Forysta, frumkvæði, fórnfýsi 31. október 2008 09:31 Á síðasta ári bárust björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1500-2000 beiðnir um aðstoð. Það eru að meðaltali 3-4 útköll á degi hverjum, allan ársins hring. Þessum útköllum sinna sjálfboðaliðar sem taka tíma frá fjölskyldu og atvinnu til að aðstoða samborgara í neyð. En útköllin eru aðeins toppurinn á ísjakanum, þau eru sá hluti starfsins sem er mest sjáanlegur. Lauslegir útreikningar sýna að á bak við hverja stund í útkalli standa 12 klukkustundir í æfingum, þjálfun, viðhaldi tækja og fjáröflun. Kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill enda þarf tækjakostur að vera góður og í lagi þegar kallið kemur. Kerfið sem Íslendingar hafa komið upp til að takast á við hættur sem að steðja er einstakt í heiminum, hvergi annars staðar gegna sjálfboðaliðar eins stóru hlutverki í leit og björgun og í almannavarnakerfi eins og hér á landi. Því þurfa sjálfboðaliðarnir að gangast undir mikla þjálfun og stífar æfingar til að geta sinnt störfum sínum. Í stærri sveitum er algengt að nýliðar undirgangist tveggja ára starfsþjálfun áður en þeir fara í sitt fyrsta útkall. Björgunarsveitafólk stendur einnig straum af kostnaði við persónulegan búnað en hann getur hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Á bak við hvern meðlim björgunarsveitar stendur svo hópur fólks sem styður hann og án þeirra væri starfið ekki mögulegt. Þar er fjölskyldan sem situr heima þegar sveitin er kölluð út, oft í hættuleg verkefni við erfiðar aðstæður, vinnuveitandinn sem gefur leyfi án þess að skerða launin, og ekki síst almenningur sem styrkir starfið með kaupum á flugeldum og Neyðarkalli. Björgunarsveitirnar eru því sameiginlegt verkefni samfélagsins alls. Þrátt fyrir þetta hefur nýliðun í sveitum sjaldan gengið eins vel og undanfarin ár og áhugi landsmanna á að taka þátt í sjálfboðna starfinu er mikill. Ávinningurinn er nokkur; góður félagsskapur, ferðalög og tækifæri til að láta gott af sér leiða. Um helgina fer fram fjáröflunin „Neyðarkall björgunarsveita" sem er ákall til þjóðarinnar að styðja við bakið á því starfi sem björgunarsveitir sinna í samfélaginu. Nú er tími til að standa með björgunarsveitunum því alla aðra daga ársins standa þær með þér! Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári bárust björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1500-2000 beiðnir um aðstoð. Það eru að meðaltali 3-4 útköll á degi hverjum, allan ársins hring. Þessum útköllum sinna sjálfboðaliðar sem taka tíma frá fjölskyldu og atvinnu til að aðstoða samborgara í neyð. En útköllin eru aðeins toppurinn á ísjakanum, þau eru sá hluti starfsins sem er mest sjáanlegur. Lauslegir útreikningar sýna að á bak við hverja stund í útkalli standa 12 klukkustundir í æfingum, þjálfun, viðhaldi tækja og fjáröflun. Kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill enda þarf tækjakostur að vera góður og í lagi þegar kallið kemur. Kerfið sem Íslendingar hafa komið upp til að takast á við hættur sem að steðja er einstakt í heiminum, hvergi annars staðar gegna sjálfboðaliðar eins stóru hlutverki í leit og björgun og í almannavarnakerfi eins og hér á landi. Því þurfa sjálfboðaliðarnir að gangast undir mikla þjálfun og stífar æfingar til að geta sinnt störfum sínum. Í stærri sveitum er algengt að nýliðar undirgangist tveggja ára starfsþjálfun áður en þeir fara í sitt fyrsta útkall. Björgunarsveitafólk stendur einnig straum af kostnaði við persónulegan búnað en hann getur hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Á bak við hvern meðlim björgunarsveitar stendur svo hópur fólks sem styður hann og án þeirra væri starfið ekki mögulegt. Þar er fjölskyldan sem situr heima þegar sveitin er kölluð út, oft í hættuleg verkefni við erfiðar aðstæður, vinnuveitandinn sem gefur leyfi án þess að skerða launin, og ekki síst almenningur sem styrkir starfið með kaupum á flugeldum og Neyðarkalli. Björgunarsveitirnar eru því sameiginlegt verkefni samfélagsins alls. Þrátt fyrir þetta hefur nýliðun í sveitum sjaldan gengið eins vel og undanfarin ár og áhugi landsmanna á að taka þátt í sjálfboðna starfinu er mikill. Ávinningurinn er nokkur; góður félagsskapur, ferðalög og tækifæri til að láta gott af sér leiða. Um helgina fer fram fjáröflunin „Neyðarkall björgunarsveita" sem er ákall til þjóðarinnar að styðja við bakið á því starfi sem björgunarsveitir sinna í samfélaginu. Nú er tími til að standa með björgunarsveitunum því alla aðra daga ársins standa þær með þér! Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar