Voru lög brotin? Björn Ingi Hrafnsson skrifar 31. október 2008 07:00 Óhætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækkun stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur. Auk þess var stutt síðan Seðlabankinn hafði lækkað vextina nokkuð ríflega, einkum með þeim augljósu rökum að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru gjörbreyttar, samdráttur væri þegar orðinn nokkur og eftirspurn og væntingar hefðu hríðfallið. Nokkuð almennur stuðningur hefur verið hér á landi við þá ákvörðun að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestum ber saman um að aðrir kostir hafi tæpast verið fyrir hendi. Í rökstuðningi fyrir vaxtahækkuninni vísaði bankastjórn Seðlabankans til samkomulagsins við IMF og sagði að í því fælist beinlínis að fyrir staðfestingu þess skuli Seðlabankinn hafa hækkað stýrivexti í 18 prósent. Enn fremur var vísað til þess að við hrun bankakerfisins og harkalegar ytri aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu hafi gjaldeyrismarkaður þjóðarinnar lamast á svipstundu. Frekari takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum væru því óhjákvæmilegar og aðhaldssamt vaxtastig sömuleiðis. Formaður bankastjórnar Seðlabankans lagði áherslu á samstöðu í máli sínu á blaðamannafundi þegar ákvörðunin var kynnt. Að allir yrðu að róa í sömu átt. Hann neitaði að upplýsa um sína persónulegu skoðun á vaxtahækkuninni, en vísaði þess í stað til samkomulags IMF og ríkisstjórnarinnar. Það sjónarmið var svo ítrekað með afgerandi hætti með sögulegri yfirlýsingu bankans í gær, þar sem trúnaði var beinlínis aflétt í þeim tilgangi að sýna fram á að samkomulag hafi orðið um slíka vaxtahækkun, jafnframt sem því var vísað á bug að ráðherrar í ríkisstjórn gætu hafa undrast vaxtahækkunina á þeim forsendum að ekkert slíkt ákvæði væri í samningsgerðinni. Hvernig ber að túlka slíkar skeytasendingar milli Seðlabanka og ríkisstjórnar? Sýna þær ekki ágreining milli aðila sem ávallt eiga að standa saman, einkum við þær aðstæður sem nú eru uppi? Er hafið ímyndarstríð um það hverjir beri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum? Eru einhver fordæmi fyrir fyrir slíkum yfirlýsingum af hálfu Seðlabanka, þar sem beinlínis er sett ofan í við ráðherra í ríkisstjórn? Málið á sér aukinheldur fleiri hliðar. Svo vill til að Seðlabankinn er sjálfstæður samkvæmt lögum. Hann fer með ákvörðunarvald í peningamálum og á hvorki að taka við fyrirskipunum frá alþjóðastofnunum né stjórnmálamönnum. Í samþykkt bankastjórnar er skýrt kveðið á um starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum. Er yfirlýsing Seðlabankans til marks um að farið hafi verið á svig við þau lög? Telur bankinn að hann hafi fengið bein tilmæli frá ríkisstjórn eða alþjóðastofnun? Til yfirlýsinga hvaða ráðherra er hann að vísa með yfirlýsingu sinni? Svara við þessum spurningum og fleirum hlýtur að vera að vænta á næstu dögum. Ef það er rétt, sem margt bendir til, að bankastjórar Seðlabankans fari ekki lengur með stjórn peningamála, væri hyggilegt að fá það formlega á hreint sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að ekki hafi allir fagnað ákaft þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti óvænt um helmingshækkun stýrivaxta sinna. Margir höfðu átt von á auknu aðhaldi í peningamálastefnunni í kjölfar tilkynningar um formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), en svo rosaleg hækkun kom illa við íslenskt viðskipta- og athafnalíf, sem hefur mátt þola svo mörg áföll síðustu daga og vikur. Auk þess var stutt síðan Seðlabankinn hafði lækkað vextina nokkuð ríflega, einkum með þeim augljósu rökum að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru gjörbreyttar, samdráttur væri þegar orðinn nokkur og eftirspurn og væntingar hefðu hríðfallið. Nokkuð almennur stuðningur hefur verið hér á landi við þá ákvörðun að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestum ber saman um að aðrir kostir hafi tæpast verið fyrir hendi. Í rökstuðningi fyrir vaxtahækkuninni vísaði bankastjórn Seðlabankans til samkomulagsins við IMF og sagði að í því fælist beinlínis að fyrir staðfestingu þess skuli Seðlabankinn hafa hækkað stýrivexti í 18 prósent. Enn fremur var vísað til þess að við hrun bankakerfisins og harkalegar ytri aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu hafi gjaldeyrismarkaður þjóðarinnar lamast á svipstundu. Frekari takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum væru því óhjákvæmilegar og aðhaldssamt vaxtastig sömuleiðis. Formaður bankastjórnar Seðlabankans lagði áherslu á samstöðu í máli sínu á blaðamannafundi þegar ákvörðunin var kynnt. Að allir yrðu að róa í sömu átt. Hann neitaði að upplýsa um sína persónulegu skoðun á vaxtahækkuninni, en vísaði þess í stað til samkomulags IMF og ríkisstjórnarinnar. Það sjónarmið var svo ítrekað með afgerandi hætti með sögulegri yfirlýsingu bankans í gær, þar sem trúnaði var beinlínis aflétt í þeim tilgangi að sýna fram á að samkomulag hafi orðið um slíka vaxtahækkun, jafnframt sem því var vísað á bug að ráðherrar í ríkisstjórn gætu hafa undrast vaxtahækkunina á þeim forsendum að ekkert slíkt ákvæði væri í samningsgerðinni. Hvernig ber að túlka slíkar skeytasendingar milli Seðlabanka og ríkisstjórnar? Sýna þær ekki ágreining milli aðila sem ávallt eiga að standa saman, einkum við þær aðstæður sem nú eru uppi? Er hafið ímyndarstríð um það hverjir beri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum? Eru einhver fordæmi fyrir fyrir slíkum yfirlýsingum af hálfu Seðlabanka, þar sem beinlínis er sett ofan í við ráðherra í ríkisstjórn? Málið á sér aukinheldur fleiri hliðar. Svo vill til að Seðlabankinn er sjálfstæður samkvæmt lögum. Hann fer með ákvörðunarvald í peningamálum og á hvorki að taka við fyrirskipunum frá alþjóðastofnunum né stjórnmálamönnum. Í samþykkt bankastjórnar er skýrt kveðið á um starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum. Er yfirlýsing Seðlabankans til marks um að farið hafi verið á svig við þau lög? Telur bankinn að hann hafi fengið bein tilmæli frá ríkisstjórn eða alþjóðastofnun? Til yfirlýsinga hvaða ráðherra er hann að vísa með yfirlýsingu sinni? Svara við þessum spurningum og fleirum hlýtur að vera að vænta á næstu dögum. Ef það er rétt, sem margt bendir til, að bankastjórar Seðlabankans fari ekki lengur með stjórn peningamála, væri hyggilegt að fá það formlega á hreint sem allra fyrst.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun