Fleiri fréttir

Óklárað lag á Netið

Rapparinn Kanye West hefur gefið aðdáendum sínum eitt lag á hverjum föstudegi að undanförnu. Hann hætti við það síðasta föstudag eftir að lag af væntanlegri plötu hans lak á Netið án hans samþykkis.

Sjóðheitir Bretar

Hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar á Iceland Airwaves 16. október. Bassaleikarinn Ed Nash ræddi við Fréttablaðið um heimsóknina til Íslands og nekt á hótelherbergjum.

Tekið á anorexíu og kynþáttafordómum - myndband

Tveir af leikurum kvikmyndarinnar Óróa sem frumsýnd verður 14. október næstkomandi, Vilhelm Þór Neto og Ingibjörg Reynisdóttir, sem er líka höfundur myndarinnar, ræða um myndina í meðfylgjandi myndskeiði. Bíómyndin Órói byggir á bókum Ingibjargar og er leikstýrð af Baldvini Z. Órói á Facebook og Youtube.

Í skýjunum yfir kynþokkanum

Mad Men stjarnan Christina Hendricks, 35 ára, er vægast sagt mjög stolt af því að vera talin kyntákn og fyrirmynd kvenna en hún er lofuð fyrir mjúkar línur og kynþokka í fjölmiðlum vestan hafs. Ég er í skýjunum yfir því að vera talin kynþokkafull en höfum eitt á hreinu að ögrandi eða fleginn toppur eða fatnaður er ekki nauðsynlegur til að ná fram kynþokka. Kynþokki kemur innan frá," lét Christina hafa eftir sér. Hún segist þó eiga fátt sameiginlegt með karakternum sem hún leikur í Mad Men sjónvarpsþáttunum, Joan Holloway.

Gerðu vefsíðu fyrir Winslet

Vefsíðufyrirtækið Davíð & Golíat skaut mörgum bandarískum vefsíðugerðar­fyrirtækjum ref fyrir rass þegar þurfti að smíða vefsíðu fyrir góðgerðarsamtökin The Golden Hat Found­ation.

Feit og gömul í LA

Leikkonan Rosario Dawson, 31 árs, segist vera feit og gömul þegar hún er stödd í Los Angeles en ung og grönn þegar hún er í New York. Þegar ég er í New York er ég rosalega grönn og mjög ung en þegar ég fer til Kaliforníu finnst mér ég vera feit og gömul. Ég er þrjátíu og eins árs og ég eldist hratt. Svo er ég endalaust spurð í LA hvort ég ætli ekki að létta mig og laga útlitið. Nei ég er ekki að grínast með þetta," sagði Rosario. Sin City stjarnan hefur oftar en ekki verið tilnefnd sem ein af kynþokkafyllstu konum heimsins. Þegar Rosario var spurð út í kynþokkann svaraði hún: Ástæðan eru brjóstin. Umboðsmaðurinn minn segir að ef ég klæðist peysu í áheyrnarprófum þá verð ég að vera viss um að hún er þröng því leikstjórarnir vilja mjóar konur með stór brjóst."

Kylie kaupir sér hús

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur keypt sér í hús London þar sem hún ætlar að búa með kærasta sínum, spænsku fyrirsætunni Andres Velencoso Segura. Þau hafa verið saman í tvö ár. Fyrr á árinu var talið að þau væru að hætta saman en Minogue neitaði því alfarið.

Gísli Örn bjargar frumsýningu Brims

Gísli Örn Garðarsson og Víkingur Kristjánsson ætla að fljúga frá London til Reykjavíkur og bjarga þannig frumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Brims eftir Árna Ólaf Ásgeirsson en hún verður lokamynd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík á laugardagskvöld.

Ber bleiku slaufuna með stolti

Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur.

Þrífst á spennu og óvissu

Leikkonan Keira Knightley, 25 ára finnst spennandi að vita ekki hvernig ferilinn æxlast. Hún er ánægð að hafa uppfyllt æskudrauminn um að verða kvikmyndastjarna en hvað framhaldið varðar þá hlakkar hana til að sjá hvað gerist. Hún þrífst á spennunni. Allt mitt líf hef ég tekist á við nákvæmlega það sem mig langaði. Ég elska kvikmyndir og ég elska sögurnar sem eru sagðar og ég elska að leika. Það er ekki sjálfgefið að vera vinsæll í Hollwyood. Einn daginn ertu sjóðheit og næsta ísköld. Mér finnst óvissan í kringum starfið vera spennand," sagði Keira. Ef mér yrði boðið að kíkja í framtíðina myndi ég neita. Hvað ef allt yrði hræðilegt? Ég vil láta ráðast hvað verður og ég ætla aldeilis ekki að eyða tíma mínum í áhyggjur um framhaldið svo mikið er víst. En ég elska óvissuna og spennuna," sagði leikkonan.

Paris Hilton aftur í sjónvarp

Paris Hilton, 29 ára, hefur landað samningi við sjónvarpsstöðina Oxygen network um að kvikmyndatökuvélar fylgi henni hvert fótspor þar sem tekið verður upp allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Paris segir að nýr kafli er eum það bil að hefjast hjá henni og hann byrji þegar kveikt verður á myndavélunum en hún er staðráðin í að bæta ímynd sína eftir að hún játaði að hafa haft í fórum sínum nokkur grömm af kókaíni. Paris fékk skilorðsbundinn dóm í ár og var gert að sinna samfélagsskyldu. Um er að ræða raunveruleikaþátt þar sem fylgst verður með Paris og fleiri þekktum konum í Hollywood. Þar má nefna vinkonur Parisar eins g Brooke Mueller, eiginkona Charlie Sheen, Allison Melnick og Jennifer Rovero, ásamt mömmu Parisar, Kathy Hilton.

Frímann og félagar í útrás

„Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin.

Góð rokktónlist og ódýr bjór

Rokktóberfest X-ins 977 hófst á skemmtistaðnum Sódómu í gær og stendur yfir til laugardags. Tilefnið er hin tvö hundruð ára gamla hefð frá Bavaríu í Þýskalandi þar sem ár hvert eru drukknir milljónir lítra af öli.

Fyrstu einleikstónleikarnir í fjögur ár

„Það er búið að standa lengi til að spila á tónleikum á Íslandi. Það er kominn tími til og ég er mjög spenntur,“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson.

Spilar fyrir 700 þúsund manns

Baldvin Oddsson, einn efnilegasti trompetleikari landsins, kemur fram í bandaríska útvarpsþættinum From The Top 15. nóvember. Þátturinn er sendur út á um 250 útvarpsstöðvum og talinn eiga sér um sjö hundruð þúsund dygga aðdáendur.

Glaðir gestir Frímanns

Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni og gestum fór fram í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Gestir voru ánægðir með fjölþjóðlegt grín sem þar var á boðstólum.

Hallveig í Kirkjuhvoli

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur fyrir klassískri tónleikaröð í vetur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.

Tökur á Spaugstofunni hafnar

Fyrsti tökudagur Spaugstofunnar fyrir nýjan vinnuveitanda, Stöð 2, var í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg í gær en fyrsti þátturinn fer í loftið laugardaginn 9. október.

Helgi vinsæll sem fyrr

Uppselt er á tónleika Helga Björnssonar í Salnum 7. október þar sem hann syngur lög Hauks Morthens. Af því tilefni verða haldnir aukatónleikar miðvikudaginn 6. okt­óber.

Úrelt kerfi en mun ekki breytast í bráð

Hrunið var meðal annars afleiðing löngu úrelts stjórnmálakerfis sem er orðið svo rótgróið að það breytist líklega ekki í bráð. Þetta er meðal niðurstaðna Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings í nýlegu yfirlitsriti um sögu Íslands, sem kom út í Englandi á dögunum.

Öðrum kennt í Gerðubergi

Pétur Gunnarsson hefur umsjón með tveggja kvölda námskeiði um Þórberg Þórðarson í Gerðubergi mánudaginn 11. og miðvikudaginn 13. október.

Gillz hannar símaskrána

Já og Egill „Gillz“ Einarsson skrifuðu í dag undir samkomulag um að Egill verði meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum bókarinnar. Bókasamningarnir gerast varla stærri en þessi, því með honum tryggir Egill sér dreifingu í 150.000 eintökum. Símaskráin er stærsta einstaka bókaútgáfa hvers árs og sýna kannanir að hún berst inn á meirihluta heimila á landinu og er notuð af langstærstum hluta landsmanna. Umsókn Egils um aðgang að Rithöfundasambandinu hefur verið nokkuð í fjölmiðlum síðustu daga og má búast við að þessi nýjasti samningur styrki umsóknina umtalsvert, enda ekki algengt að rithöfundar fái svo umfangsmikla dreifingu. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar það kom í fréttunum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamningurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kominn tími til,“ segir Egill Einarsson.

Með húðvandamál eins og aðrir

Breska söngkonan Pixie Lott, 19 ára, segir það ekki sjálfgefið að vera með fína mjúka húð þrátt fyrir að andlitskremin séu óteljandi þarna úti. Þrátt fyrir að vera stórglæsileg í öllum tónlistarmyndböndunum sínum segir Pixie að hún þurfi að leggja sig virkilega fram við að líta vel út. Hún segist fá unglinabólur eins og aðrir unglingar en hún notar rakakrem á andlitið sem hjálpar henni að viðhalda sléttri og unglegri húð. Það er erfitt að vera alltaf sléttur og bólulaus þegar þú ert unglingur. Þær einfaldlega koma og ekkert við því að gera," sagði söngkonan. Ég veit að það er fullt af góðum kremum til en ég nota rakakrem sem kallast NuBo. Þegar ég set það á mig verður húðin silkimjúk," sagði Pixie. Það sem skiptir öllu máli er að vera sáttur við sjálfan sig sama hvernig maður lítur út. Það er svo mikilvægt að vera sáttur," sagði hún.

Kynþokkafyllri eftir að hún varð mamma

Ofurfyrirsætan Adriana Lima, 29 ára, segir að eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn finnst henni hún sjálf vera kynþokkafyllri og öruggari með sig. Adriana, sem hefur verið andlit unfirfataframleiðandans Victoria's Secret undanfarið tíu ár og að sama skapi fyrir snyritvöruframleiðandann Maybelline frá árunum 2003 til 2009, fæddi Valentinu Lima Jarić í nóvember í fyrra en faðir stúlkunnar er eiginmaður Adriönu, serbneski körfuboltaspilarinn Marko Jarić. Að verða mamma er það besta sem hefur komði fyrir mig og það sama má segja við um ferilinn minn. Mér líður meira sexí og er miklu öruggari með sjálfa mig heldur en áður," sagði Adriana.

Skilin við Victoria´s Secret

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 37 ára, hefur ákveðið að hætta að starfa fyrir undirfataframleiðandann Victoria’s Secret. Heidi, sem hefur sýnt undirföt síðustu 13 ár fyrir framleiðandann er búin að skila vængjunum. Allt tekur einhverntíman enda en eitt er víst og það er að ég mun alltaf elska Victoria's Secret,” sagði Heidi. Ástæðan er sögð vera að Heidi ætlar að framleiða eigin fatalínu í nafni sjónvarpsþáttarins Project Runway.

Gúgglar sig þegar hún er full

Leikkonan Ginnifer Goodwin, 32 ára, segir að bjórþamb og internetið passi engan veginn saman því hún reynir eins og hún getur að lesa ekkert slúður um sig sem skrifað er á netið. Ginniger, sem er staðráðin í að gera það gott í Hollywood þrátt fyrir mjúkar líkamslínur, er hætt að logga sig inn á netið þegar hún fær sér í glas því það kallar bara á vandræði þar sem hún endar alltaf á vefmiðlum þar sem útlit hennar er gagnrýnt. Égg ætla ekki að léttast eða breytast af því að einhver skrifar slæma hluti um líkama minn, hárið á mér eða ég veit ekki hvað á netið. Ég hef lesið hræðilega hluti um mig ef ég óvart gúggla mig þegar ég er í glasi en annars geri ég það alls ekki," sagði Ginnifer.

Erfitt að verða ólétt

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Khloe Kardashian, 26 ára, segist leggja sig fram við að verða ólétt en viðurkennir þó að það sé erfiðara en hún hélt. Khloe og eiginmaður hennar, körfuboltastjarnan Lamar Odom, 30 ára, hafa reynt undanfarið ár að eignast barn en ekkert gengið til þessa. Nú er ár síðan Khole giftist Lamar og að hennar sögn er hún dauðþreytt á að bíða eftir að hún verði ólétt. Við höfum verið að reyna að eignast barn allt síðasta ár. Þetta er mun erfiðara en ég hélt. En það er ótrúlega gaman að reyna að búa til börn," sagði Khloe sem hefur ákveðið að leita ráða hjá fagfólki.

Shia skammar Spielberg og Harrison Ford

Shia LaBeouf, leikarinn úr Transform­ers, skammar bæði Steven Spielberg og Harr­ison Ford í viðtali við breska götublaðið The Sun. Hann hneykslast líka á Robert De Niro sem hafi einfaldlega náð ákveðnu takmarki og sé sáttur við það.

Óánægð með bótoxið

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur útskýrt hvers vegna hún fór í botox-aðgerð í sjónvarpsþætti sínum. Hún hafði áður haldið því fram að konur á hennar aldri þyrftu ekki á slíku að halda.

Jen þráir Mayer aftur

Margir halda að leikkonan Jennifer Aniston sé að velta sér upp úr fortíðinni með eiginmanninum fyrrverandi, Brad Pitt, en svo er ekki.

Neitar að drekka sig fulla

Leikkonan Lea Michele, 24 ára, vill frekar vera heima hjá sér og slaka á í baði heldur en að fara út á meðal fólks og drekka sig blindfulla. Lea varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún birtist í hlutverki Rachel Berry í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Lea vill einblína á ferilinn og framtíðina í stað þess að djamma með félögunum. Hún viðurkennir að hún fer sjaldan út að skemmta sér og áfengið fer illa í hana. Ef ég fæ mér eitt glas þá dett ég út. Ég hef aldrei verið þannig að ég bið vini mína að fara út að djamma og drekka cosmopolitan. Ég hef aldrei smakkað cosmopolitan ef ég á að vera hreinskilin. Ég kýs frekar að vera heima og slaka á í baðkarinu heima. Það er mikil vinna að taka þátt í Glee. Gríðarlegt álag. Við vinnum 14 til 16 stundir á dag mánudag til föstudags," sagði Lea.

Ekki að herma eftir neinum

Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út.

Erum engir þungarokkarar

Útgáfutónleikar rokksveitarinnar Swords of Chaos verða haldnir annað kvöld í tilefni af fyrstu plötu sveitarinnar, The End Is As Near As Your Teeth, sem kom út í síðustu viku á vegum Kimi Records.

Fyrsta plata Söndru

Hljómsveitin Sing For Me Sandra hefur sent frá frá sér sína fyrstu plötu, Apollo"s Parade. Sing For Me Sandra kemur úr Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ og hefur verið starfandi frá árinu 2006.

Býr til myndrænar óperur

Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni.

Fyrsta æfingin í sautján ár

Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi".

Halda að þau séu vampírur

Bandarísk ungmenni taka vampíruæðið sem ríður yfir heiminn alvarlega og eru byrjuð að bíta hvert annað og sjúga blóðið. Þetta furðulega og hættulega æði kemur í kjölfar vinsælda Twilight-kvikmyndanna og bókanna og þátta á borð við True Blood.

Holloway í M:I 4

Josh Holloway, sem leikur Sawyer í Lost-þáttaröðinni, hefur samþykkt að leika í Mission: Imposs­ible-mynd númer fjögur.

Austin Lucas á Íslandi

Bandaríkjamaðurinn Austin Lucas er mættur til landsins og hyggst koma fram á fernum tónleikum.

Sjá næstu 50 fréttir