Lífið

Í skýjunum yfir kynþokkanum

Christina Hendricks. MYND/BANG Showbiz
Christina Hendricks. MYND/BANG Showbiz

Mad Men stjarnan Christina Hendricks, 35 ára, er vægast sagt mjög stolt af því að vera talin kyntákn og fyrirmynd kvenna en hún er lofuð fyrir mjúkar línur og kynþokka í fjölmiðlum vestan hafs.

„Ég er í skýjunum yfir því að vera talin kynþokkafull. Ögrandi eða fleginn fatnaður er alls ekki nauðsynlegur til að ná fram kynþokka. Kynþokkinn kemur innan frá," lét Christina hafa eftir sér.

Christina segist þó eiga fátt sameiginlegt með karakternum Joan Holloway sem hún leikur í Mad Men sjónvarpsþáttunum sem sýndir eru á Stöð 2.

Við spáðum fyrir heppnum lesanda Lífsins á Facebooksíðunni okkar í morgun. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.