Fjölbreytt nám – fjölbreyttir möguleikar 1. júní 2007 06:00 Undanfarin ár hefur námsframboð Háskóla Íslands aukist og námsleiðum innan hans fjölgað. Ein elsta deild Háskólans, guðfræðideildin, hefur einnig aukið námsframboð sitt með tilkomu djáknanáms og almennrar trúarbragðafræði, auk framhaldsnáms. Í nær hundrað ár hefur Háskólinn menntað og útskrifað guðfræðinga með áherslu á akademískt nám, ásamt því að undirbúa þá fyrir fjölbreytt og krefjandi starf prestsins. Komið er inn á ýmis fræðasvið í guðfræðináminu, sem sum hver tengjast öðrum greinum háskólanáms, eins og sálfræði og félagsfræði, siðfræði, sagnfræði, heimspeki og tungumál. Einnig má nefna trúfræði, sálgæslu, litúrgíu, trúarbragðasögu, nýja testamentisfræði og gamla testamentisfræði. BA-próf í guðfræði er hægt að taka til 90 eininga eða á móti öðru fagi til 30 eða 60 eininga. Nám í guðfræðideild býður því upp á ýmsa möguleika og er góður grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Djáknafræðin eru kennd til BA-prófs, en einnig er boðið upp á 30 eininga viðbótarnám til djáknaprófs að loknu háskólaprófi í hjúkrunar- eða uppeldisfræðum. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á guðfræði- eða djáknanám heldur einnig þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum. Enn sem komið er er námið aðeins til 30 eininga en stefnt er að því að auka það og gefa kost á því sem aðalnámsgrein. Allar nánari upplýsingar um nám í guðfræðideild má fá á heimasíðu deildarinnar: www.gudfraedi.hi.is. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á fjölbreytt nám í akademískum fræðum undir leiðsögn eftirsóttra kennara á heimsmælikvarða, heldur er einnig sterkt félagslíf í deildinni. Kapp er lagt á að nemendur og kennarar eigi gott samfélag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Flóra nemenda og kennara er fjölbreytt og skemmtileg, nemendur eru á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Fjölbreytni deildarinnar er því ekki aðeins í námsframboði heldur einnig þeim sem þar stunda nám og endurspeglast það í félagslífinu. Félag guðfræðinema stendur fyrir fjölda viðburða á hverri önn, sem sameina nemendur á öllum aldri. Háskólakapellan er vel nýtt með vikulegum messum og öðru helgihaldi sem nemendur taka virkan þátt í. Hádegisfundir, heimsóknir í prófastsdæmi og í fyrirtæki og stofnanir, kokkteilboð og margt fleira er meðal þess sem í boði er. Óhætt er að geta þess að margir hafa kynnst sínum bestu vinum við nám í deildinni. Heimasíða Félags guðfræðinema er á slóðinni www.fiskurinn.is. Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í grunnnám við Háskóla Íslands til næstkomandi þriðjudags, 5. júní, sjá nánar á síðu Háskólans www.hi.is. Höfundar eru nemendur við guðfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur námsframboð Háskóla Íslands aukist og námsleiðum innan hans fjölgað. Ein elsta deild Háskólans, guðfræðideildin, hefur einnig aukið námsframboð sitt með tilkomu djáknanáms og almennrar trúarbragðafræði, auk framhaldsnáms. Í nær hundrað ár hefur Háskólinn menntað og útskrifað guðfræðinga með áherslu á akademískt nám, ásamt því að undirbúa þá fyrir fjölbreytt og krefjandi starf prestsins. Komið er inn á ýmis fræðasvið í guðfræðináminu, sem sum hver tengjast öðrum greinum háskólanáms, eins og sálfræði og félagsfræði, siðfræði, sagnfræði, heimspeki og tungumál. Einnig má nefna trúfræði, sálgæslu, litúrgíu, trúarbragðasögu, nýja testamentisfræði og gamla testamentisfræði. BA-próf í guðfræði er hægt að taka til 90 eininga eða á móti öðru fagi til 30 eða 60 eininga. Nám í guðfræðideild býður því upp á ýmsa möguleika og er góður grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Djáknafræðin eru kennd til BA-prófs, en einnig er boðið upp á 30 eininga viðbótarnám til djáknaprófs að loknu háskólaprófi í hjúkrunar- eða uppeldisfræðum. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á guðfræði- eða djáknanám heldur einnig þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum. Enn sem komið er er námið aðeins til 30 eininga en stefnt er að því að auka það og gefa kost á því sem aðalnámsgrein. Allar nánari upplýsingar um nám í guðfræðideild má fá á heimasíðu deildarinnar: www.gudfraedi.hi.is. Í guðfræðideild er ekki aðeins boðið upp á fjölbreytt nám í akademískum fræðum undir leiðsögn eftirsóttra kennara á heimsmælikvarða, heldur er einnig sterkt félagslíf í deildinni. Kapp er lagt á að nemendur og kennarar eigi gott samfélag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Flóra nemenda og kennara er fjölbreytt og skemmtileg, nemendur eru á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Fjölbreytni deildarinnar er því ekki aðeins í námsframboði heldur einnig þeim sem þar stunda nám og endurspeglast það í félagslífinu. Félag guðfræðinema stendur fyrir fjölda viðburða á hverri önn, sem sameina nemendur á öllum aldri. Háskólakapellan er vel nýtt með vikulegum messum og öðru helgihaldi sem nemendur taka virkan þátt í. Hádegisfundir, heimsóknir í prófastsdæmi og í fyrirtæki og stofnanir, kokkteilboð og margt fleira er meðal þess sem í boði er. Óhætt er að geta þess að margir hafa kynnst sínum bestu vinum við nám í deildinni. Heimasíða Félags guðfræðinema er á slóðinni www.fiskurinn.is. Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í grunnnám við Háskóla Íslands til næstkomandi þriðjudags, 5. júní, sjá nánar á síðu Háskólans www.hi.is. Höfundar eru nemendur við guðfræðideild Háskóla Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun