Fleiri fréttir

Nýir tímar

Þráinn Bertelsson skrifar

Nornaveiðar eru sport sem felst í því að finna rosknar konur sem búa einar og fleygja þeim í dýflissur og pynta þær til að játa að þær hafi mök við makt myrkranna - og brenna þær síðan á báli.

Sannleikurinn er góður grunnur

Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum.

Allir í sleik á Airwaves

Anna Margrét Björnsson skrifar

Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi.

Að mega það sem aðrir mega ekki

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Bretum er oft legið á hálsi fyrir að telja að Bretland sé eitthvað sem það er ekki. Heimsveldið er hrunið, en þjóðarsálin hefur ekki uppgötvað það enn og því hagi Bretar sér enn eins og herraþjóð sem getur gert það sem hún vill, þrátt fyrir að í samfélagi þjóðanna séu þegnarnir engir.

Ertu skræfa?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar.

Framtíð íslensks fjármálamarkaðar

Guðjón Rúnarsson skrifar

Fjármálageirinn hefur vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Nú er almenn skoðun að hann hafi vaxið okkur yfir höfuð og því hafi hrun hans verið óhjákvæmilegt.

Úr einu ruglinu í annað

Andri Snær Magnason skrifar

Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tækifærið til að ota að okkur „lausnum“ og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum“ og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver.

Sko

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur.

Breytt staða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Nú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðlabankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utanríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið.

Sýsifos á Bessastöðum

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni.

Skelfileg mistök í hruninu á Íslandi

Ákvörðun bandarískra stjórnvalda að láta Lehman-banka gossa verður harðlega gagnrýnd af hagsögufræðingum framtíðarinnar. Sú ákvörðun hratt af stað hinni snörpu fjármálakreppu sem við erum nú í.

Hvað gerðist?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Kapítalismanum hefur verið spáð dauða í þrjú hundruð ár, enda á hann ófáa andstæðinga. Síðasta spáin mun ekki rætast fremur en hinar fyrri. Við frjáls viðskipti skapast mestu verðmætin.

Hjól atvinnulífsins snúist

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér er líklega það sem þyngst hvílir á þeim sem fyrir fjölskyldum eiga að sjá nú á tímum bankakreppu. Sumar afleiðingar bankakreppunnar eru vissulega komnar í ljós, til dæmis hækkandi vöruverð. Flest heimili í landinu eru einnig skuldsett og hækkandi afborganir setja mark sitt á heimilisbókhaldið og þá ekki síst í þeim tilvikum að lán hafa verið tekin í erlendri mynt.

Saklausir vegfarendur

Þorvaldur Gylfason skrifar

Of hraður bankavöxtur án öflugs eftirlits endar ævinlega á einn veg: með ósköpum. Þetta er hryggileg niðurstaða í ljósi nýlegrar reynslu nokkurra Asíulanda, þar sem stríðir, óheftir og eftirlitslausir fjármagnsflutningar stráfelldu gjaldmiðla, hlutabréf og banka fyrir aðeins ellefu árum.

Traust

Dr. Gunni skrifar

Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig.

Strax í dag

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Fréttir af hækkun á vísitölum í útlöndum í gær varðar okkur nokkuð. Alkul á markaði víða um lönd auðveldar ekki endurskipulagningu á viðskiptum okkar við útlönd sem hafa verið í maski undanfarna daga. Og sér ekki fyrir endann á því ástandi.

Köttur út í mýri

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi.

Opið bréf til forseta Íslands

Við lestur fréttatilkynningar frá forsetaembættinu í dag, slær mér óhug að aðgerðir forseta Íslands í yfirstandandi hörmungum landsmanna takmarkist við kaffispjall hér innanlands.

Óforsjálni og heimskreppa

Allt ferli á sér upphaf og endalok. Þannig er mannsævin ferli sem byrjar í vöggu og endar í gröf. Svo fer oft um tiltektir manna, áform og athafnir að allt sýnist blómstra um hríð, en missir smám saman þróttinn og endar með því að detta út af rólega eða steypast fyrir björg með ósköpum. Sú margumtalaða „útrás“ íslenskra fésýslumanna er ferli af þessu klassiska dæmi. Spurja má hvar vagga þessa tiltækis stóð, en endalokunum er auðvelt að finna stað.

Glápritinn

Einar Már Jónsson skrifar

Um hvað hugsa þeir sem stjórna sjónvarpsþáttum? Ef marka má frönsku heimildarmyndina „20 mínútna hamingja“ sem nú er verið að sýna í kvikmyndahúsum Parísar hafa þeir hugann fyrst og fremst við það sem kallað er „audimat“ á frönsku og hægt væri að kalla „gláprita“ á vora tungu.

Leiðin að nýju Íslandi

Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Þungbært áfall síðustu viku hefur gert okkur það ókleift að halda úti sjálfstæðri mynt. Fyrir hrunið var eðlilegt að skoða og meta alla kosti til hlítar. Gjaldmiðilsskýrsla Framsóknarflokksins sýndi með rökum að kostirnir voru í raun aðeins tveir, en nú blasir aðeins einn kostur við að okkar mati. Upptaka evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu er eini raunhæfi valkosturinn í núverandi stöðu ef Ísland á áfram að vera hluti af innri markaði Evrópu.

Til að læra þarf að upplýsa um mistökin

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast.

Nýja Ísland

Þorsteinn Pálsson skrifar

Hremmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar skyndilausnir.

Nýir tímar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Börn eru undursamlega vitur áður en þeim er kennt hvernig á að hugsa og bregðast við umhverfinu. Mig minnir að hún hún hafi verið þriggja ára, dóttir vinkonu minnar, þegar hún fékk eitt sinn brunasár á hendi. Hún grét auðvitað um stund en fór svo að leika sér eins og ekkert hefði í skorist.

Sirkus Geira smart

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund.

Bankahrunið

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Leiðtogar fimmtán Evrópuríkja sem hafa evruna sem gjaldmiðil funduðu í París um helgina. Fundarefnið var vitaskuld sú ótrúlega fjármálakreppa sem nú ríður yfir heimsbyggðina og brennir upp verðmætum með meiri hraða en áður hefur sést.

Fé án hirðis

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafa verið mesta axaskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt..

Ísland og IMF

Gunnar Tómasson skrifar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) var stofnaður 1945 til „að efla alþjóðlega samvinnu í peningamálum“ og vera vettvangur fyrir „ráðaleitun og samstarf“ við stjórn slíkra mála. Ísland hefur verið aðili að sjóðnum frá upphafi og átt gott samstarf við hann.

Björgunaraðgerðir

Þráinn Bertelsson skrifar

Björgunarsveitir frá Alþjóðlegu aurasálinni, Evrópusambandinu, Rússlandi, Alþjóðabankanum, Sameinuðu þjóðunum eru nú á leið til Íslands til að bjarga íslensku þjóðinni upp úr þeirri ísköldu fjárhagslegu jökulsprungu sem hún hefur komið sér í undir fararstjórn 20 til 30 manna.

Uppbygging og endurmat

Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar

Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyldur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát.

Hverjir fá að erfa landið?

Jón Kaldal skrifar

Atburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni.

Þegar G. Pétur stal fréttunum

Davíð Þór Jónsson skrifar

Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um einhver smámál, en ekki um stórmálin sem eru efst á baugi: „Heimurinn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!"

Hatrið er hitaeiningasnautt

Jón Kaldal skrifar

Einhver versta vika lýðveldistímans er nú að baki. Þótt lítil glæta virðist vera þessa dimmu daga, getum við að minnsta kosti huggað okkur við að það var fjármálakreppa sem reið yfir landið en ekki svartidauði, stórabóla eða móðuharðindi eins og forðfeður okkar þurftu að glíma við.

Kreppan, frjálshyggjan og framtíðin

Víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvort fjármálakreppan mikla sé frjálshyggjunni að kenna. Málsmetandi menn segja að gengið hafi verið of langt í að draga úr ríkis-„afskiptum“ af fjármálamarkaðnum vestanhafs, hann gerður of „frjáls“. Einstaka „frjáls“-hyggjumaður maldar í móinn og segir að vandinn stafi af því að markaðurinn hafi ekki verið nógu „frjáls“.

Við getum þetta

Stefán Ólafsson skrifar

Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbyggingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný.

Þegar gengið réðst á mig!

Gerður Kristný skrifar

Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina.

Nóg komið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fall Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verð. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla.

Fórnarlambið?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra.

Óskýr skilaboð

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Um nokkurra mánaða skeið hefur legið fyrir að í óefni stefndi á Íslandi, að fjármálakreppa væri yfirvofandi. Margir erlendir sérfræðingar um efnahagsmál höfðu bent á þetta allmiklu fyrr og nokkrir Íslendingar líka. Þessar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina og því jafnvel svarað til að skilningsleysi á íslenskum dugnaði og áræðni lægi að baki þeim.

Versti seðlabankastjórinn

Þorvaldur Gylfason skrifar

Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands.

Ísland II

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum – og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn.

Erfiðleikar og tækifæri

Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Umfangsmesta lagasetning Alþingis staðfestir mestu erfiðleika sem blasað hafa við íslensku efnahagslífi.

Nýr dagur

Þorsteinn Pálsson skrifar

Með vissum hætti má segja að nýr dagur sé runninn í íslensku fjármálalífi. Þær ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið veita tækifæri til nýrrar viðspyrnu. Á miklu veltur að tæknileg stjórnun fjármálakerfisins á næstu vikum tryggi eðlilegan gang atvinnulífsins. Um leið er nauðsynlegt að skýr hugmyndafræðileg markmið liggi til grundvallar þeirri nýju framtíð sem þjóðin gengur nú til móts við.

Hamstur

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér.

LÍN mismunar skiptinemum

Haukur Logi Karlsson skrifar

Gengissveiflur krónunnar hafa umsvifalaus áhrif á námsmenn í útlöndum á framfæri ríkissjóðs. Þeir þurfa því annað hvort að stinga nýtt gat í sultarólina eða fá frekari fyrirgreiðslu hjá bankanum. Þessi sveifla hefur ekki sérstök áhrif á suma, þar sem við gerum upp yfirdráttinn við bankann í lok annar með láni frá LÍN, sem reiknað er út frá gjaldmiðli námslandsins miðað við útborgunardag.

Sjá næstu 50 greinar