Hvað gengur Morgunblaðinu til? 1. júní 2007 06:00 Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist.is og hagsmunasamtaka tónlistarhreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðsins. Ég ítreka að ég mun ekki ræða málefni einstakra listamanna eða útgefenda opinberlega enda er um að ræða aðila sem annaðhvort eru samstarfsaðilar Tónlist.is eða umbjóðendur samstarfsaðila okkar. Þau mál verða til lykta leidd á öðrum og eðlilegri vettvangi. Uppruni umfjöllunar Morgunblaðsins er sagður gagnrýni tónlistarmanna á Tónlist.is þar sem menn áttu að hafa verið sviknir um greiðslur. Tónlist.is hefur verið hreinsað af þessum rógburði og Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu að það séu aðrir en Tónlist.is sem hafa ekki staðið sig sem skyldi í vandaðri grein sem birtist á sunnudag. Í greininni kemur einnig fram gagnrýni Morgunblaðsins á starfsemi Tónlist.is. Gagnrýni er af hinu góða en þar kemur fram misskilningur sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. 1. Því er haldið fram að Tónlist.is greiði fasta greiðslu fyrir streymi og lög sem spiluð eru í Ríkisútvarpinu og ráði því hvernig sé greitt fyrir spilun á vefnum. Þetta er ekki rétt en greiðslur tóku þó mið af heildarspilun hvers útgefenda í útvarpi í fyrstu samningum sem voru gerðir enda voru menn að læra á nýjan miðil sem minnti um margt á útvarp. Þessar greiðslur voru greiddar frá upphafi starfseminnar en aðeins ef hún náði ákveðnum hundraðshluta með fullu samþykki útgefenda. Hér var um lágar fjárhæðir að ræða en þó fengu langflestir útgefendur greitt fyrir þennan hluta þar sem streymi náði því lágmarki sem til þurfi. Þessum samningum var fljótlega breytt þannig að þessar fjárhæðir söfnuðust saman næðu þær ekki lágmarkinu og allir rétthafar fá greitt fyrir streymi í dag. Í farvatninu er einnig að breyta öllum samningum sem gerðir voru í upphafi þannig að allar greiðslur skili sér afturvirkt. Tölvukerfið býr yfir upplýsingum um streymi frá upphafi og við það geta rétthafar stuðst til að greiða sínum umbjóðendum. 2. Þess misskilnings virðist gæta í umfjöllun Morgunblaðsins að Tónlist.is telji sig hafa samning við samtök rétthafa um sölu á tónlist útgefenda. Heildarsamningar eru aðeins gerðir við samtök flytjenda og STEF en síðan eru gerðir samningar við hvern útgefenda. Það er ekki um það að ræða að tónlist sé seld án heimildar enda þess gætt vandlega að um alla tónlist séu viðhlítandi samningar. Það er alfarið ákvörðun hvers útgefenda hvaða tónlist fer í sölu enda eru þeir eigendur efnisins. 3. Morgunblaðið gagnrýnir að skráning á höfundarétti sé ekki í lagi. Því er hafnað enda byggir sú skráning á því að rétthafar fái greitt. Hins vegar bendir blaðamaður Morgunblaðsins á að í ID3-tag á MP3 skrám standi (c) MúsikNet. Undirritaður kann blaðamanni þakkir fyrir þessa ábendingu en þetta hafði verið lagfært áður en gagnrýni hans birtist. Um var að ræða mannleg mistök við útfærslu á einni gerð skráa þegar vefurinn var endurbættur. Hér var því aðeins um vikutímabil að ræða á einni skráartegund og eru útgefendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum.Tónlistarveita mbl.isMbl.is hefur verið að færa sig yfir í miðlun tónlistar og þannig hafa allir gestir möguleika á að setja inn tónlist á bloggvefi sem vistaðir eru á netþjónum mbl.is og aðrir gestir geta síðan streymt án endurgjalds. Í ljós hefur komið að um verulegt magn af höfundavörðu efni er að ræða og þar er að finna tónlist með Bubba, Baggalúti, Björgvini Halldórssyni, Þey, Spilverki Þjóðanna, Mika, Bob Dylan, Beatles og fjölda annara tónlistarmanna.Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Morgunblaðið birtir heldur ekki upplýsingar um höfundarétt. Þessi þjónusta er því í anda þeirrar þjónustu sem hin svokölluðu sjóræningjanet veita nema hér er aðeins um streymi að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er um frumskóg réttindamála að ræða en sem betur fer eru tónlistarmenn upp til hópa þeim gáfum gæddir að skilja þetta ágætlega. Greinaflokkur Morgunblaðsins er ágætur og hefur komið af stað umræðu um þessi málefni. Ég vona sannarlega hún verði til þess að menn einbeiti sér að því sem skiptir mestu máli í stafrænni framtíð. Að koma böndum á ólöglega dreifingu tónlistar öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlist.is. Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist.is og hagsmunasamtaka tónlistarhreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðsins. Ég ítreka að ég mun ekki ræða málefni einstakra listamanna eða útgefenda opinberlega enda er um að ræða aðila sem annaðhvort eru samstarfsaðilar Tónlist.is eða umbjóðendur samstarfsaðila okkar. Þau mál verða til lykta leidd á öðrum og eðlilegri vettvangi. Uppruni umfjöllunar Morgunblaðsins er sagður gagnrýni tónlistarmanna á Tónlist.is þar sem menn áttu að hafa verið sviknir um greiðslur. Tónlist.is hefur verið hreinsað af þessum rógburði og Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu að það séu aðrir en Tónlist.is sem hafa ekki staðið sig sem skyldi í vandaðri grein sem birtist á sunnudag. Í greininni kemur einnig fram gagnrýni Morgunblaðsins á starfsemi Tónlist.is. Gagnrýni er af hinu góða en þar kemur fram misskilningur sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. 1. Því er haldið fram að Tónlist.is greiði fasta greiðslu fyrir streymi og lög sem spiluð eru í Ríkisútvarpinu og ráði því hvernig sé greitt fyrir spilun á vefnum. Þetta er ekki rétt en greiðslur tóku þó mið af heildarspilun hvers útgefenda í útvarpi í fyrstu samningum sem voru gerðir enda voru menn að læra á nýjan miðil sem minnti um margt á útvarp. Þessar greiðslur voru greiddar frá upphafi starfseminnar en aðeins ef hún náði ákveðnum hundraðshluta með fullu samþykki útgefenda. Hér var um lágar fjárhæðir að ræða en þó fengu langflestir útgefendur greitt fyrir þennan hluta þar sem streymi náði því lágmarki sem til þurfi. Þessum samningum var fljótlega breytt þannig að þessar fjárhæðir söfnuðust saman næðu þær ekki lágmarkinu og allir rétthafar fá greitt fyrir streymi í dag. Í farvatninu er einnig að breyta öllum samningum sem gerðir voru í upphafi þannig að allar greiðslur skili sér afturvirkt. Tölvukerfið býr yfir upplýsingum um streymi frá upphafi og við það geta rétthafar stuðst til að greiða sínum umbjóðendum. 2. Þess misskilnings virðist gæta í umfjöllun Morgunblaðsins að Tónlist.is telji sig hafa samning við samtök rétthafa um sölu á tónlist útgefenda. Heildarsamningar eru aðeins gerðir við samtök flytjenda og STEF en síðan eru gerðir samningar við hvern útgefenda. Það er ekki um það að ræða að tónlist sé seld án heimildar enda þess gætt vandlega að um alla tónlist séu viðhlítandi samningar. Það er alfarið ákvörðun hvers útgefenda hvaða tónlist fer í sölu enda eru þeir eigendur efnisins. 3. Morgunblaðið gagnrýnir að skráning á höfundarétti sé ekki í lagi. Því er hafnað enda byggir sú skráning á því að rétthafar fái greitt. Hins vegar bendir blaðamaður Morgunblaðsins á að í ID3-tag á MP3 skrám standi (c) MúsikNet. Undirritaður kann blaðamanni þakkir fyrir þessa ábendingu en þetta hafði verið lagfært áður en gagnrýni hans birtist. Um var að ræða mannleg mistök við útfærslu á einni gerð skráa þegar vefurinn var endurbættur. Hér var því aðeins um vikutímabil að ræða á einni skráartegund og eru útgefendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum.Tónlistarveita mbl.isMbl.is hefur verið að færa sig yfir í miðlun tónlistar og þannig hafa allir gestir möguleika á að setja inn tónlist á bloggvefi sem vistaðir eru á netþjónum mbl.is og aðrir gestir geta síðan streymt án endurgjalds. Í ljós hefur komið að um verulegt magn af höfundavörðu efni er að ræða og þar er að finna tónlist með Bubba, Baggalúti, Björgvini Halldórssyni, Þey, Spilverki Þjóðanna, Mika, Bob Dylan, Beatles og fjölda annara tónlistarmanna.Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. Morgunblaðið birtir heldur ekki upplýsingar um höfundarétt. Þessi þjónusta er því í anda þeirrar þjónustu sem hin svokölluðu sjóræningjanet veita nema hér er aðeins um streymi að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er um frumskóg réttindamála að ræða en sem betur fer eru tónlistarmenn upp til hópa þeim gáfum gæddir að skilja þetta ágætlega. Greinaflokkur Morgunblaðsins er ágætur og hefur komið af stað umræðu um þessi málefni. Ég vona sannarlega hún verði til þess að menn einbeiti sér að því sem skiptir mestu máli í stafrænni framtíð. Að koma böndum á ólöglega dreifingu tónlistar öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlist.is. Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tónlist.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar