Allt fyrir ekkert Helgi Hjörvar skrifar 24. október 2008 06:00 Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eftirsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins. Skýrasta dæmið um þetta voru auðvitað samskipti okkar við bandaríska herinn. Annað skýrt dæmi er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - EES samningurinn. Þegar hann var gerður og allt fram á þennan dag hafa fjölmargir málsmetandi Íslendingar keppst við að skýra hann þannig að þar höfum við fengið allt fyrir ekki neitt. Þ.e.a.s. að við fáum í gegnum samninginn aðgang að mörkuðunum sem sé hið eftirsóknarverða en sleppum við þátttöku í stofnanahlutanum, skrifræðinu og kostnaðinum. En eins og jafnan er þetta sjálfsblekking, enda bara börn sem trúa því að hægt sé að fá allt fyrir ekki neitt. Með því að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi. Okkar litla samfélag varð hluti af markaði hundraða milljóna manna og tileinkaði sér leikreglur þess stóra markaðar og alþjóðavæddist með undraskjótum hætti, af því kappi sem aðeins Íslendingar geta sýnt. Og það var gaman. Lærdómsrík er lýsing Stefan Zweig í Veröld sem var á Vínarborg í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar töldu menn sig hafa fundið hið endanlega samfélag alþjóðaviðskipta og frjálsrar verslunar, unnu í bönkum á daginn en voru í óperunni á kvöldin og höfðu helst áhyggjur af tryggingum og því að leggja inn á söfnunarreikninga fyrir kornabörn. Í reynsluleysi okkar höfðum við svipaðar ranghugmyndir 100 árum síðar og töldum okkur geta spilað á evrópska markaðnum en þyrftum hvorki á evrunni né Evrópusambandinu að halda því við værum að fá allt fyrir ekki neitt. Evruvæðing atvinnulífsins, amatörismi Seðlabankans og vanmáttur ríkisstjórnarinnar afhjúpa nú þegar kreppir að hve tilfinnanlega við höfum einangrað okkur. Engum blandast nú hugur um að við hefðum þurft öfluga mynt, stuðning sterkra stofnana, raunverulegan seðlabanka og aðild að samfélagi þeirra þjóða er mynda markað okkar, Evrópusambandið, til að takast á við það flóð sem á okkur skall. Það er nefnilega ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt og það er ástæða fyrir því að yfir markaði skipuleggja menn stofnanir, skrifræði, öryggisventla og pólitíska stjórn. Því með reglulegum hætti bresta markaðir. Við höfum nú sótt eitt dýrasta námskeið sögunnar um þessi grundvallaratriði. Lærum af þeim og byggjum nýtt Ísland upp í samfélagi við þær þjóðir sem við viljum deila mörkuðum með. Því það er líka auvirðilegt gildismat að vilja græða á aðild að markaði, en sniðganga samfélagsstofnanir hans. Svolítið eins og að vera fullfrískur á sósíalnum. Sæmir okkur ekki og sem aldrei fyrr þurfum við nú að gæta sóma okkar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eftirsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins. Skýrasta dæmið um þetta voru auðvitað samskipti okkar við bandaríska herinn. Annað skýrt dæmi er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - EES samningurinn. Þegar hann var gerður og allt fram á þennan dag hafa fjölmargir málsmetandi Íslendingar keppst við að skýra hann þannig að þar höfum við fengið allt fyrir ekki neitt. Þ.e.a.s. að við fáum í gegnum samninginn aðgang að mörkuðunum sem sé hið eftirsóknarverða en sleppum við þátttöku í stofnanahlutanum, skrifræðinu og kostnaðinum. En eins og jafnan er þetta sjálfsblekking, enda bara börn sem trúa því að hægt sé að fá allt fyrir ekki neitt. Með því að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi. Okkar litla samfélag varð hluti af markaði hundraða milljóna manna og tileinkaði sér leikreglur þess stóra markaðar og alþjóðavæddist með undraskjótum hætti, af því kappi sem aðeins Íslendingar geta sýnt. Og það var gaman. Lærdómsrík er lýsing Stefan Zweig í Veröld sem var á Vínarborg í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar töldu menn sig hafa fundið hið endanlega samfélag alþjóðaviðskipta og frjálsrar verslunar, unnu í bönkum á daginn en voru í óperunni á kvöldin og höfðu helst áhyggjur af tryggingum og því að leggja inn á söfnunarreikninga fyrir kornabörn. Í reynsluleysi okkar höfðum við svipaðar ranghugmyndir 100 árum síðar og töldum okkur geta spilað á evrópska markaðnum en þyrftum hvorki á evrunni né Evrópusambandinu að halda því við værum að fá allt fyrir ekki neitt. Evruvæðing atvinnulífsins, amatörismi Seðlabankans og vanmáttur ríkisstjórnarinnar afhjúpa nú þegar kreppir að hve tilfinnanlega við höfum einangrað okkur. Engum blandast nú hugur um að við hefðum þurft öfluga mynt, stuðning sterkra stofnana, raunverulegan seðlabanka og aðild að samfélagi þeirra þjóða er mynda markað okkar, Evrópusambandið, til að takast á við það flóð sem á okkur skall. Það er nefnilega ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt og það er ástæða fyrir því að yfir markaði skipuleggja menn stofnanir, skrifræði, öryggisventla og pólitíska stjórn. Því með reglulegum hætti bresta markaðir. Við höfum nú sótt eitt dýrasta námskeið sögunnar um þessi grundvallaratriði. Lærum af þeim og byggjum nýtt Ísland upp í samfélagi við þær þjóðir sem við viljum deila mörkuðum með. Því það er líka auvirðilegt gildismat að vilja græða á aðild að markaði, en sniðganga samfélagsstofnanir hans. Svolítið eins og að vera fullfrískur á sósíalnum. Sæmir okkur ekki og sem aldrei fyrr þurfum við nú að gæta sóma okkar. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun