Fyrstu nemendurnir með fullnaðarpróf í lögfræði 9. júní 2007 06:00 Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í dag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir 5 ára háskólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að tilkoma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygging grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst einkum í því að teknar voru í grunnnámið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnisrétt, hugverkarétt, verðbréfamarkaðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir atvikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frekari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ samsetningu grunnnáms í lögfræði er ljóst að þessar áherslubreytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lögfræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma lagadeildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönnum hafi kannski í fyrstu brugðið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif hennar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lögfræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í áratugi hafi verið tilkoma lagadeildar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laganám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við lagadeild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stundakennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóðlegan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nemenda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifærin til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar