Fyrstu nemendurnir með fullnaðarpróf í lögfræði 9. júní 2007 06:00 Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun