Leikjavísir

Yfirtakan: Upprunalega GameTíví gengið kemur saman aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
178642593_10157819377111651_1931242055890517701_n

Þeir Óli Jóels og Sverrir Bergmann, upprunalega GameTíví gengið, munu snúa bökum saman í sérstakri yfirtöku GameTíví í kvöld. 

Félagarnir héldu saman út sjónvarpsþáttum GameTíví um árabil, þar sem þeir fjölluðu um heim tölvuleikjanna og tiltekna leiki.

Í kvöld snúa þeir aftur og saman munu þeir spila fjölspilunarleikinn Outriders, spjalla við áhorfendur og svara spurnginum þeirra. Auk þess sem þeir ætla sér að skjóta vonda kalla.

Útsendingin hefst klukkan átta og má fylgjast með henni á Twitchsíðu GameTíví.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.