 árum síðar og töldum okkur geta spilað á evrópska markaðnum en þyrftum hvorki á evrunni né Evrópusambandinu að halda því við værum að fá allt fyrir ekki neitt. Evruvæðing atvinnulífsins, amatörismi Seðlabankans og vanmáttur ríkisstjórnarinnar afhjúpa nú þegar kreppir að hve tilfinnanlega við höfum einangrað okkur. Engum blandast nú hugur um að við hefðum þurft öfluga mynt, stuðning sterkra stofnana, raunverulegan seðlabanka og aðild að samfélagi þeirra þjóða er mynda markað okkar, Evrópusambandið, til að takast á við það flóð sem á okkur skall. Það er nefnilega ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt og það er ástæða fyrir því að yfir markaði skipuleggja menn stofnanir, skrifræði, öryggisventla og pólitíska stjórn. Því með reglulegum hætti bresta markaðir. Við höfum nú sótt eitt dýrasta námskeið sögunnar um þessi grundvallaratriði. Lærum af þeim og byggjum nýtt Ísland upp í samfélagi við þær þjóðir sem við viljum deila mörkuðum með. Því það er líka auvirðilegt gildismat að vilja græða á aðild að markaði, en sniðganga samfélagsstofnanir hans. Svolítið eins og að vera fullfrískur á sósíalnum. Sæmir okkur ekki og sem aldrei fyrr þurfum við nú að gæta sóma okkar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar