IMF og stórslysa-kapítalisminn 21. október 2008 06:00 Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar