Lífið

Sérvalinn af Jóni Jónssyni eftir prufu

Svo gæti farið að Andri Bjartur fylgi Jóni Jónssyni til Bandaríkjanna þar sem sá síðarnefndi er á plötusamningi hjá Sony. Fréttablaðið/Pjetur
Svo gæti farið að Andri Bjartur fylgi Jóni Jónssyni til Bandaríkjanna þar sem sá síðarnefndi er á plötusamningi hjá Sony. Fréttablaðið/Pjetur
"Jón [Jónsson] hafði spurt kennara í FÍH hvort þeir vissu um trommara til að spila með honum og einhver nefndi mig. Ég fór svo í viðtal til Jóns og eftir það var ég boðaður á æfingu með hljómsveitinni," segir Andri Bjartur Jakobsson, trommuleikari. Hann var valinn til liðs við hljómsveit Jóns Jónssonar úr hópi tíu trommuleikara. Fjórir komust áfram í prufur og að lokum var Andri Bjartur fenginn til liðs við sveitina.

"Ég hef aldrei farið í gegnum svona ferli áður til að fá að tromma með hljómsveit. Þetta var mjög prófessional hjá þeim," segir Andri, en hann er einnig trymbill hljómsveitanna Mammút og 1860.

Fréttablaðið skýrði frá því í október að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefði landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. Svo gæti farið að Andri Bjartur fylgi Jóni út til Bandaríkjanna þegar þar að kemur. "Mér skilst að það gæti farið þannig. Samningurinn var þó gerður við Jón einan, en ég veit að hann vill hafa hljómsveitina með sér og ég er partur af henni. En þetta kemur betur í ljós síðar."

Ný hljómplata með Mammút er væntanleg í vor, en útgáfa hennar hefur gengið nokkuð brösuglega og hafa sumir gengið svo langt að segja bölvun hvíla á plötunni. "Platan átti upphaflega að koma út fyrir Iceland Airwaves en svo komu upp erfiðleikar í kringum upptökur og við urðum að fresta útgáfunni. Í kjölfarið ákváðum við að endurvinna plötuna alveg upp á nýtt og við reiknum með að hún komi út í mars eða apríl á næsta ári," segir Andri Bjartur að lokum.

-sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.