Fleiri fréttir

Að leyfa það sem er bannað

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn.

Blaðamaðurinn

Einar Már Jónsson skrifar

Fyrir skömmu var kvikmyndagerðarmaður einn að gramsa í gömlum blöðum í búð fornbókasala í bænum Charleville í Ardennafjöllum nyrst í Frakklandi, skammt frá landamærum Belgíu, og dró þá fram slitið eintak af dagblaði sem var dagsett 25. nóvember 1870.

Að skrifa söguna sjálfur

Jón Kaldal skrifar

Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is.

Bubbi, ég elska þig!

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig,“ sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf.

Persónur og leikendur

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Í síðustu viku var óvænt endursýning á leikriti sem tekið var öðru sinni af fjölunum í janúar í ár. Persónur og leikendur þyrptust inn á sviðið og fóru áreynslulaust, með textann sinn.

Það var platað mig

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Stundum þegar ég hitti gamla vini sem búa enn í Reykjavík og þeir spyrja mig hvort það sé ekki alltaf rok þarna úti á Álftanesi þá svara ég: „Það er ekki eins og þú búir í einhverju Flórída“.

Óaldarflokkar og pólitískir ribbaldar

Þráinn Bertelsson skrifar

Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti.

Óréttlæti heimsins

Davíð Þór Jónsson skrifar

Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt.

Refsivöndur Moskvuvaldsins

Auðunn Arnórsson skrifar

Fyrir þá sem muna eftir fréttamyndum frá téténska höfuðstaðnum Grosní var það kunnugleg sjón sem blasti við á þeim myndum sem bárust á síðustu dögum frá georgísku borginni Gori: Algjör eyðilegging. Þegar rússneski herinn ræðst til atlögu í Kákasus þá eirir hann engu.

Börn náttúrunnar

Gerður Kristný skrifar

Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit.

Hvað svo?

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Sjálfstæðismenn tóku mikla áhættu er þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F. Magnússyni, enda naut hann frá upphafi lítilla vinsælda og sífellt minni eftir því sem á leið. Frá fór tiltölulega vinsæll meirihluti Tjarnarkvartettsins undir glæsilegri forystu Dags B. Eggertssonar sem borgar­stjóra. Sá meirihluti varð aftur til við hinar undarlegustu kringumstæður og vitaskuld reyndi aldrei mikið á hann, þennan stutta valdatíma.

Brunastigastjórnmál

Hallgrímur Helgason skrifar

Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast— „Er meirihlutinn sprunginn?!"—lyfta lokast.

Silfur Egils

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn.

Glundroðakenning gengur aftur

Jón Kaldal skrifar

Fyrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjörtímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart.

Vegur til sátta

Skúli Helgason skrifar

Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum.

Vörn fyrir Venesúelu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti.

Öngstræti Sjálfstæðisflokks

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Það leit ekki vel út fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gær þegar Óskar Bergsson margítrekaði að hann væri ekki virkur þátttakandi í þessum nýja farsa í borgarstjórn.

Ólympíuandi

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60.

Vill skuldsett þjóð sökkva sér dýpra?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Næstliðin fjögur til fimm ár hafa verið einhver mesti uppgangstími í þjóðarsögunni. Atvinnuleysi var nánast ekkert heldur gátu landsmenn valið sér atvinnu við hæfi hvers og eins. Tekjur uxu hröðum skrefum.

Háskalegur skortur á forystu

Jón Kaldal skrifar

Undanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætis­ráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki.

„Þú ert dópið mitt“

Einar Már Jónsson skrifar

Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni.

Dýrafóður fyrir börnin

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska.

Óráð er að berja af sér bjargvættinn

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Víða þrengir að í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og fyrirtæki jafnt og heimili bregðast við með aukinni ráðdeild og margvíslegri hagræðingu. Markaðurinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur síðustu misseri, bleiki pappírinn horfinn og efnisþættir endurskipulagðir.

Hverjir vilja hjálpa mér að hjálpa öðrum?

Ásdís Sigurðardóttir skrifar

Tilefni skrifa minna hér, eru þau að í júlí mánuði fór ég og heimsótti vinkonu mína í Reykjavík. þar sem hún er að vinna sjálfboðavinnu hjá Hjálpræðishernum . Skrif hennar á blogginu höfði vakið athygli mína og var ég forvitin um það starf sem þarna fer fram og langaði til að leggja þeim lið ef ég gæti.

Jónas og Einar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa í Morgunblaðsgrein ítrekað brýningu sína um mikilvægi þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Röksemdir þeirra byggja jafnt á efnahagslegum forsendum sem pólitískum.

Nálgunarbann er frelsun

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í Hæstarétti sitja tveir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn tróð þangað í markvissri viðleitni sinni til að auka ítök Flokksins í dómsvaldinu. Nú súpum við seyðið af því.

Peningakvótinn

Þráinn Bertelsson skrifar

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni.

Miklar væntingar, vonbrigði fyrirséð

Auðunn Arnórsson. skrifar

Hálfur mánuður er nú þar til flokksþing Demókrataflokksins hefst vestur í Denver í Colorado. Fáeinum dögum síðar halda repúblikanar sitt þing í St. Paul í Minnesota. Með flokksþingunum hefst formlegur endasprettur kosningabaráttunnar fyrir bandarísku forseta- og þingkosningarnar í nóvember.

Hótanir og hugsjónir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar

Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður.

Af pólitísku skuggavarpi

Hallgrímur Helgason skrifar

Ein eftirminnilegasta fréttasena síðustu ára er frá sumrinu 2006 þegar Framsóknarflokkurinn stóð við Öxará og Halldór Ásgrímsson tilkynnti í beinni seint um kvöld að hann væri hættur í stjórnmálum.

Kína

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi.

Gulur, rauður, grænn og blár

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Hundadagar eru dásamlegur tími. Það er tekið að rökkva, nóttin orðin dimm og hlý. Gróðurinn sæll í fullum vexti og mannfólkið tekið að búa sig undir haust eftir sumarannir.

Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi

Drífa Snædal skrifar

Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram.

Með rakstri skal borg bæta

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig.

Martröð í Ráðhúsinu

Jón Kaldal skrifar

Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta.

Siðræn gildi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Eftir þeim lögum sem í gildi eru um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.

Lokun Þjóðhagsstofnunar

Þorvaldur Gylfason skrifar

Efnahagsvandinn nú er að miklu leyti heimatilbúinn, þótt upphafið megi rekja til erfiðleika á erlendum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 ber þunga ábyrgð.

Fjalla-Jónar segja pors

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman.

Lögbundin stjórnsýsla og nektardans

Björn Bjarnason skrifar

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný.

Hæg þróun í átt til jafnréttis

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hefur staðið lengi og vissulega hefur þokast, að minnsta kosti í lagalegu tilliti. Í raun er þó langt í land. Sú skoðun virðist alltaf eiga einhverju fylgi að fagna að kynin séu svo ólík að fullkomnu jafnrétti milli kynja verði aldrei náð.

Hin hægri gildi

Einar Már Jónsson skrifar

Ef eitthvað er að marka það sem stendur í frönskum blöðum þessa stundina og þenur sig jafnvel yfir forsíður þeirra, álíta hægri menn nú, rúmu ári eftir kosningasigurinn, að þeir hafi unnið endanlegan sigur í því hugmyndafræðilega stríði sem vinstri menn og hægri hafa háð linnulaust í marga áratugi, nú séu hin svokölluðu „hægri gildi“ orðin einráð í þjóðfélaginu og verði aldrei til eilífðar nóns snúið aftur frá því.

Lyftistöng fyrir mannlífið

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð.

Enn má marka viðsnúning í skrifum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fagnaðarefni er ef breytist tónninn í erlendri umfjöllun um íslenskt fjármálakerfi. Þannig sagði í frétt Financial Times um helgina að uppgjör viðskiptabankanna stóru hér, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, hefðu slegið á ótta við að landið stæði frammi fyrir fjármálakreppu.

Demanturinn og duftið

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar.

Sjá næstu 50 greinar