Lífið

Feit og gömul í LA

Rosario Dawson. MYND/BANG Showbiz
Rosario Dawson. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Rosario Dawson, 31 árs, segist vera feit og gömul þegar hún er stödd í Los Angeles en ung og grönn þegar hún er í New York.

„Þegar ég er í New York er ég rosalega grönn og mjög ung en þegar ég fer til Kaliforníu finnst mér ég vera feit og gömul. Ég er þrjátíu og eins árs og ég eldist hratt," sagið hún.

„En ég er endalaust spurð í LA hvort ég ætli ekki að létta mig og laga útlitið. Nei ég er ekki að grínast með þetta," bætti hún við.

Rosario, sem margir muna eftir úr kvikmyndinni Sin City, hefur oftar en ekki verið tilnefnd sem ein af kynþokkafyllstu konum heimsins. Þegar Rosario var spurð út í kynþokkann svaraði hún:

„Ástæðan eru brjóstin. Umboðsmaðurinn minn segir að ef ég klæðist peysu í áheyrnarprófum þá verð ég að vera viss um að hún er þröng því leikstjórar vilja mjóar konur með stór brjóst í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.