Fleiri fréttir

Tilfinningin var æðisleg

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir nemandi í 6. bekk á náttúrufræðibraut, líffræðisviði, í Verslunarskóla Íslands sigraði Vælið, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, á föstudaginn var. "Tilfinningin var æðisleg. Eins væmið og það hljómar þá hef ég þráð í mörg ár að komast í Söngkeppni framhaldsskólanna og það er loksins orðið að veruleika. Ég varð eiginlega bara hálf orðlaus, best að orða það þannig," svarar Ólöf spurð út í sigurtilfinninguna. Hefur þú reynslu af að syngja? "Já ég hef sungið þó nokkuð áður opinberlega. Ég sigraði í Söngkeppni Samfés árið 2009, hef verið í söngleikjum í Þjóðleikhúsinu, sungið nokkrum sinnum á ýmsum hátíðum hér og þar á vegum Sönglistar, tekið þátt í þremur seinustu söngleikjauppfærslum Versló og ýmislegt annað inn á milli." Hvað tekur núna við? "Það sem tekur við núna eru aðallega jólaprófin. Þar á eftir koma auðvitað jólin og æfingar fyrir nemó söngleikinn , en ég sé samt ekki glitta nægilega vel í það allt ennþá - prófin skyggja á," segir Ólöf. Var þetta hörð keppni í ár? "Keppnin var verulega hörð. Það fannst mér allavega. Það voru rosalega sterkir söngvarar í ár og það var nánast eins og allir tvíefldust við það að vera að syngja í Hörpu því það hljómaði allt svo vel þarna inni. En þetta er samt það sem er svo skemmtilegt og krefjandi við þessa keppni - það eru allir svo hæfileikaríkir sem taka þátt."

Britney verslar eins og venjulegt fólk

Söngkonan Britney Spears, 30 ára, ýtti á undan sér innkaupakerru á sunnudaginn var ásamt sonum sínum, Sean Preston og Jayden James og systur sinni Jaime Lynn. Það þykir nánast allt sem Britney tekur sér fyrir hendur vera fréttnæmt - líka þegar hún verslar í matinn.

Lífið býður í bröns

Nú þegar jólahlaðborðin eru framundan er tilvalið að fá sér hollan bragðgóðan sunnudags bröns á Nauthól. Lífið býður 3 heppnum lesendum í Brunch fyrir tvo á Facebooksíðu Lífsins.

Vælið í Versló vel heppnað

Það verður seint sagt að Verslunarskólanemar kunni ekki að halda viðburði sem slá í gegn eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á föstudaginn í Hörpu á Vælinu, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, sýna. Ólöf Kristín Þórsteinsdóttir sigraði keppnina með lagið Feeling Good sem Nina Simone söng eftirminnilega.

Sokkar sem líta út eins og Karl Lagerfeld

Þessir frumlegu jólasokkar voru frumsýndir af versluninni Selfridges á Twitter á dögunum Eins og sjá má er innblásturinn af sokkunum fenginn frá tískugoðinu eina og sanna, Karl Lagerfeld. Sokkarnir kosta 200 pund og rjúka nú út eins og heitar lummur.

Mætt aftur á djammið

Lítið hefur borið á djammdrottningunni henni Paris Hilton undanfarið en hún lét loksins sjá sig um helgina er hún skellti sér á djammið í Hollywood og tók hressilega á því fram á nótt.

Nýtur lífsins í París

Stórstjarnan, Sylverster Stallone er staddur í París þessa dagana þar sem hann spókar sig ásamt eiginkonu sinni, Jennifer Flavin og dætrunum þeim, Sophiu og Sistine Rose.

Einlægir útgáfutónleikar

Hinn eini og sanni Hreimur gaf út sína fyrstu sóló plötu á dögunum. Að því tilefni hélt hann vel heppnaða útgáfutónleika í Austurbæ.

Bítlaupptökur boðnar upp

Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca.

Slógust um Halle

Þakkargjörðahátíðin hjá Halle Berry og unnusta hennar, Olivier Martinez, tók óvænta stefnu á fimmtudaginn.

Jólagjöfin á uppboð

Armbandsúr sem tilheyrði Elvis Presley er til sölu hjá bresku uppboðshúsi. Líklegt er að minnst 1,2 milljónir króna fáist fyrir úrið.

Líka jólaskraut

Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins.

Rauðagerði sigurvegari Stíls

Félagsmiðstöðin Rauðagerði úr Vestmannaeyjum bar sigur úr býtum í keppninni Stíll sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, hélt um helgina.

Margrét Gnarr pósaði með gestum

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Nexus4 frá Google og LG var forsýndur í Tjarnarbíó. Mikið var lagt til og fjöldi fólks mætti á frumsýninguna. Þá skemmtu söngkonan Þórunn Antonía og leikarinn Pétur Jóhann við mikla lukku viðstaddra.

Boð frá glæpafélaginu

Hið íslenska glæpafélag ætlar að bjóða hinum 83 ára rithöfundi, Guðbjörgu Tómasdóttur, að lesa upp úr skáldsögu sinni Morð og missætti á væntanlegu glæpakvöldi sínu.

Sérvalinn af Jóni Jónssyni eftir prufu

Trommuleikarinn Andri Bjartur Jakobsson var valinn úr tíu manna hópi til að leika með Jóni Jónssyni. Aldrei farið í viðlíka prufur hjá hljómsveit áður.

Fín stemning á Fjölmiðlamóti

Hið árlega Fjölmiðlamót í knattspyrnu var haldið í Fífunni í Kópavogi á föstudagskvöld. Það var lið Fótbolta.net sem vann mótið eftir 3-0 sigur á liði Stöðvar 2 eftir æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Ber að ofan í sjónum

Söngkonunni Pixie Geldof líður afar vel í eigin skinni og virtist skemmta sér konunglega er hún sat fyrir í auglýsingu fyrir gallafatnað á Miami.

Loksins sameinuð á ný

Leikarinn Tom Cruise eyddi þakkargjörðarhátíðinni með sex ára dóttur sinni Suri í London. Er þetta í fyrsta sinn sem feðginin sjást í þrjá mánuði.

Fertug og fitt

Leikkonan Jada Pinkett Smith hélt upp á þakkargjörðarhátíðina á Maui á Havaí. Hún skokkaði á ströndinni og skellti sér á brimbretti en þessi Hollywood-mamma er í rokna formi.

Guðrún Tinna Ólafsdóttir heimsótt

Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló, býr ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum þeirra í fallegu raðhúsi á Seltjarnarnesi...

Fjögur atriði fá reisupassann

Undanúrslitaþátturinn af Dans Dans Dans verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld klukkan 20.30. Tíu atriði keppast um þau sex pláss sem eru í úrslitaþættinum sem verður sýndur 8. desember.

Verslunarleiðangur í spandex-buxum

Nýbakaða mamman Megan Fox skellti sér í verslunarferð í Los Angeles í vikunni og keypti eldhúsáhöld í versluninni Sur La Table.

Twilight par á von á barni

Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, og unnusti hennar og mótleikari, Robert Pattinson, 26 ára, eiga von á barni samkvæmt OK! tímaritinu.

Ofurfyrirsæta úðar í sig

Súpermódelið Tyra Banks tók þakkargjörðarhátíðina með trompi og leyfði sér að borða allt sem hana lysti.

Sökkti sér ekki niður í undirheimana

"Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa,“ segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti.

Fyrsta þakkargjörðin sem einstæð móðir

Katie Holmes hoppaði upp í flugvél til heimabæjar síns í Ohio á fimmtudagsmorguninn án sex ára dóttur sinnar Suri. Verður þetta fyrsta þakkargjörðarhátíðin Katie sem einstæð móðir.

Skilin eftir níu ára hjónaband

The Big Bang Theory-stjarnan Mayim Bialik er skilin við eiginmann sinn Michael Stone eftir níu ára hjónaband. Parið á synina Miles, sjö ára og Fred, fjögurra ára saman.

Magabolur sem segir sex

Söngkonan Britney Spears skartaði magabol er hún brá sér í hlutverk dómara í raunveruleikaþættinum X Factor í vikunni.

Allt tryllt yfir stráknum

Nýbakaði faðirinn og poppstjarnan Robbie Williams tróð upp í London í vikunni fyrir vægast sagt tryllta aðdáendur.

Madonna, unglambið og börnin

Madonna og kærastinn hennar Brahim Zaibat voru mynduð ásamt börnum Madonnu, Lourdes Leon, Rocco Ritchie, David Banda, og Mercy James á hótelsvölum í Miami á miðvikudaginn var. Fjölskyldan var í góðum fíling eins og sjá má á myndunum.

Þessar rústuðu Disney kökukeppninni

Anna Lísa Jóhannesdóttir bar sigur úr bítum í kökukeppni Eddu útgáfu og Hagkaupa sem fram fór í Smáralind síðustu helgi. Þá varð Eyrún Ösp Birgisdóttir í öðru sæti og Ólöf Bjarnadóttir í þriðja. Sigurvegarna og kökurnar þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd.

Fella tré og fara í bústað á aðventunni

Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á.

Matgæðingur leggur lokahönd á bók

Andrea Sóleyjar & Björgvinsdóttir, þriggja stúlkna móðir, meistaranemi í menningarstjórnun, flugfreyja, verkefnastýra hjá WOW air og höfundur af Bókinni oKKar.

Rikka velur aðeins þá bestu

Í kvöld hefur raunveruleikaþátturinn MasterChef Ísland göngu sína á Stöð 2. Lífið kíkti baksviðs við gerð þáttanna eins og sést í meðfylgjandi myndasafni.

Dásamlegt jólaboð í Mjóddinni

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Gleraugnabúðinni í Mjódd í gær. Um var að ræða svokallað aðventuknús þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði með Baileys ásamt konfekti frá Nóa Síríus og góðgæti frá Gott vörulínu Rikku.

Mætti með mömmumat í prufuna

„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld.

Óttast ekki reiði kirkjunnar manna

„Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson.

Stjörnum prýtt lið Stöðvar 2

Fjölmiðlamótið í fótbolta verður haldið í Fífunni í Kópavogi í dag, en mótið hefur verið haldið árlega í langan tíma. Lið Stöðvar 2 sigraði á mótinu í fyrra og þykir sigurstranglegt í ár.

Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða

„Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær.

Árni Hjörvar í Abbey Road

Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar í bresku rokksveitinni The Vaccines voru nýlega staddir í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road þar sem Bítlarnir voru tíðir gestir á síðustu öld.

Sjá næstu 50 fréttir