Fleiri fréttir

Svona voru tónleikar Birnis á Prikinu

Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði.

Fátíð í beinni

Þar er löngu orðin árviss viðburður og jólahefð hjá Tolla Morthens myndlistarmanni að bjóða gestum og gangandi til sín á opið hús í tengslum við fullveldisdaginn okkar 1. desember en í ár var ákveðið að breyta aðeins út af vananum og verður fátíðinni slegið upp á laugardaginn.

Óskaði eftir ó­dýrri PS4 tölvu en fékk hana gefins

Dagmar Ósk Héðinsdóttir fékk að upplifa sannkallaðan jólaanda, eins og hún kallaði það, á dögunum þegar hún óskaði eftir að fá að kaupa PlayStation 4 tölvu á lágu verði. Hún birti auglýsingu á Facebook-síðunni Brask og brall.is og það leið ekki að löngu þar til velviljaður maður bauðst til þess að gefa henni tölvu.

Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns

Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784.

Bein útsending: Hundrað ára afmæli Stúdentaráðs HÍ

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins í dag. Afmælishátíðin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan klukkan 18 fyrir gesti heima í stofu.

Innlit í Air Force One

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Gáfu Mæðra­styrks­nefnd hand­prjónaðar ullar­húfur fyrir börn

Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan.

Vinsælustu gif heims á árinu 2020

Eins og margir þekkja er vinsælt að svara fólki á samfélagsmiðlum með góðri hreyfimynd eða eins og margir þekkja sem gif.

Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls

Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili.

„Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni“

Miðvikudaginn 2. desember fyrir sléttum 50 árum síðan létu þrír íslenskir flugmenn lífið þegar flutninga-vél þeirra frá Cargolux fórst um tíu kílómetra norðvestur af flugvellinum í Dacca í Bangladess en þá tilheyrði svæðið Austur-Pakistan.

Áföll hafa litað líf Birgittu Haukdal

Birgitta Haukdal er einhver mesta poppstjarna sem til hefur verið hér á landi en er í dag einnig rithöfundur. Hún ræðir um lífið og tilveruna við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Bæði eru þau frá Húsavík og þekkjast vel og hafa gert í mörg ár.

Epli snúið þar til það springur í loft upp

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

„Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr“

„Það er bara allt að verða klárt“ segir söngkonan Sigga Beinteins, sem undirbýr nú jólatónleikana sína. Viðburðurinn verður með óhefðbundnu sniði í ár, en vegna heimsfaraldursins verða engir áhorfendur í Hörpu og geta Íslendingar horft á tónleikana í sjónvarpi sínu eða í gegnum streymi á föstudagskvöldið.

Mad Max-leikarinn Hugh Kea­ys-Byrne er látinn

Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk.

Einhleypir í miðjum heimsfaraldri

Eftir einstaklega erfitt ár styttist í árið 2021 og bjartari tíma. Bóluefnið hefur verið fundið upp og ætti næsta ár að vera umtalsvert betra. Árið 2020 er líklega erfiðasta ár einhleypra í sögunni.

Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“

„Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi.

Unnur og Skafti eignuðust stúlku

Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason tónlistarfólk í Hveragerði hafa eignast litla stúlku. Fæddist hún með keisaraskurði, en Unnur Birna er í hópi þeirra 14 prósent kvenna í heiminum sem haldnar eru miklum fæðingarótta. Hún sagði sína sögu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Hver er Iðnaðarmaður Íslands 2020?

Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 er í fullum gangi. Undanfarnar vikur hefur hlustendum boðist að koma með tilnefningar og bárust yfir hundrað ábendingar um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið.

Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið

Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi.

Egill Ploder og Svala Björgvins gefa út jólalag

„Jólalagakeppni Brennslunnar var eitthvað sem var ákveðið að fara í seint í ágúst. Reglurnar voru þær að við máttum hafa samband við einn pródúsent og fá annan listamann til þess að vera með okkur á laginu. Einhvern veginn endaði það þannig að ég stóð einn eftir með tilbúið lag en hitt náðist ekki fyrir tíma,“ segir Egill Ploder sem hefur því gefið út jólalag með Svölu Björgvinsdóttur og ber lagið heitið Undir mistilteini. Hann vann lagið ásamt Svölu og Inga Bauer.

„Ég veit að börnin mín eru stolt af mér“

Silja Rut Sigurjónsdóttir er einstæð þriggja barna móðir og eitt barnanna hennar er langveikt. Hún lét drauminn sinn rætast í ár og útskrifaðist sem flugmaður. Hún hvetur foreldra í þessari stöðu til að reyna að láta draumana rætast.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.