Fleiri fréttir

Sony sýndi langt sýnishorn af ævintýrum Aloy

Framleiðendur tveggja væntanlegra tölvuleikja sýndu í gær ítarleg sýnishorn af leikjum þeirra. Sony og Guerrilla Games sýndu í gær langt myndband af spilun leiksins Horizon Forbidden West og þá sýndi Techland sömuleiðis myndband af leiknum Dying Light 2.

Yfirtakan: Steinoriz spilar Minecraft

Þorsteinn Jón Thorlacius, eða Steinoriz, mun taka yfir Twitrás GameTíví í kvöld og spila hinn vinsæla leik, Minecraft. Nokkrir aðrir spilarar munu ganga til liðs við hann og stefna þeir á að drepa enderdrekann svokallaða á nokkrum klukustundum.

Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina

Leikjafyrirtækið Rockstar tilkynnti í dag að Grand Theft Auto 5 myndi koma út í uppfærðri útgáfu í nóvember. Þá væri hann sniðinn að nýjustu kynslóð leikjatölva Microsoft og Sony.

Resident Evil Village: Fíflið Ethan Winters er mættur aftur

Ethan Winters, söguhetja Resident Evil 7, er mættur aftur. Líf hans tekur skyndilega miklum breytingum og hann þarf að berjast fyrir lífi sínu og annarra. Að þessu sinni þarf Ethan að etja kappi við stórt samansafn mismunandi skrímsla, lifa af við erfiðar og oft hræðilegar aðstæður og mögulega bjarga heiminum, aftur.

Mánudagsstreymið: Sýna hæfileika sína í LoL

Strákarnir í GameTíví fengu einhverra hluta vegna ekki boð á MSI mótið sem stendur nú yfir í Laugardalshöll. Því ákváðu þeir að sýna hæfileika sína í League of Legends í mánudagsstreyminu.

Mánudagsstreymið: Opin hús í Verdansk

Strákarnir í GameTíví setja stefnuna á Verdansk í Call of Duty: Warzone í kvöld. Þar munu þeir skoða nýja kortið hátt og lágt og finna breytingar sem hafa verið gerðar.

Yfirtakan: Hryllingur hjá Dóa og Völlupjöllu

Það verða án efa læti þegar þau Vallapjalla og Dói taka yfir Twitchsíðu GameTíví í kvöld. Þeim bregður báðum mjög mikið og munu þau því spila góða hryllingsleiki, eðli málsins samkvæmt.

Evil Genius 2: Það er erfitt að vera illur en samt gaman

Ég get með sanni sagt að ég hafi beðið leiksins Evil Genius 2: World Domination lengi. Jafnvel löngu áður en framleiðsla leiksins var tilkynnt, var ég byrjaður að bíða. Það er því við hæfi að stór hluti leiksins fari í að bíða.

Ís­lenska deildin ekki hátt skrifuð hjá FIFA-spilurum

Netkosning um hvaða knattspyrnudeildir ættu að vera í FIFA 22, næstu útgáfu knattspyrnutölvuleikjanna vinsælu, stendur nú yfir á vefsíðunni Fifplay. Pepsi Max-deild karla ríður ekki feitum hesti í kosningunum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.