Fækkum trampólínslysum 1. júní 2007 06:00 Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun