Hvað gengur Morgunblaðinu til? 1. júní 2007 06:00 Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist.is og hagsmunasamtaka tónlistarhreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðsins. Ég ítreka að ég mun ekki ræða málefni einstakra listamanna eða útgefenda opinberlega enda er um að ræða aðila sem annaðhvort eru samstarfsaðilar Tónlist.is eða umbjóðendur samstarfsaðila okkar. Þau mál verða til lykta leidd á öðrum og eðlilegri vettvangi. Uppruni umfjöllunar Morgunblaðsins er sagður gagnrýni tónlistarmanna á Tónlist.is þar sem menn áttu að hafa verið sviknir um greiðslur. Tónlist.is hefur verið hreinsað af þessum rógburði og Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu að það séu aðrir en Tónlist.is sem hafa ekki staðið sig sem skyldi í vandaðri grein sem birtist á sunnudag. Í greininni kemur einnig fram gagnrýni Morgunblaðsins á starfsemi Tónlist.is. Gagnrýni er af hinu góða en þar kemur fram misskilningur sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. 1. Því er haldið fram að Tónlist.is greiði fasta greiðslu fyrir streymi og lög sem spiluð eru í Ríkisútvarpinu og ráði því hvernig sé greitt fyrir spilun á vefnum. Þetta er ekki rétt en greiðslur tóku þó mið af heildarspilun hvers útgefenda í útvarpi í fyrstu samningum sem voru gerðir enda voru menn að læra á nýjan miðil sem minnti um margt á útvarp. Þessar greiðslur voru greiddar frá upphafi starfseminnar en aðeins ef hún náði ákveðnum hundraðshluta með fullu samþykki útgefenda. Hér var um lágar fjárhæðir að ræða en þó fengu langflestir útgefendur greitt fyrir þennan hluta þar sem streymi náði því lágmarki sem til þurfi. Þessum samningum var fljótlega breytt þannig að þessar fjárhæðir söfnuðust saman næðu þær ekki lágmarkinu og allir rétthafar fá greitt fyrir streymi í dag. Í farvatninu er einnig að breyta öllum samningum sem gerðir voru í upphafi þannig að allar greiðslur skili sér afturvirkt. Tölvukerfið býr yfir upplýsingum um streymi frá upphafi og við það geta rétthafar stuðst til að greiða sínum umbjóðendum. 2. Þess misskilnings virðist gæta í umfjöllun Morgunblaðsins að Tónlist.is telji sig hafa samning við samtök rétthafa um sölu á tónlist útgefenda. Heildarsamningar eru aðeins gerðir við samtök flytjenda og STEF en síðan eru gerðir samningar við hvern útgefenda. Það er ekki um það að ræða að tónlist sé seld án heimildar enda þess gætt vandlega að um alla tónlist séu viðhlítandi samningar. Það er alfarið ákvörðun hvers útgefenda hvaða tónlist fer í sölu enda eru þeir eigendur efnisins. 3. Morgunblaðið gagnrýnir að skráning á höfundarétti sé ekki í lagi. Því er hafnað enda byggir sú skráning á því að rétthafar fái greitt. Hins vegar bendir blaðamaður Morgunblaðsins á að í ID3-tag á MP3 skrám standi (c) MúsikNet. Undirritaður kann blaðamanni þakkir fyrir þessa ábendingu en þetta hafði verið lagfært áður en gagnrýni hans birtist. Um var að ræða mannleg mistök við útfærslu á einni gerð skráa þegar vefurinn var endurbættur. Hér var því aðeins um vikutímabil að ræða á einni skráartegund og eru útgefendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum.Tónlistarveita mbl.isMbl.is hefur verið að færa sig yfir í miðlun tónlistar og þannig hafa allir gestir möguleika á að setja inn tónlist á bloggvefi sem vistaðir eru á netþjónum mbl.is og aðrir gestir geta síðan streymt án endurgjalds. Í ljós hefur komið að um verulegt magn af höfundavörðu efni er að ræða og þar er að finna tónlist með Bubba, Baggalúti, Björgvini Halldórssyni, Þey, Spilverki Þjóðanna, Mika, Bob Dylan, Beatles og fjölda annara tónlistarmanna.Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Morgunblaðið birtir heldur ekki upplýsingar um höfundarétt. Þessi þjónusta er því í anda þeirrar þjónustu sem hin svokölluðu sjóræningjanet veita nema hér er aðeins um streymi að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er um frumskóg réttindamála að ræða en sem betur fer eru tónlistarmenn upp til hópa þeim gáfum gæddir að skilja þetta ágætlega. Greinaflokkur Morgunblaðsins er ágætur og hefur komið af stað umræðu um þessi málefni. Ég vona sannarlega hún verði til þess að menn einbeiti sér að því sem skiptir mestu máli í stafrænni framtíð. Að koma böndum á ólöglega dreifingu tónlistar öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlist.is. Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist.is og hagsmunasamtaka tónlistarhreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðsins. Ég ítreka að ég mun ekki ræða málefni einstakra listamanna eða útgefenda opinberlega enda er um að ræða aðila sem annaðhvort eru samstarfsaðilar Tónlist.is eða umbjóðendur samstarfsaðila okkar. Þau mál verða til lykta leidd á öðrum og eðlilegri vettvangi. Uppruni umfjöllunar Morgunblaðsins er sagður gagnrýni tónlistarmanna á Tónlist.is þar sem menn áttu að hafa verið sviknir um greiðslur. Tónlist.is hefur verið hreinsað af þessum rógburði og Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu að það séu aðrir en Tónlist.is sem hafa ekki staðið sig sem skyldi í vandaðri grein sem birtist á sunnudag. Í greininni kemur einnig fram gagnrýni Morgunblaðsins á starfsemi Tónlist.is. Gagnrýni er af hinu góða en þar kemur fram misskilningur sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. 1. Því er haldið fram að Tónlist.is greiði fasta greiðslu fyrir streymi og lög sem spiluð eru í Ríkisútvarpinu og ráði því hvernig sé greitt fyrir spilun á vefnum. Þetta er ekki rétt en greiðslur tóku þó mið af heildarspilun hvers útgefenda í útvarpi í fyrstu samningum sem voru gerðir enda voru menn að læra á nýjan miðil sem minnti um margt á útvarp. Þessar greiðslur voru greiddar frá upphafi starfseminnar en aðeins ef hún náði ákveðnum hundraðshluta með fullu samþykki útgefenda. Hér var um lágar fjárhæðir að ræða en þó fengu langflestir útgefendur greitt fyrir þennan hluta þar sem streymi náði því lágmarki sem til þurfi. Þessum samningum var fljótlega breytt þannig að þessar fjárhæðir söfnuðust saman næðu þær ekki lágmarkinu og allir rétthafar fá greitt fyrir streymi í dag. Í farvatninu er einnig að breyta öllum samningum sem gerðir voru í upphafi þannig að allar greiðslur skili sér afturvirkt. Tölvukerfið býr yfir upplýsingum um streymi frá upphafi og við það geta rétthafar stuðst til að greiða sínum umbjóðendum. 2. Þess misskilnings virðist gæta í umfjöllun Morgunblaðsins að Tónlist.is telji sig hafa samning við samtök rétthafa um sölu á tónlist útgefenda. Heildarsamningar eru aðeins gerðir við samtök flytjenda og STEF en síðan eru gerðir samningar við hvern útgefenda. Það er ekki um það að ræða að tónlist sé seld án heimildar enda þess gætt vandlega að um alla tónlist séu viðhlítandi samningar. Það er alfarið ákvörðun hvers útgefenda hvaða tónlist fer í sölu enda eru þeir eigendur efnisins. 3. Morgunblaðið gagnrýnir að skráning á höfundarétti sé ekki í lagi. Því er hafnað enda byggir sú skráning á því að rétthafar fái greitt. Hins vegar bendir blaðamaður Morgunblaðsins á að í ID3-tag á MP3 skrám standi (c) MúsikNet. Undirritaður kann blaðamanni þakkir fyrir þessa ábendingu en þetta hafði verið lagfært áður en gagnrýni hans birtist. Um var að ræða mannleg mistök við útfærslu á einni gerð skráa þegar vefurinn var endurbættur. Hér var því aðeins um vikutímabil að ræða á einni skráartegund og eru útgefendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum.Tónlistarveita mbl.isMbl.is hefur verið að færa sig yfir í miðlun tónlistar og þannig hafa allir gestir möguleika á að setja inn tónlist á bloggvefi sem vistaðir eru á netþjónum mbl.is og aðrir gestir geta síðan streymt án endurgjalds. Í ljós hefur komið að um verulegt magn af höfundavörðu efni er að ræða og þar er að finna tónlist með Bubba, Baggalúti, Björgvini Halldórssyni, Þey, Spilverki Þjóðanna, Mika, Bob Dylan, Beatles og fjölda annara tónlistarmanna.Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Morgunblaðið birtir heldur ekki upplýsingar um höfundarétt. Þessi þjónusta er því í anda þeirrar þjónustu sem hin svokölluðu sjóræningjanet veita nema hér er aðeins um streymi að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er um frumskóg réttindamála að ræða en sem betur fer eru tónlistarmenn upp til hópa þeim gáfum gæddir að skilja þetta ágætlega. Greinaflokkur Morgunblaðsins er ágætur og hefur komið af stað umræðu um þessi málefni. Ég vona sannarlega hún verði til þess að menn einbeiti sér að því sem skiptir mestu máli í stafrænni framtíð. Að koma böndum á ólöglega dreifingu tónlistar öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlist.is. Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun