Fleiri fréttir

Rústar hótelherbergi í flippinu

Spéfuglinn Rebel Wilson gengur ávallt alla leið til að kitla hláturtaugarnar. Á því var engin undantekning þegar hún sat fyrir hjá ljósmyndara á hótelherbergi sínu í Los Angeles.

Trúlofaðist í Moskvu

Kærustuparið Halldór Halldórsson og Magnea Guðmundsdóttir trúlofuðust um helgina.

Hættur að drekka

Þetta kemur fram í slúðurblaðinu Star en þar er sagt að leikarinn hafi hreinsað heimili sitt af áfengi en Depp á bæði vínkjallara og vínekru í Frakklandi.

Fjársýslugæsin Rómeó smalar lömbum

Matthías Schram, níu ára gamall, ákvað að hann vildi byrja að rækta risaeðlur. Kristinn Schram, pabbi hans, brá þá á það ráð að gera leik úr því að klekja út hænsnaeggi og gæsaeggi í þar til gerðu útungunartæki.

Ásdís Rán og Samantha Fox trekkja að

"Ég var að árita í Tequila klúbbnum þar sem Samanta Fox var að troða upp. Það var mjög skemmtilegt þar sem hún var idolið mitt þegar ég var lítil stelpa og ég var með plaköt af henni upp á veggjum. Hún lítur ótrúlega vel út ennþá þrátt fyrir aldur," segir Ásdís Rán.

Þarna var svakalegt stuð

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum sem Gogoyoko.com og Heineken stóðu fyrir á Slippbarnum á fimmtudaginn var en tilefnið var upphaf nýrrar tónleikaseríu, Heineken Music, sem verður í gangi einu sinni í mánuði í vetur.

Hundelt með barnið í fanginu

Breska leikkonan Sienna Miller, 30 ára, og unnusti hennar, leikarinn Tom Sturridge, 26 ára, voru mynduð með þriggja mánaða gamla stúlkuna þeirra, Marlowe, á götum New York borgar í gær. Eins og sjá má á myndunum fær fjölskyldan ekki frið - hún er hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fer. Fylgifiskur frægðarinnar segja sumir!

Tom Cruise sér eftir öllu saman

Leikarinn Tom Cruise á ekki sjö dagana sæla því hann hefur misst það sem er honum kærast - eiginkonu og dóttur. Hann er leiður yfir því að hafa látið boðskap Vísindakirkjunnar eyðileggja hjónabandið en Katie skildi við hann í sumar. Nú er því haldið fram að Tom sé eyðilagður maður yfir missinum en eins og myndirnar í myndasafninu sem teknar voru árið 2006 sýna voru þau hamingjusöm hjón nýbúin að eignast yndislega dóttur, Suri Cruise. Tom ætlar að snúa baki við Vísindakirkjunni og segir blekkingar hafa villt honum sýn. Hann þráir fátt eins mikið og mæðgurnar inn í líf sitt á ný.

Fegurðarleyndarmál Menu Suvari

American Beauty-leikkonan Mena Suvari á sér lítið fegurðarleyndarmál sem hún opinberaði fyrir stuttu. Hún fer í fiskafótsnyrtingu í Topshop þegar hún er í Bretlandi.

Háður klámi

Poppstjarnan Will Young er í opinskáu viðtali við tímaritið Style þar sem hann játar að hafa verið háður klámi til að fylla upp í skarð í lífi sínu.

Innlit til Lóu Pind

Fréttakonan Lóa Pind býr í fallegu skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá á laugardögum strax á eftir kvöldfréttum.

Fjölmennt á Ellý Vilhjálms

Minningartónleikar þar sem einstakur ferill Ellýjar Vilhjálms var rifjaður upp í máli og myndum, tónlist og myndskeiðum, fóru fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Þéttsetið var í salnum og gríðarlega góð stemning þar sem gestir fengu að hverfa aftur til 7. áratugarins þessa einu kvöldstund þar sem helstu söngvarar landsins fluttu lögin sem Ellý söng. Meðfylgjandi myndir voru teknar af glæsilegum gestunum á tónleikunum.

Síðasta rennsli fyrir Ellý Vilhjálms

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var góð stemning á meðal tónlistarfólksins sem kemur fram á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms í Laugardalshöllinni í kvöld þegar síðasta rennslið fór fram í gærkvöldi.

Yoko Ono og Linda P hittust

"Það var auðvitað gaman að hitta þessa merkilegu konu og ekki síðra þegar hún sagðist vilja koma í Baðhúsið mitt næst þegar hún kæmi til landsins," segir Linda Pétursdóttir...

Fallega fólkið mætti

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar nýir eigendur veitingastaðarins UNO buðu til veglegrar veislu. Leifur Welding hönnuður staðarins er búinn að breyta hluta staðarins í glæsilega setustofu. Þá var nýr matseðill kynntur. Eins og sjá má var margt um manninn á þessum glæsilega stað í miðborginni.

Blómstrar eftir skilnaðinn

Það verður seint tekið frá leikkonunni Katie Holmes, 33 ára, að hún er kjörkuð að skilja við leikarann Tom Cruise með hag dóttur þeirra, Suri Cruise, í huga. Tom ætlaði sér að draga Suri á kaf í Vísindakirkjuna og Katie vildi koma í veg fyrir að hann gæti tekið ákvarðanir hvaða trúarbrögð barnið ætti að aðhyllast.

Ég fékk ekki að sjá Daniel nakinn

Nýja Bond-stúlkan Bérénice Marlohe er í sjöunda himni með hlutverkið í nýjustu Bond-myndinni Skyfall. Hún saknaði þó eins í tökunum.

Ríður út fimm sinnum í viku

The Big Bang Theory-krúttmonsan Kaley Cuoco er ekki bara hæfileikarík leikkona heldur líka mikil hestamanneskja.

Loksins seldi Mel setrið

Glæsilegt heimili leikarans Mel Gibson hefur verið á sölu í tvö ár en nú hefur Mel loksins selt það. Hann fékk 9,3 milljónir dollara fyrir, rúman milljarð króna, sem er langt undir ásettu verði.

Idol-brúðkaup í uppsiglingu

Idol-stjarnan Ace Young stal senunni í úrslitaþætti elleftu seríu af raunveruleikaþættinum American Idol þegar hann bað annarrar Idol-stjörnu, Diönu DeGarmo.

Skilnaðurinn gengur hægt

Rúmlega ár er síðan Hollywood-parið Ashton Kutcher og Demi Moore skildu en skilnaðurinn er þó ekki enn þá genginn í gegn. Hjónin eiga víst erftt með að skipta á milli sín eignum og peningum. Eignir þeirra eru metnar á nokkra milljarða en Moore og Kutcher voru gift í sex ár. Í byrjun hjónabandsins var Moore meiri stjarna en síðustu ár hefur Kutcher verið að klifra upp metorðastigann í Hollywood.

Í faðmlögum

Leikarinn Robert Pattinson hefur undanfarið verið að sleikja sárin eftir framhjáhald fyrrverandi kærustu sinnar Kristen Stewart. Síðustu vikur hafa slúðurmiðlar velt fyrir sér hvort Pattinson hafi fyrirgefið svikin og sé búinn að taka við Stewart á ný.

Victoria klæðist víðu

Svo virðist sem Beckham-hjónin þreytist seint á því að skjóta fallegum börnum inn í heiminn.

True Blood leikkona á Expó

„Ingrid og Larissa Reis eru æfingafélagar og vinkonur. Þegar Ingrid frétti af því að Larissa væri að koma hingað bað hún um að fá að koma með,“ segir Hjalti Úrsus um komu vaxtaræktarkonunnar og True Blood-leikkonunnar Ingrid Romero til landsins.

Dópaður í 18 ár

Leikarinn kynþokkafulli Colin Farrell er búinn að vera edrú frá árinu 2006 og segir lífið vera mun betra nú þegar hann er laus úr viðjum fíknarinnar. Farrell hafði drukkið og dópað upp á hvern einasta dag í átján ár þegar hann ákvað að breyta til hins betra og segist hann hafa grætt átta tíma í hvern dag núna, auk þess sem hann sé níu ára gömlum syni sínum án efa töluvert betri faðir. Á meðan sjarmörinn var sem dýpst sokkinn segist hann varla hafa sagt nokkurn sannleika því lífið snerist um að ljúga að vinum og vandamönnum. „Ef ég hafði borðað kjúkling og baunir í kvöldmatinn sagðist ég samt hafa borðað steik og kartöflur. Ekki af neinni ástæðu, þetta var bara orðinn vani,“ sagði hann í viðtali.

Vill leika í Expendables

Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan hefur áhuga á að leika í þriðju Expendables-hasarmyndinni. „Allir aðdáendur mínir segja við mig á Twitter að ég ætti að leika í Expendables 3. Ég vildi óska þess. Getið þið ímyndað ykkur mig sem vonda kallinn ef ég myndi raka af mér hárið?, sagði Hogan.

Afmæli hjá Party Zone

Útvarpsþátturinn gamalgróni Party Zone verður með 22 ára afmælisþátt á Rás 2 á laugardagskvöld og á Ruv.is/partyzone. Mörgum plötusnúðum og vinum þeirra verður boðið í partí í Stúdíó 12 og verður útvarpað beint frá herlegheitunum. Þeir sem koma fram í þættinum eru FKNHNDSM, Már & Nielsen, Dj Margeir (Gluteus Maximus), Viktor Birgisson ásamt Söndru Barilli og Sísý Ey. Klukkan 23 um kvöldið hefst svo afmælispartí á skemmtistaðnum Dollý þar sem fram koma Andrés Nielsen, Sísí Ey og DJ Margeir.

Alda er að deyja úr gelgju

„Þetta hefur verið ótrúlega skemmtileg vinna,“ segir hin fimmtán ára gamla Annalísa Hermannsdóttir. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttunum Pressu en þriðja þáttaröðin fer í loftið á morgun.

Frumsýning í Kassanum

Nýja íslenska leikverkið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Fréttablaðið tók út stemninguna á sýningunni.

Óþekkjanlegur McConaughey

Leikarinn Matthew McConaughey er ekki svipur hjá sjón en hann hefur lést um rúmlega 13 kíló á síðustu vikum. Ástæða fyrir þyngdartapi McConaughey er að hann er að leika í myndinni The Dallas Buyer"s Club sem er sönn saga um mann sem smitast af eyðni á áttunda áratuginum og leitar á náðir óhefðbundinna lækninga til að lengja lífið.

Hálsbrotnaði í hestaferð á Íslandi

Bandaríski Hollywoodleikarinn Stephen Tobolowsky hefur gefið út bókina The Dangerous Animals Club. Óhapp sem hann varð fyrir á Íslandi þegar hann hálsbrotnaði í hestaferð var kveikjan að bókinni.

Stjörnupar með hvítvín og sígó

Stjörnuparið Rhys Ifans og Anna Friel eru samheldin og kunna að lyfta sér upp. Þau kíktu út á kráarrölt á Notting Hill-svæðinu í London á dögunum og fengu sér hvítvín saman.

Mæðgur á toppnum

Þær eru margar mæðgurnar í bransanum sem má svo sannarlega kalla ofurmæðgur.

Ásgeir Trausti hjá heimili Kurt Cobain

"Við Júlli kíktum í heimsókn til Kurt Cobain hér í Seattle. Hann var ekki heima þannig við löbbuðum í 3 klst aftur á hótelið..." skrifar tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti á Facebooksíðuna sína í dag ásamt því að birta myndina sem sjá má hér fyrir neðan.

Hætt að aflita sig

Leikkonan Lindsay Lohan, 26 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum þegar nýr Ginseng-drykkur var kynntur í Beverly Hills. Það var nýr háralitur leikkonunnar sem skyggði á drykkinn en hún hefur verið með aflitað hár undanfarin ár. Kastaníulitað hár Lindsay er mjög nálægt hennar náttúrulega háralit. Hún hefur lýst því yfir nú ætli hún að hætta að lita á sér hárið. Spennandi að fylgjast með því!

Ofurkroppar úða í sig skyndibitafæði

"Þetta var bara fyrsta sem við fundum, - McDonalds. Rosalega sveitt og ég held að ég sé búin með minn skammt af sveittum mat í bili. Þurfti ekki mikið til - bara einn börger og smá fröllur," segir Margrét Gnarr dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík sem er stödd á Spáni þar sem hún keppti í Arnold Classic Europe fitnessmótinu í dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá Margréti ásamt Kristínu Guðlaugu og Margréti Láru úða í sig skyndibitafæði. Margrét komst ekki áfram í Arnold Classic í dag - eins og lesa má hér.

Þrjár kynþokkafullar

Í Hollywood snýst allt um það hver er best og verst klæddur, mest kynþokkafullur, í besta forminu og svo framvegis... Þær Sofia Vergara, Halle Berry og Kim Kardashian voru einmitt valdar mestu kynbomburnar á dögunum og skal kannski engan undra. Hér má sjá bomburnar þrjár allar klæddar á svipaðan hátt. Hver er þín uppáhalds?

Sjá næstu 50 fréttir