Fleiri fréttir

Kærasta Ingólfs segir yfir­lýsta femín­ista hafa í­trekað beitt sig of­beldi

Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 

Diljá spáð á­fram í úr­slitin

Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni.

Kourt­n­ey Kar­dashian frum­sýnir ljósa lokka

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er orðin ljóshærð. Hún sýndi nýja hárið á Instagram síðu sinni og vakti það mikla athygli. Ólíkt systrum sínum hefur Kourtney haldið sig við dökka hárið alveg síðan hún steig fyrst fram í sviðsljósið, þar til nú.

„Planið er að yfirtaka Ísland“

Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka.

Biður papparassa að láta Willis í friði

Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun.

Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp.

The Ellen DeGeneres Show stjarnan Sophia Grace er orðin móðir

Barnastjarnan Sophia Grace Brownlee, sem sló eftirminnilega í gegn í The Ellen DeGeneres Show, hefur eignast sitt fyrsta barn. Hún komst í sviðsljósið aðeins átta ára gömul þegar hún rappaði lagið Super Bass með Nicki Minaj ásamt frænku sinni Rosie McClelland.

„Hér er maður miklu meira partur af samfélagi“

Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og nýr íbúi á Siglufirði, er alsæl með ákvörðunina um að flytja norður á land. Sæunn ber bænum góða söguna og hvetur fólk til að taka stökkið og flytja út á land.

Sonur Ri­hönnu og A$AP Rocky sprengir krútt­skalann

Ónefndur sonur tónlistarparsins Rihönnu og A$AP Rocky er líklega eitt frægasta barn heims án þess að hann hafi nokkra hugmynd um það. Á nýrri mynd sem Rihanna birti af drengnum í gær sprengir hann alla krúttskala.

Maus, Bríet og Laddi mæta á Bræðsluna

Tilkynnt hefur verið um listamenn sem troða upp á Bræðslunni á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí í sumar. Maus, Bríet og Laddi eru á meðal þeirra sem koma fram.

Barna­­lán hjá blaða­manna­pari

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sunna Karen greinir frá tímamótunum á Instagram.

Óku á bruna­hana og hús­vegg

Bandaríski grínistinn Pete Davidson og kærasta hans, Chase Sui-Wonders, lentu í bílslysi í Beverly Hills í Los Angeles í fyrrinótt.

„Mark­miðið er að vinna Euro­vision“

Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að.

Dansandi Sæljón á Tenerife

Það er með ólíkindum hvað er hægt að kenna dýrum að gera þegar þau eru þjálfuð til þeirra hluta. Í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife eru til dæmis sæljón, sem kunna „Break" dans og ganga eins og hundar svo eitthvað sé nefnt.

Strategían að flytja í miðju Co­vid heppnaðist

„Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri.

Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nem­endum í Taksindu flís­peysu

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda.

Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig

Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016.

Lands­menn í skýjunum með sigur Diljár

Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum.

Diljá fer til Liver­pool

Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Les­endur Vísis telja Diljá lík­legasta í kvöld

Lesendur Vísis telja að Diljá Pétursdóttir muni sigra Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld og þar með keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. Næstlíklegasta atriðið er frá Langa Sela & Skuggunum. 

Þessi eru í dóm­nefnd Söngva­keppninnar í kvöld

Tíu manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi gegn atkvæðum þjóðarinnar í fyrri umferð úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Nefndin er skipuð af fjórum Íslendingum og sex erlendum fagaðilum. 

Spjall­þáttur Rachael Ray kveður skjáinn

Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 

Tom Sizemore er látinn

Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall.

Food & Fun í fyrsta sinn í tvö ár

Nú um helgina stendur yfir hátíðin Food & Fun í Reykjavík en gestakokkar verða því á veitingastöðum borgarinnar með sér matseðil og hefur hátíðin verið vinsæl í áraraðir.

Ver­búðin sópar að sér til­­­nefningum til Eddu­verð­­launa

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi.

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Brit­n­ey selur Cala­basas ástar­hreiðrið

Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári.

Könnun: Hver sigrar í Söngva­keppni sjón­varpsins?

Úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram annað kvöld í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í Reykjavík. Fimm atriði taka þátt og virðast þau öll eiga mikinn séns á að vinna keppnina. Siguratriðið keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. 

Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka

Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka.

Marsspá Siggu Kling - Hrútur

Elsku Hrúturinn minn, það eru svo miklar breytingar í kringum litlu hlutina. Þú getur pirrað þig svo mikið yfir einhverju sem er fyrir framan þig en svo er það bara alls ekki neitt. Það er eins og þú komist út úr öllum þrengingum og stoppum. Og alveg sama hversu svartur þér finnst dagurinn vera, þá er eins og það heyrist acrabadabra, búmm og málið er leyst.

Sjá næstu 50 fréttir