Lífið

Bítlaupptökur boðnar upp

Tóku upp tíu lög fyrir útgáfuna Decca árið 1962.
Tóku upp tíu lög fyrir útgáfuna Decca árið 1962.
Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca. Yfirmaðurinn Dick Rowe átti að hlusta á lögin með mögulega útgáfu í huga. Hann varð síðar þekktur sem maðurinn sem hafnaði Bítlunum.

Tíu af þessum lögum eru á upphaflegu "master"-upptökunni sem verður sett á uppboð á þriðjudaginn. Talið er að hátt í fjórar milljónir króna fáist fyrir hana. Ólíklegt er að hún fari í almenna sölu í framtíðinni því Bítlarnir eiga sjálfir útgáfuréttinn á henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.