Fjölbreytt nám – fjölbreyttir möguleikar 1. júní 2007 06:00 Undanfarin ár hefur námsframboð Háskóla Íslands aukist og námsleiðum innan hans fjölgað. Ein elsta deild Háskólans, guðfræðideildin, hefur einnig aukið námsframboð sitt með tilkomu djáknanáms og almennrar trúarbragðafræði, auk framhaldsnáms. Í nær hundrað ár hefur Háskólinn menntað og útskrifað guðfræðinga með áherslu á akademískt nám, ásamt því að undirbúa þá fyrir fjölbreytt og krefjandi starf prestsins. Komið er inn á ýmis fræðasvið í guðfræðináminu, sem sum hver tengjast öðrum greinum háskólanáms, eins og sálfræði og félagsfræði, siðfræði, sagnfræði, heimspeki og tungumál. Einnig má nefna trúfræði, sálgæslu, litúrgíu, trúarbragðasögu, nýja testamentisfræði og gamla testamentisfræði. BA-próf í guðfræði er hægt að taka til 90 eininga eða á móti öðru fagi til 30 eða 60 eininga. Nám í guðfræðideild býður því upp á ýmsa möguleika og er góður grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Djáknafræðin eru kennd til BA-prófs, en einnig er boðið upp á 30 eininga viðbótarnám til djáknaprófs að loknu háskólaprófi í hjúkrunar- eða uppeldisfræðum. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á guðfræði- eða djáknanám heldur einnig þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum. Enn sem komið er er námið aðeins til 30 eininga en stefnt er að því að auka það og gefa kost á því sem aðalnámsgrein. Allar nánari upplýsingar um nám í guðfræðideild má fá á heimasíðu deildarinnar: www.gudfraedi.hi.is. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á fjölbreytt nám í akademískum fræðum undir leiðsögn eftirsóttra kennara á heimsmælikvarða, heldur er einnig sterkt félagslíf í deildinni. Kapp er lagt á að nemendur og kennarar eigi gott samfélag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Flóra nemenda og kennara er fjölbreytt og skemmtileg, nemendur eru á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Fjölbreytni deildarinnar er því ekki aðeins í námsframboði heldur einnig þeim sem þar stunda nám og endurspeglast það í félagslífinu. Félag guðfræðinema stendur fyrir fjölda viðburða á hverri önn, sem sameina nemendur á öllum aldri. Háskólakapellan er vel nýtt með vikulegum messum og öðru helgihaldi sem nemendur taka virkan þátt í. Hádegisfundir, heimsóknir í prófastsdæmi og í fyrirtæki og stofnanir, kokkteilboð og margt fleira er meðal þess sem í boði er. Óhætt er að geta þess að margir hafa kynnst sínum bestu vinum við nám í deildinni. Heimasíða Félags guðfræðinema er á slóðinni www.fiskurinn.is. Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í grunnnám við Háskóla Íslands til næstkomandi þriðjudags, 5. júní, sjá nánar á síðu Háskólans www.hi.is. Höfundar eru nemendur við guðfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur námsframboð Háskóla Íslands aukist og námsleiðum innan hans fjölgað. Ein elsta deild Háskólans, guðfræðideildin, hefur einnig aukið námsframboð sitt með tilkomu djáknanáms og almennrar trúarbragðafræði, auk framhaldsnáms. Í nær hundrað ár hefur Háskólinn menntað og útskrifað guðfræðinga með áherslu á akademískt nám, ásamt því að undirbúa þá fyrir fjölbreytt og krefjandi starf prestsins. Komið er inn á ýmis fræðasvið í guðfræðináminu, sem sum hver tengjast öðrum greinum háskólanáms, eins og sálfræði og félagsfræði, siðfræði, sagnfræði, heimspeki og tungumál. Einnig má nefna trúfræði, sálgæslu, litúrgíu, trúarbragðasögu, nýja testamentisfræði og gamla testamentisfræði. BA-próf í guðfræði er hægt að taka til 90 eininga eða á móti öðru fagi til 30 eða 60 eininga. Nám í guðfræðideild býður því upp á ýmsa möguleika og er góður grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Djáknafræðin eru kennd til BA-prófs, en einnig er boðið upp á 30 eininga viðbótarnám til djáknaprófs að loknu háskólaprófi í hjúkrunar- eða uppeldisfræðum. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á guðfræði- eða djáknanám heldur einnig þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum. Enn sem komið er er námið aðeins til 30 eininga en stefnt er að því að auka það og gefa kost á því sem aðalnámsgrein. Allar nánari upplýsingar um nám í guðfræðideild má fá á heimasíðu deildarinnar: www.gudfraedi.hi.is. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á fjölbreytt nám í akademískum fræðum undir leiðsögn eftirsóttra kennara á heimsmælikvarða, heldur er einnig sterkt félagslíf í deildinni. Kapp er lagt á að nemendur og kennarar eigi gott samfélag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Flóra nemenda og kennara er fjölbreytt og skemmtileg, nemendur eru á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Fjölbreytni deildarinnar er því ekki aðeins í námsframboði heldur einnig þeim sem þar stunda nám og endurspeglast það í félagslífinu. Félag guðfræðinema stendur fyrir fjölda viðburða á hverri önn, sem sameina nemendur á öllum aldri. Háskólakapellan er vel nýtt með vikulegum messum og öðru helgihaldi sem nemendur taka virkan þátt í. Hádegisfundir, heimsóknir í prófastsdæmi og í fyrirtæki og stofnanir, kokkteilboð og margt fleira er meðal þess sem í boði er. Óhætt er að geta þess að margir hafa kynnst sínum bestu vinum við nám í deildinni. Heimasíða Félags guðfræðinema er á slóðinni www.fiskurinn.is. Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í grunnnám við Háskóla Íslands til næstkomandi þriðjudags, 5. júní, sjá nánar á síðu Háskólans www.hi.is. Höfundar eru nemendur við guðfræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar