Allt stress farið úr líkamanum Ellý Ármanns skrifar 1. febrúar 2013 14:00 Lífið spurði Unni Eggertsdóttur stuttlega um undirbúninginn fyrir morgundaginn þegar hún flytur lagið Ég syng eftir Elízu Newman, Gísla Kristjánsson og Ken Rose í söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í Hörpu. Unnur og vinkonur hennar, dansararnir Tara og Sandra, eftir keppnina síðasta laugardag á heimili Unnar. Dansar með góðum vinkonum Hvernig ganga æfingarnar? "Þær bara ganga ofboðslega vel. Stelpurnar sem dansa með mér, Tara og Sandra, kenna með mér dans í World Class. Við erum búnar að kenna saman í mörg ár, sett upp nemendasýningar og komið fram saman á trilljón sýningum. Mér finnst mjög þægilegt að vera með dönsurum sem ég þekki svona vel og hef unnið rosalega mikið með. Við erum mjög góðar vinkonur." "Við æfðum reyndar meira fyrir síðasta laugardag en nú er rútínan komin. Við erum miklu afslappaðri að koma fram í Hörpu á morgun. Allt stressið er farið úr líkamanum. Ég var svo rosalega stressuð fyrir síðasta laugardag en ég fann hvað þetta var auðvelt. En það kemur samt pottþétt annað kvöld rétt áður en ég stíg á svið en þá nýtist það mér bara á jákvæðan hátt." Verður í nýjum kjól á morgun Ætlar þú að breyta einhverju í atriðinu? "Já ég verð í nýjum kjól. Er með tvo æðislega stílista, Huldu Halldóru og Elísabetu Ölmu, sem vinna með mér. Þær fundu kjól sem var aðeins lagfærður og gerður að mínum. Hann er appelsínurauður á litinn úr siffoni. Rosalega fallegur og stelpulegur."Hér eru stúlkurnar á æfingu.Hvetur fólk til að syngja meðSkiptir máli að kjóllinn sé þægilegur? "Já það er rosalega mikilvægt að líða vel og sérstaklega fyrir þetta atriði."Eitthvað að lokum? "Bara að allir njóti kvöldsins vel og hafi gaman. Og allir fá hér með leyfi til að syngja með hástöfum."Þessi mynd var tekin af Unni í Efsaleiti á laugardaginn var. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Lífið spurði Unni Eggertsdóttur stuttlega um undirbúninginn fyrir morgundaginn þegar hún flytur lagið Ég syng eftir Elízu Newman, Gísla Kristjánsson og Ken Rose í söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í Hörpu. Unnur og vinkonur hennar, dansararnir Tara og Sandra, eftir keppnina síðasta laugardag á heimili Unnar. Dansar með góðum vinkonum Hvernig ganga æfingarnar? "Þær bara ganga ofboðslega vel. Stelpurnar sem dansa með mér, Tara og Sandra, kenna með mér dans í World Class. Við erum búnar að kenna saman í mörg ár, sett upp nemendasýningar og komið fram saman á trilljón sýningum. Mér finnst mjög þægilegt að vera með dönsurum sem ég þekki svona vel og hef unnið rosalega mikið með. Við erum mjög góðar vinkonur." "Við æfðum reyndar meira fyrir síðasta laugardag en nú er rútínan komin. Við erum miklu afslappaðri að koma fram í Hörpu á morgun. Allt stressið er farið úr líkamanum. Ég var svo rosalega stressuð fyrir síðasta laugardag en ég fann hvað þetta var auðvelt. En það kemur samt pottþétt annað kvöld rétt áður en ég stíg á svið en þá nýtist það mér bara á jákvæðan hátt." Verður í nýjum kjól á morgun Ætlar þú að breyta einhverju í atriðinu? "Já ég verð í nýjum kjól. Er með tvo æðislega stílista, Huldu Halldóru og Elísabetu Ölmu, sem vinna með mér. Þær fundu kjól sem var aðeins lagfærður og gerður að mínum. Hann er appelsínurauður á litinn úr siffoni. Rosalega fallegur og stelpulegur."Hér eru stúlkurnar á æfingu.Hvetur fólk til að syngja meðSkiptir máli að kjóllinn sé þægilegur? "Já það er rosalega mikilvægt að líða vel og sérstaklega fyrir þetta atriði."Eitthvað að lokum? "Bara að allir njóti kvöldsins vel og hafi gaman. Og allir fá hér með leyfi til að syngja með hástöfum."Þessi mynd var tekin af Unni í Efsaleiti á laugardaginn var.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira