Fleiri fréttir

Litlu þúfurnar og þungu hlössin

Ein af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt.

Afsökun og árétting

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Um leið og ég biðst velvirðingar á þeim mistökum að hafa ranglega sagt, í grein minni hér í blaðinu föstudag 08. júní að Brennisteinsfjöll vanti á lista yfir væntanleg verndarsvæði í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna, langar mig að beina sjónum að nýútgefnu rannsóknarleyfi á jarðhita í Gjástykki.

Bölvuð ekkisens...

Mér finnst ótrúlega sorglegt að sjá gengið út frá því sem vísu að hæfileikinn til að læra eigi að eldast af manni, að það að vera enn að þroskast og auka við þekkingu sína sé merki um vanþroska. Auðvitað ætti þessu að vera öfugt farið. Fátt ber einmitt gleggri merki um vanþroska en að geta ekki lært, þroskast og breyst, að bíta í sig skoðanir og viðhorf sem maður er ófáanlegur ofan af hvað sem tautar og raular.

Hvenær á að virkja og hvenær ekki

Ég vil byrja þessa grein á því að þakka heiðursmanninum Sturlu Böðvarssyni fyrir þá þolinmæði og huggulegheit sem hann sýndi mér þegar ég ítrekað, aftur og aftur, ávarpaði hann sem frú forseta í fyrstu ræðunni sem ég hélt á Alþingi.

Finnum stæði

Einn af mörgum borgarstjórum Reykjavíkur stóð svellkaldur á hverfafundi: Vitið þið hvað það eru mörg bílastæði á Reykjavíkursvæðinu? Fundurinn þagði þrjóskulega enda nýbúið að nöldra talsvert um skort á bílastæðum í hverfinu. Borgarstjórinn gaf sér dramatíska kúnstpásu: Það eru ein miljón bílastæði í Reykjavík – vitið þið hvað það kostar sveitarfélögin?“ Það var fyrir hendingu frekar en slysni að Reykjavík varð amerísk bílaborg og úthverfin – nágrannabyggðir fyrirgefið – öpuðu það eftir.

Í nýju kompaníi

Í þingsetningarræðu sinni lét forseti Íslands þess getið að nú væru þeir allir horfnir af vettvangi sem hefðu verið með honum á þingi. Ég kleip mig í handlegginn til að kanna hvort ég væri ekki þar sem ég var. Eða væri ekki ég. Mundi sem sagt ekki betur en að við Ólafur Ragnar hefðum verið samferða á þingi fyrir margt löngu.

Fyrstu nemendurnir með fullnaðarpróf í lögfræði

Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu.

Innritun í framhaldsskóla

Innritun í framhaldsskólana stendur yfir til 11. júní næst komandi. Stóra spurningin til unga fólksins er þessi: „Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?“ Því fer fjarri að allir umsækjendur á höfuðborgarsvæðinu hafi slíkt val.

Póstkort

Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að sjálfsögðu tekið fagnandi enda ekki á hverjum degi sem maður getur gengið um á bol og stuttbuxum utandyra og sjálfsagt að einhver greiðsla, eða fórn, komi í staðinn.

Hugmyndir Svía um nútímann

Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar.

Fagra Ísland – dagur þrjú

Ögmundur Jónasson skrifar

Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.

Hálfvitar

Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálf­vitum.

Tilboð um réttlæti

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn.

Átta ríkisprestar kæra

Ég hef verið ákærður fyrir lúterska hugsun og athæfi. Ég hef í anda Lúters barist fyrir því að komið verði á jafnræði trúfélaga og að samkynhneigðir megi njóta sömu réttinda og aðrir innan kirkjunnar. Fyrir þetta hef ég verið ákærður. Ákærugögnin eru predikanir mínar, greinaskrif og annað sem fjallar um þetta tvennt.

Töfraorð og orðaleikfimi

Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu.

Sértæk fræði

Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði.

Velgjörðarmenn fátækra stúlkna

Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims.

Laugarvatnshátíð 9. júní

Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni.

Íslenskir þjófar

Íslendingar eru í öðru sæti yfir þjóðir sem nota mest af ólöglegum hugbúnaði. Aðeins Aserbaídsjan er fyrir ofan Ísland á lista tímaritsins The Economist yfir þær þjóðir sem hafa mest af illa fengnum hugbúnaði í hverri tölvu.

Gluggað í stjórnarsáttmála

Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsáttmála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörðun um að starfa saman í ríkisstjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar.

Hver á að blása?

Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir.

Athugasemd

Egill Helgason skrifar

Ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að það sem fór á milli mín og forstjóra 365 væri samningur. Viðbrögðin koma mér algjörlega í opna skjöldu. Mikið er þetta leiðinlegt...

Til hamingju með daginn

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávar­útvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli.

Biljónsdagbók 3.6. 2007

OMXI15 var 8.178,27 í morgun, þegar ég bað Halla að ganga frá yfirtökutilboði í Reyktjaldagerðina, og S&P500 var 1.503,23 þegar Iwaunt Moore hringdi frá London og sagði að ég yrði að koma strax út til að róa útlendu fjárfestana í Asian Viking Ventures.

Lög um reyk

Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum tóbaks­reykinga yfir höfuð, enda eru þær jú vissulega heilsuspillandi fyrir þá sem þær stunda sem og nærstadda.

Spennandi framtíð í líftækni

Vorið er komið og grundirnar gróa … og bakkalárkandidatar í líftækni við Háskólann á Akureyri kynna og verja lokaverkefni sín. Það er óhætt að segja að rannsóknir líftækninema séu fjölbreyttar í ár, en meðal viðfangsefna má nefna ræktun nýrrar frumulínu lungnaþekjufrumna, endurhönnun úrbeiningarferla á nautgripum, nýjungar í nýtingu á rækjuskel, etanól- og vetnisframleiðslu með hitakærum bakteríum, áburðar- og jarðgerð úr slammi, stöðu og tækifæri í framleiðslu örveruhindrandi peptíða, og greiningu á prótínmengi sýklalyfsþolinna baktería, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Hefðir og esperanto

Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum.

Hvað gengur Morgunblaðinu til?

Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist.is og hagsmunasamtaka tónlistarhreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðsins.

Reyklaus barlómur

Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húman­istar“ og eru vinsælir álits­gjafar og pistlahöfundar.

Fjölbreytt nám – fjölbreyttir möguleikar

Undanfarin ár hefur námsframboð Háskóla Íslands aukist og námsleiðum innan hans fjölgað. Ein elsta deild Háskólans, guðfræðideildin, hefur einnig aukið námsframboð sitt með tilkomu djáknanáms og almennrar trúarbragðafræði, auk framhaldsnáms.

Fækkum trampólínslysum

Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Pyntingar og sjálfsvíg

Sádi-arabísk­ur maður framdi sjálfsmorð í Guantanamó-fangabúðunum síðastliðinn miðvikudag. Í fangabúðunum sem Bandaríkjamenn halda úti á Kúbu dvelja hátt í fjögur hundruð manns og hafa sumir hverjir verið þar í allt að fimm ár án þess að mál þeirra hafi farið fyrir dómstóla.

Næsta Flateyri?

Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið.

Sjá næstu 50 greinar