Fækkum trampólínslysum 1. júní 2007 06:00 Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun