Hefðir og esperanto 1. júní 2007 06:00 Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun