Fleiri fréttir

Kaupir hús Óskarsverðlaunahafa

Leikarinn Jason Bateman er búinn að kaupa hús í Los Angeles sem var eitt sinn í eigu Óskarsverðlaunahafans Ernest Borgnine sem lést á síðasta ári vegna nýrnabilunar.

Glænýtt stjörnubarn

Idol-stjarnan Danny Gokey og eiginkona hans Leyicet eignuðust soninn Daniel Emanuel þann 20. janúar. Þau eru strax búin að setja mynd af litla gullinu í blöðin.

Já, ég er trúlofuð

Leikkonan Christina Ricci er búin að trúlofa sig. Sá heppni heitir James Heerdegen og er kvikmyndatökumaður.

Ofboðslega er hún grönn

Það er ekki sjón að sjá leikkonuna Denise Richards þessa dagana. Hún virðist vera búin að leggja mikið af uppá síðkastið og er orðin hættulega mjó.

Stallone og Schwarzenegger malaðir í miðasölunni

Vinsældir tveggja vinsælustu bíóvöðvatrölla níunda og tíunda áratugarins fara dvínandi. Nýjustu myndir þeirra tapa peningum og svo virðist sem þeir séu hreinlega að nálgast síðasta söludag.

Hún er ógeðsleg mannvera

Poppsöngkonan Lady Gaga stendur í ströngu þessa dagana en fyrrverandi aðstoðarkona hennar, Jennifer O'Neill, kærði hana fyrir að borga sér ekki yfirvinnutíma sem hún hafði unnið.

Hann er frægðarsjúkur

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian vandar NBA-stjörnunni Kris Humphries ekki kveðjurnar. Kris kvæntist systur Khloe, Kim árið 2011 og standa enn yfir hatrammar deilur um skilnaðinn.

Fjölbreyttur fatamarkaður á Kaffibarnum

Í dag á milli 15.00 og 19.00 verður fatamarkaður á Kaffibarnum þar sem fjölbreytileikinn mun ráða ríkjum. Agnes Björt Andradóttir, söngkona hljómsveitarinnar Sykurs, ætlar að selja af sér klæðin ásamt fleirum, en hún er þekkt fyrir skemmtilegan og öðruvísi stíl bæði hversdagslega og þegar hún kemur fram.

Barnalán hjá stjörnupari

Suðræna stjörnuparið Penelope Cruz og Javier Bardem eiga von á sínu öðru barni saman. Penelope og Javier giftu sig árið 2010 heima hjá vinum sínum á Bahama-eyjum.

Dagurinn sem Whitney dó

Dave Grohl, Katy Perry og Taylor Swift eru á meðal tónlistarmanna sem ræða um daginn sem Whitney Houston dó í nýrri heimildarmynd um söngkonuna.

Héldu upp á útkomu Flowers

Í tilefni af útgáfu þriðju plötu Sin Fang, Flowers, var haldið útgáfuhóf á skemmtistaðnum Harlem. Þar þeytti Sin Fang sjálfur skífum fyrir gestina og hélt uppi góðri stemningu.

Japanar hrifnir af Farmers Market

„Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi.

Jim Carrey sem bankaræningi

Jim Carrey er sagður ætla að leika í myndinni Loomis Fargo sem er sannsöguleg og fjallar um bankastarfsmann sem ákveður að ræna vinnuveitanda sinn.

Mætti í draggi í áheyrnarprufu

Steven Tyler, söngvari Aerosmith, mætti óvænt í draggi í áheyrnarprufu fyrir American Idol. Tyler, sem er nýhættur sem dómari í keppninni, mætti með ljósa hárkollu, andlitsfarða, í stuttu pilsi og með gervibrjóst.

Ofsalega flókin saga

Fjallað verður um hvarf Valgeirs Víðissonar í næsta þætti af Mannshvörfum á Íslandi á Stöð 2 á sunnudagskvöld.

Syngur í brúðkaupinu

Popparinn Robbie Williams ætlar að syngja í brúðkaupi föður síns, Pete Conway. Hann gengur að eiga suður-afríska unnustu sína, hina 38 ára Melanie Mills, á næstunni. Hinn 64 ára Conway bar upp bónorðið í Möltu á síðasta ári eftir tveggja ára samband.

Vill ekki fá Stewart í heimsókn

Leikarinn Robert Pattinson hefur tjáð kærustu sinni, Kristen Stewart, að hafa ekki fyrir því að heimsækja sig til Ástralíu. Þar er Pattinson staddur við tökur á myndinni The Rover en samkvæmt blaðinu Star Magazine ku Pattinson vera að skemmta sér vel milli taka.

Þessi stúlka hefur alltaf borið nafn sitt með reisn

Daginn sem Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir fær að heita Blær fagnaði hún ásamt vinum og fjölskyldu. Björk Eiðsdóttir móðir Blævar gaf okkur leyfi til að skyggnast í fjölskyldualbúmið. "Okkur líður alveg ótrúlega vel, brosið verður ekki þurrkað af okkur mæðgum. Blær hefur aldrei heitið annað en Blær en nú fékk hún vissa uppreisn æru og hefur rutt brautina fyrir framtíðar Blævum," segir Björk áður en hún flettur með okkur í gegnum Instagram myndirnar sem hún tók það sem eftir lifði af þessum eftirminnilega degi.

Sigga Lund situr fyrir nakin

"Ég var frekar stressuð að byrja. Hef aldrei gert þetta áður," svarar Sigga Lund fjölmiðlakona spurð hvernig henni leið að sitja fyrir kviknakin eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eða öllu heldur auglýsingu örnámskeiðs á hennar vegum sem ber yfirskriftina "Sjálfstraust óháð likamsþyngd. Líkamsvirðing - sjálfsvirðing; Frá átökum og öfgum yfir í vellíðan, virðingu og sátt". "En svo var þetta bara allt í lagi. Það hjálpaði að ljósmyndarinn er kærasti minn. Aðstoðarkonan og hann sköpuðu afslappað andrúmsloft svo ég slakaði á. Þetta var ekkert mál fyrir rest," segir hún spennt en örnámskeiðið sem Sigga vinnur í samvinnu við sálfræðinga og fagaðila fer fram í Salnum í Kópavogi 19. febrúar næstkomandi.

Hvað er eiginlega Primer?

Erna Hrund, förðunarfræðingur og tískubloggari á Trendnet fjallar ítarlega um þessa snyrtivöru sem allir verða að eiga í snyrtibuddunni. Margar konur hafa eflaust velt því fyrir sér hvað Primer eiginlega er? Erna Hrund er með svarið við því.

Notar krem sem sléttir og mýkir

"Þetta eru krem sem koma í veg fyrir ójöfnur í húðinni, bólur ásamt því að taka bóluör. Rosalega fersk og næringarík krem. Ég er búin að nota þessi krem í einhvern tíma núna. Mér finnst húðin mín alveg ótrúlega slétt og mjúk. Gott að nota á sumrin og á veturna. Svo finnst mér ekki skemma hvað það er góð lykt af því."

Þennan er hægt að leigja!

Sjónvarpskonan Ali Fedotowsky og þúsundþjalasmiðurinn Stacy Keibler eru heldur betur hagsýnar.

Missti fóstur

Söngkonan Beyone á dótturina Blue Ivy Carter sem er næstum því þrettán mánaða. Færri vita að Beyonce fór í gegnum þá sáru reynslu að missa fóstur áður en Blue Ivy varð til.

Súpermódel selur sjúka íbúð

Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr er búin að selja íbúðina sína í New York á 1,3 milljónir dollara, rúmar 165 milljónir króna.

Allt stress farið úr líkamanum

"Við æfðum reyndar meira fyrir síðasta laugardag en nú er rútínan komin. Við erum miklu afslappaðri að koma fram í Hörpu á morgun," segir Unnur Eggertsdóttir sem flytur lagið Ég syng í Hörpu annað kvöld...

Nú er farið að sjá á henni

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi vaxandi óléttubumbuna í vikunni þegar hún skellti sér í ræktina seint um kvöld.

Svona hefnir maður sín á fyrrverandi

Fáar konur hafa toppað aðferðina sem Liberty Ross, 34 ára, notar til að hefna sín á eiginmanni sínum og barnsföður Rupert Sanders eftir að upp komst að hann hélt fram hjá með leikkonunni Kristen Stewart svo mánuðum skipti við gerð myndarinnar Snow White and the Huntsman. Eins og sjá má situr Liberty eða öllu heldur liggur fyrir án klæða í tímaritinu LOVE eins og sjá má.

Sex and the City snýr aftur

Margir urðu sorgmæddir þegar hinir geysivinsælu sjónvarpsþættir Sex and the City runnu sitt skeið á enda árið 2004. Í kjölfarið komu svo út tvær bíómyndir sem nutu mismikilla vinsælda. Það var svo greint frá því að sjónvarpsþættir þar sem handritshöfundur SATC , Candace Bushnell, myndi skrifa um ævintýri Carrie á sínum yngri árum væru í bígerð.

Hápunktar tískuvikunnar í Stokkhólmi

Tískuvikan í Stokkhólmi stóð yfir frá mánudegi til miðvikudags í vikunni. Þar sýndu helstu fatahönnuðir Svía haust – og vetrarlínur sínar, en Svíar eru þekktir fyrir að standa mjög framarlega á sviði hönnunar og tísku.

Sagði upp komin sjö mánuði á leið

Anna Kristín Magnúsdóttir er mikill fagurkeri og opnaði verslunina Kjólar & Konfekt á Laugavegi fyrir stuttu. Hún sjálf getur ekki lifað án kjóla né súkkulaðimola og býður viðskiptavinum upp á huggulegt andrúmsloft í hjarta Reykjavíkur.

Kynlíf er mín líkamsrækt

Leikarinn Jason Momoa hefur vakið verðskuldaða athygli í sjónvarpsseríunni Game of Thrones þar sem hann er yfirleitt ber að ofan.

Veldu bestu plötuna

Almenningur getur þessa dagana greitt atkvæði vegna Norrænu tónlistarverðlaunanna.

Rússnesku áhrifin

Tískutáknið Ulyana Sergeenko sýndi hönnun sína á tískuvikunni í París að viðstöddu margmenni. Á fremsta bekk mátti sjá tískuspekinga á borð við Carine Roitfeld, Grace Coddington, Önnu Dello Russo og Miroslövu Duma.

Sjá næstu 50 fréttir